Yfir hálfs árs bið eftir Nissan Leaf rafbílnum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. ágúst 2018 07:00 Nissan Leaf rafbílarnir hafa rokselst en verðandi eigendur þurfa að bíða. Toyota „Það hefur verið slegist um hvert eintak, sem er jákvætt, en ég held að þetta fari að detta í eðlilegra horf á næsta ári,“ segir Brynjar E. Óskarsson, vörumerkjastjóri Nissan hjá bílaumboðinu BL. Mikil eftirspurn er eftir nýjum Nissan Leaf rafbíl og afhendingartími getur verið allt að 6-7 mánuðir. Mikil umræða skapaðist um langan afhendingartíma rafbílanna í spjallhópi Nissan Leaf eigenda á Facebook um helgina en bílarnir eru vinsælustu og mest seldu rafbílar landsins og þótt víðar væri leitað. Ný útgáfa af Nissan Leaf, með nýju útliti og stærri rafhlöðu, var kynnt í apríl síðastliðnum og voru hundruð forpantana gerðar hér á landi. Verðandi rafbílaeigendur sem pöntuðu bíl í apríl hafa nú nokkrir fengið upplýsingar um seinkun fram í nóvember. Margir eru skiljanlega svekktir yfir langri bið og töfum sem orðið hafa en Brynjar segir þær eiga sér eðlilegar skýringar. „Það er hárrétt að það eru aðilar sem eru að lenda í aukabiðtíma sem helgast af því almennt að eftirspurnin er tvöföld á við framleiðslugetuna á bílnum yfir höfuð. Ísland er þrátt fyrir þetta framarlega í magni sem við fáum, markaðir eins og Írland eru að fá svipað marga bíla og við,“ segir Brynjar. Hann kveður BL hafa verið að berjast fyrir því að koma afhendingu bílanna á rétt ról. Breyting framleiðandans á uppgefinni framleiðsluáætlun í apríl hafi hins vegar verið ófyrirséð. Nú horfi þó til betri vegar og framleiðsla verið aukin á ný. Biðtíminn er þó langur. „Ef þú ætlar að panta bíl hjá okkur núna er 6-7 mánaða bið. En við sjáum fram á að allir sem áttu pantaða bíla frá kynningunni í apríl fram í júní fái bíla á árinu. Það er búið að festa framleiðslu á okkur og þá verður þetta komið í 300 bíla, sem er nánast jafnmörg eintök og við afhentum af gamla bílnum á þremur og hálfu ári.“ Birtist í Fréttablaðinu Bílar Neytendur Orkumál Tengdar fréttir Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum 26. mars 2018 08:00 Forstjóri Orkuveitunnar spáir 100.000 rafbílum fyrir 2030 100.000 fólksbílar taka 1,5% af því rafmagni sem framleitt er í dag. Enginn ótti er um orkuskort. 23. mars 2018 20:00 Bílasalar á Ísland og í Skandinavíu sagðir tala niður rafbíla Áhugasamir kaupendur fá í langflestum tilfellum engar upplýsingar um rafbíla þegar þeir leita til bílaumboða á Norðurlöndunum. 24. maí 2018 10:47 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
„Það hefur verið slegist um hvert eintak, sem er jákvætt, en ég held að þetta fari að detta í eðlilegra horf á næsta ári,“ segir Brynjar E. Óskarsson, vörumerkjastjóri Nissan hjá bílaumboðinu BL. Mikil eftirspurn er eftir nýjum Nissan Leaf rafbíl og afhendingartími getur verið allt að 6-7 mánuðir. Mikil umræða skapaðist um langan afhendingartíma rafbílanna í spjallhópi Nissan Leaf eigenda á Facebook um helgina en bílarnir eru vinsælustu og mest seldu rafbílar landsins og þótt víðar væri leitað. Ný útgáfa af Nissan Leaf, með nýju útliti og stærri rafhlöðu, var kynnt í apríl síðastliðnum og voru hundruð forpantana gerðar hér á landi. Verðandi rafbílaeigendur sem pöntuðu bíl í apríl hafa nú nokkrir fengið upplýsingar um seinkun fram í nóvember. Margir eru skiljanlega svekktir yfir langri bið og töfum sem orðið hafa en Brynjar segir þær eiga sér eðlilegar skýringar. „Það er hárrétt að það eru aðilar sem eru að lenda í aukabiðtíma sem helgast af því almennt að eftirspurnin er tvöföld á við framleiðslugetuna á bílnum yfir höfuð. Ísland er þrátt fyrir þetta framarlega í magni sem við fáum, markaðir eins og Írland eru að fá svipað marga bíla og við,“ segir Brynjar. Hann kveður BL hafa verið að berjast fyrir því að koma afhendingu bílanna á rétt ról. Breyting framleiðandans á uppgefinni framleiðsluáætlun í apríl hafi hins vegar verið ófyrirséð. Nú horfi þó til betri vegar og framleiðsla verið aukin á ný. Biðtíminn er þó langur. „Ef þú ætlar að panta bíl hjá okkur núna er 6-7 mánaða bið. En við sjáum fram á að allir sem áttu pantaða bíla frá kynningunni í apríl fram í júní fái bíla á árinu. Það er búið að festa framleiðslu á okkur og þá verður þetta komið í 300 bíla, sem er nánast jafnmörg eintök og við afhentum af gamla bílnum á þremur og hálfu ári.“
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Neytendur Orkumál Tengdar fréttir Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum 26. mars 2018 08:00 Forstjóri Orkuveitunnar spáir 100.000 rafbílum fyrir 2030 100.000 fólksbílar taka 1,5% af því rafmagni sem framleitt er í dag. Enginn ótti er um orkuskort. 23. mars 2018 20:00 Bílasalar á Ísland og í Skandinavíu sagðir tala niður rafbíla Áhugasamir kaupendur fá í langflestum tilfellum engar upplýsingar um rafbíla þegar þeir leita til bílaumboða á Norðurlöndunum. 24. maí 2018 10:47 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum 26. mars 2018 08:00
Forstjóri Orkuveitunnar spáir 100.000 rafbílum fyrir 2030 100.000 fólksbílar taka 1,5% af því rafmagni sem framleitt er í dag. Enginn ótti er um orkuskort. 23. mars 2018 20:00
Bílasalar á Ísland og í Skandinavíu sagðir tala niður rafbíla Áhugasamir kaupendur fá í langflestum tilfellum engar upplýsingar um rafbíla þegar þeir leita til bílaumboða á Norðurlöndunum. 24. maí 2018 10:47