Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 11:30 Líf bregður á leik í sjónvarpssal um kosningahelgina í maí. Hún segist hafa ullað á Mörtu til að létta andrúmsloftið á fundi gærdagsins. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. Umræður fyrrverandi borgarfulltrúanna kviknuðu við færslu Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, sem hún birti í kjölfar þess að Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, ullaði á Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í gær. Krafðist opinberrar afsökunar á „ullinu“ Málið má rekja til bókunar borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Miðflokksins á borgarráðsfundi í gær. Í bókuninni voru gerðar alvarlegar athugasemdir við framkomu Lífar, sem rak út úr sér tunguna framan í Mörtu á fundi borgarráðs eftir að Mörtu hafði orðið starsýnt á hana. Líf bað Mörtu afsökunar á „ullinu“ í fundarhléi. Marta sagði þó í samtali við Stundina í gær að hún liti svo á að afsökunarbeiðnin hafi aðeins borist vegna þess að Líf hafi orðið þess áskynja að Marta hygðist bóka um hegðunina. Krafðist Marta þess jafnframt að Líf bæði sig afsökunar á opinberum vettvangi. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins var ósátt við Líf Magneudóttur borgarfulltrúa Vinstri grænna eftir fund borgarstjórnar í gær.Fréttablaðið/Anton Brink Líf tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni í gær. Hún sagðist hafa rekið út úr sér tunguna í tilraun til þess að létta andrúmsloftið á fundinum eftir að hafa fengið „ómálefnaleg viðbrögð“ við málefnalegum og sanngjörnum málflutningi sínum. „Það er nú fokið í flest skjól ef það má ekki sýna svipbrigði og vera geðríkur, segja lélega eða góða brandara eða gera tilraunir til að létta á súrum samskiptum fólks með léttleika. Ó jæja,“ skrifaði Líf. Færslu hennar má sjá í heild hér að neðan. „Of óþroskuð samkoma fyrir minn smekk“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, birti bókunina í færslu á Facebook í gær. Nokkrir fyrrverandi borgarfulltrúar gera athugasemdir við færslu Guðfinnu, fyrstur þeirra Halldór Halldórsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem spyr hvort Guðfinna sakni þess að vinna á þessum vettvangi. Skjáskot af færslu Guðfinnu og athugasemdum við hana.Skjáskot/Facebook Guðfinna svarar Halldóri og segist ekki sakna þess. „Haha nei þetta er of óþroskuð samkoma fyrir minn smekk, en þú?“ spyr hún svo á móti. Halldór svarar að bragði og segist ekki geta sagt að söknuðar gæti. Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, blandar sér því næst í umræðuna. Hann segist heldur ekki sakna setunnar í borgarstjórn og leggur til að hinir fyrrverandi borgarfulltrúar sem brenndir eru af starfinu stofni klúbb. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, lýsir sig að lokum áhugasama um aðild að klúbbnum, svo gera má ráð fyrir því að hún sé sama sinnis og þau á undan. Bæði gott og slæmt andrúmsloft Halldór Auðar segir í samtali við Vísi að athugasemdir fyrrverandi borgarfulltrúanna undir færslu Guðfinnu hafi að einhverju leyti verið settar fram í gríni. „Andrúmsloftið og vinnuandinn var bæði gott og slæmt. Almennt þá var alveg gott vinnuumhverfi þó að það hafi komið upp átök og allskonar uppákomur,“ segir Halldór. Aðspurður segir hann að ólíklegt sé að hann myndi sækjast aftur eftir starfinu. Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata.Vísir/Stefán „Nei allavega ekki í bráð. Það er töluvert andlegt álag að sinna svona starfi. Ég er ánægður með að hafa gert þetta og því sem ég kom í verk en maður verður að þekkja sín mörk.“ Átök í borgarstjórn Ljóst er að nokkuð stirt hefur verið á milli borgarfulltrúa minnihluta og meirihluta það sem af er kjörtímabilinu. Nú síðast vakti athygli ákvörðun borgarfulltrúa sjálfstæðisflokksins um að ganga út af fundi skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í vikunni. Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í kjölfar fundarins að um væri að ræða „hugsanlega vanhugsaðasta og vandræðalegasta upphlaup sem ég hef orðið vitni að á mínum 8 ára ferli í pólitík“. Þá voru Marta og Líf einnig miðpunktur deilumáls sem kom upp á fyrsta fundi borgarstjórnar í síðasta mánuði eftir að Líf upplýsti að Marta hygðist taka sæti í nýju umhverfis- og heilbrigðisráði. Marta sakaði starfsmenn borgarinnar um trúnaðarbrest en baðst síðar afsökunar á ummælum sínum. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði auk þess til að settar yrðu sérstakar samskiptareglur borgarstjórnar. Kolbrún sagði á sínum tíma að leiðinlegt væri þegar fólk hefði uppi hæðni, spott og fliss, ranghvelfdi augunum og sýndi ýmis svipbrigði á fundum borgarstjórnar. Borgarstjórn Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lýsa yfir áhyggjum af "þekkingarleysi“ formanns velferðarráðs Flokkar í minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur og formaður VR hafa lýst yfir áhyggjum af "þekkingarleysi“ formanns velferðarráðs Reykjavíkur á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík. 4. ágúst 2018 17:05 Segir að skrifstofustjóri eigi „ekki að skipta sér af“ pólitískum umræðum kjörinna fulltrúa Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki rétt að hún hafi sakað eða nafngreint nokkurn starfsmann Reykjavíkurborgar um trúnaðarbrest og upplýsingaleka. 27. júní 2018 11:24 Leiðinlegt þegar fólk er með háð, spott og fliss Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn telja að langvarandi eineldismenning hafi fengið að grasserast of lengi í ráðhúsinu. 23. júlí 2018 15:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. Umræður fyrrverandi borgarfulltrúanna kviknuðu við færslu Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, sem hún birti í kjölfar þess að Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, ullaði á Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í gær. Krafðist opinberrar afsökunar á „ullinu“ Málið má rekja til bókunar borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúa Miðflokksins á borgarráðsfundi í gær. Í bókuninni voru gerðar alvarlegar athugasemdir við framkomu Lífar, sem rak út úr sér tunguna framan í Mörtu á fundi borgarráðs eftir að Mörtu hafði orðið starsýnt á hana. Líf bað Mörtu afsökunar á „ullinu“ í fundarhléi. Marta sagði þó í samtali við Stundina í gær að hún liti svo á að afsökunarbeiðnin hafi aðeins borist vegna þess að Líf hafi orðið þess áskynja að Marta hygðist bóka um hegðunina. Krafðist Marta þess jafnframt að Líf bæði sig afsökunar á opinberum vettvangi. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins var ósátt við Líf Magneudóttur borgarfulltrúa Vinstri grænna eftir fund borgarstjórnar í gær.Fréttablaðið/Anton Brink Líf tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni í gær. Hún sagðist hafa rekið út úr sér tunguna í tilraun til þess að létta andrúmsloftið á fundinum eftir að hafa fengið „ómálefnaleg viðbrögð“ við málefnalegum og sanngjörnum málflutningi sínum. „Það er nú fokið í flest skjól ef það má ekki sýna svipbrigði og vera geðríkur, segja lélega eða góða brandara eða gera tilraunir til að létta á súrum samskiptum fólks með léttleika. Ó jæja,“ skrifaði Líf. Færslu hennar má sjá í heild hér að neðan. „Of óþroskuð samkoma fyrir minn smekk“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, birti bókunina í færslu á Facebook í gær. Nokkrir fyrrverandi borgarfulltrúar gera athugasemdir við færslu Guðfinnu, fyrstur þeirra Halldór Halldórsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem spyr hvort Guðfinna sakni þess að vinna á þessum vettvangi. Skjáskot af færslu Guðfinnu og athugasemdum við hana.Skjáskot/Facebook Guðfinna svarar Halldóri og segist ekki sakna þess. „Haha nei þetta er of óþroskuð samkoma fyrir minn smekk, en þú?“ spyr hún svo á móti. Halldór svarar að bragði og segist ekki geta sagt að söknuðar gæti. Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, blandar sér því næst í umræðuna. Hann segist heldur ekki sakna setunnar í borgarstjórn og leggur til að hinir fyrrverandi borgarfulltrúar sem brenndir eru af starfinu stofni klúbb. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, lýsir sig að lokum áhugasama um aðild að klúbbnum, svo gera má ráð fyrir því að hún sé sama sinnis og þau á undan. Bæði gott og slæmt andrúmsloft Halldór Auðar segir í samtali við Vísi að athugasemdir fyrrverandi borgarfulltrúanna undir færslu Guðfinnu hafi að einhverju leyti verið settar fram í gríni. „Andrúmsloftið og vinnuandinn var bæði gott og slæmt. Almennt þá var alveg gott vinnuumhverfi þó að það hafi komið upp átök og allskonar uppákomur,“ segir Halldór. Aðspurður segir hann að ólíklegt sé að hann myndi sækjast aftur eftir starfinu. Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata.Vísir/Stefán „Nei allavega ekki í bráð. Það er töluvert andlegt álag að sinna svona starfi. Ég er ánægður með að hafa gert þetta og því sem ég kom í verk en maður verður að þekkja sín mörk.“ Átök í borgarstjórn Ljóst er að nokkuð stirt hefur verið á milli borgarfulltrúa minnihluta og meirihluta það sem af er kjörtímabilinu. Nú síðast vakti athygli ákvörðun borgarfulltrúa sjálfstæðisflokksins um að ganga út af fundi skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í vikunni. Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði í kjölfar fundarins að um væri að ræða „hugsanlega vanhugsaðasta og vandræðalegasta upphlaup sem ég hef orðið vitni að á mínum 8 ára ferli í pólitík“. Þá voru Marta og Líf einnig miðpunktur deilumáls sem kom upp á fyrsta fundi borgarstjórnar í síðasta mánuði eftir að Líf upplýsti að Marta hygðist taka sæti í nýju umhverfis- og heilbrigðisráði. Marta sakaði starfsmenn borgarinnar um trúnaðarbrest en baðst síðar afsökunar á ummælum sínum. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði auk þess til að settar yrðu sérstakar samskiptareglur borgarstjórnar. Kolbrún sagði á sínum tíma að leiðinlegt væri þegar fólk hefði uppi hæðni, spott og fliss, ranghvelfdi augunum og sýndi ýmis svipbrigði á fundum borgarstjórnar.
Borgarstjórn Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lýsa yfir áhyggjum af "þekkingarleysi“ formanns velferðarráðs Flokkar í minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur og formaður VR hafa lýst yfir áhyggjum af "þekkingarleysi“ formanns velferðarráðs Reykjavíkur á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík. 4. ágúst 2018 17:05 Segir að skrifstofustjóri eigi „ekki að skipta sér af“ pólitískum umræðum kjörinna fulltrúa Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki rétt að hún hafi sakað eða nafngreint nokkurn starfsmann Reykjavíkurborgar um trúnaðarbrest og upplýsingaleka. 27. júní 2018 11:24 Leiðinlegt þegar fólk er með háð, spott og fliss Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn telja að langvarandi eineldismenning hafi fengið að grasserast of lengi í ráðhúsinu. 23. júlí 2018 15:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Lýsa yfir áhyggjum af "þekkingarleysi“ formanns velferðarráðs Flokkar í minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur og formaður VR hafa lýst yfir áhyggjum af "þekkingarleysi“ formanns velferðarráðs Reykjavíkur á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík. 4. ágúst 2018 17:05
Segir að skrifstofustjóri eigi „ekki að skipta sér af“ pólitískum umræðum kjörinna fulltrúa Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki rétt að hún hafi sakað eða nafngreint nokkurn starfsmann Reykjavíkurborgar um trúnaðarbrest og upplýsingaleka. 27. júní 2018 11:24
Leiðinlegt þegar fólk er með háð, spott og fliss Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn telja að langvarandi eineldismenning hafi fengið að grasserast of lengi í ráðhúsinu. 23. júlí 2018 15:00