Tveggja og hálfs árs stúlka bíður þess enn að byrja á leikskóla Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. ágúst 2018 05:00 Það skýrist í næstu viku hvernig mun ganga að tryggja mönnun á leikskólum Reykjavíkurborgar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Vinnubrögð borgarinnar í leikskólamálunum eru steinaldarleg. Það er alltaf verið að lofa einhverju sem er ekki staðið við. Það þarf að hætta því og fara bara að segja fólki sannleikann. Það er betra að fá réttar upplýsingar um stöðuna þótt það séu slæmar fréttir,“ segir Hrannar Hafsteinsson faðir tveggja og hálfs árs stúlku sem enn er óvíst hvenær getur hafið aðlögun á leikskóla. Eins og fram hefur komið mun heildarstaðan hjá leikskólum Reykjavíkurborgar ekki skýrast að fullu fyrr en á fundi skóla- og frístundaráðs í næstu viku. Það er þó ljóst að margir þeirra 62 leikskóla sem borgin rekur hafa ekki náð að ráða í allar lausar stöður. Hrannar og eiginkona hans, sem búa í Vogahverfi í Reykjavík, sóttu fyrst um fyrir dóttur sína á leikskóla í hverfinu í október 2016. Næsta vor fengu þau svör um að allt væri fullt á viðkomandi leikskóla. Í kjölfarið var dóttir þeirra sett á biðlista þar auk tveggja annarra leikskóla í hverfinu. Staðfesting fékkst frá öðrum hinna leikskólanna á að dóttirin væri efst á biðlistanum. Í ágúst var hún hins vegar dottin niður í ellefta sæti biðlistans og þær skýringar gefnar að kennitala réði röðinni. Ekkert varð því úr leikskóladvöl dótturinnar síðasta vetur, þrátt fyrir að hún hefði náð 18 mánaða aldri í júlí 2017. Það hefur verið stefna borgarinnar frá 2016 að tryggja öllum börnum 18 mánaða og eldri leikskólapláss. Í apríl síðastliðnum barst foreldrunum svo tilkynning frá borginni um að dóttur þeirra hefði verið úthlutað plássi á leikskólanum sem þau sóttu upphaflega um frá og með haustinu. Þáverandi leikskólastjóri sagði um það leyti að óvissa væri með mönnun í haust en undir eðlilegum kringumstæðum ættu fyrstu börnin að geta byrjað í kringum 20. ágúst, þegar grunnskólarnir hæfust. Hrannari og eiginkonu hans barst svo bréf frá nýjum leikskólastjóra fyrir um viku þar sem fram kom að illa gengi að ráða í lausar stöður og ekki væri hægt að segja til um hvenær aðlögun dóttur þeirra gæti hafist. „Maður skilur ekki af hverju það er ekki löngu byrjað að ráða í lausar stöður þegar biðlistarnir eru sífellt að lengjast,“ segir Hrannar. Þá segir hann kerfið allt of kalt. „Öll samskipti eru í gegnum tölvupóst, af hverju er ekki hægt að taka upp símann? Það er engin þjónusta og ekkert frumkvæði við upplýsingagjöf. Maður þarf að spyrja nákvæmlega út í allt til að fá einhver svör.“ Rúmlega 50 störf á leikskólum voru laus til umsóknar á vef borgarinnar í gær en þau eru væntanlega eitthvað fleiri þar sem umsóknarfrestur gæti verið liðinn í einhverjum tilfellum. Fimm leikskólar auglýstu eftir aðstoðarleikskólastjórum og tíu eftir deildarstjórum. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Vinnubrögð borgarinnar í leikskólamálunum eru steinaldarleg. Það er alltaf verið að lofa einhverju sem er ekki staðið við. Það þarf að hætta því og fara bara að segja fólki sannleikann. Það er betra að fá réttar upplýsingar um stöðuna þótt það séu slæmar fréttir,“ segir Hrannar Hafsteinsson faðir tveggja og hálfs árs stúlku sem enn er óvíst hvenær getur hafið aðlögun á leikskóla. Eins og fram hefur komið mun heildarstaðan hjá leikskólum Reykjavíkurborgar ekki skýrast að fullu fyrr en á fundi skóla- og frístundaráðs í næstu viku. Það er þó ljóst að margir þeirra 62 leikskóla sem borgin rekur hafa ekki náð að ráða í allar lausar stöður. Hrannar og eiginkona hans, sem búa í Vogahverfi í Reykjavík, sóttu fyrst um fyrir dóttur sína á leikskóla í hverfinu í október 2016. Næsta vor fengu þau svör um að allt væri fullt á viðkomandi leikskóla. Í kjölfarið var dóttir þeirra sett á biðlista þar auk tveggja annarra leikskóla í hverfinu. Staðfesting fékkst frá öðrum hinna leikskólanna á að dóttirin væri efst á biðlistanum. Í ágúst var hún hins vegar dottin niður í ellefta sæti biðlistans og þær skýringar gefnar að kennitala réði röðinni. Ekkert varð því úr leikskóladvöl dótturinnar síðasta vetur, þrátt fyrir að hún hefði náð 18 mánaða aldri í júlí 2017. Það hefur verið stefna borgarinnar frá 2016 að tryggja öllum börnum 18 mánaða og eldri leikskólapláss. Í apríl síðastliðnum barst foreldrunum svo tilkynning frá borginni um að dóttur þeirra hefði verið úthlutað plássi á leikskólanum sem þau sóttu upphaflega um frá og með haustinu. Þáverandi leikskólastjóri sagði um það leyti að óvissa væri með mönnun í haust en undir eðlilegum kringumstæðum ættu fyrstu börnin að geta byrjað í kringum 20. ágúst, þegar grunnskólarnir hæfust. Hrannari og eiginkonu hans barst svo bréf frá nýjum leikskólastjóra fyrir um viku þar sem fram kom að illa gengi að ráða í lausar stöður og ekki væri hægt að segja til um hvenær aðlögun dóttur þeirra gæti hafist. „Maður skilur ekki af hverju það er ekki löngu byrjað að ráða í lausar stöður þegar biðlistarnir eru sífellt að lengjast,“ segir Hrannar. Þá segir hann kerfið allt of kalt. „Öll samskipti eru í gegnum tölvupóst, af hverju er ekki hægt að taka upp símann? Það er engin þjónusta og ekkert frumkvæði við upplýsingagjöf. Maður þarf að spyrja nákvæmlega út í allt til að fá einhver svör.“ Rúmlega 50 störf á leikskólum voru laus til umsóknar á vef borgarinnar í gær en þau eru væntanlega eitthvað fleiri þar sem umsóknarfrestur gæti verið liðinn í einhverjum tilfellum. Fimm leikskólar auglýstu eftir aðstoðarleikskólastjórum og tíu eftir deildarstjórum.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira