Neytendum stafar ekki hætta af eiturefni í morgunkorni Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 13:57 Efnið fannst í vörum frá matvælaframleiðendunum Quaker, Kellogg’s og General Mills, sem framleiðir Cheerios. Vísir/getty Neytendum stafar ekki hætta af glýfósati, virka efninu í illgresiseyðinum Roundup, í matvælum á evrópskum markaði, að því er fram kemur í frétt á vef Matvælastofnunar. Greint var frá því í vikunni að eiturefnið fyndist m.a. í morgunkorni.Sjá einnig: Umhverfisstofnun fylgist náið með eiturefnamálinu Í frétt bandarísku umhverfisverndarsamtakanna EWG sem birtist í vikunni er skýrt frá því að virka efnið í illgresiseyðinum Roundup, glýfosat (glyphosate), finnist í mörgum þekktum matvörum, einkum í morgunkorni og fást einhverjar tegundir þess á Íslandi. Þá var einnig greint frá málinu í breska dagblaðinu The Guardian en efnið fannst í vörum frá matvælaframleiðendunum Quaker, Kellogg’s og General Mills, sem framleiðir Cheerios.Yfir leyfilegum mörkum í 0,28% tilfella Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að Matvælaöryggisstofnun Evrópu, EFSA, safni niðurstöðum úr glýfosfatmælingum aðildarríkja Evrópusambandsins á hverju ári. Nýjustu niðurstöður eru frá árinu 2016 þar sem tekin voru 6761 sýni frá 26 löndum í Evrópu. „Glýfosat greindist yfir leyfilegum mörkum í 19 sýnum eða 0,28% sýnanna. Það greindist ekki glýfosat í 96,4% sýnanna, þ.e.a.s. glýfosat var ekki til staðar eða í svo litlum mæli að það var ekki hægt að magngreina það,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar. Miðað við þessar niðurstöður telur EFSA að það magn sem neytendur innbyrða með matvælum á markaði sé ekki skaðlegt heilsu manna. Ekkert glýfosat í vörum á Íslandi árið 2016 Þá gefi rannsókn EWG, þar sem tekin voru sýni úr kornvörum, ekki tilefni til að vara við neyslu á vörunum, hvorki fyrir fullorðna né börn, eða innkalla þær af markaði. Einnig er bent á að glýfósat er leyft til notkunar á Íslandi en Umhverfisstofnun veitir markaðsleyfi og fer með eftirlit með innfutningi þess. Árið 2016 tók Matvælastofnun þrjú sýni af innlendum kornvörum til greiningar á glýfósati. Ekkert glýfósat fannst í vörunum. Efnið glýfosfat er virka efnið í arfaeyðinum Roundup, sem er notaður við ræktun á erfðabreyttum korntegundum og fæst hér á landi. Landbúnaðarvörufyrirtækið Monsanto í Bandaríkjunum var fyrir nokkru dæmt til að greiða manni, sem er að deyja úr krabbameini, tæplega 32 milljarða króna í skaðabætur. Maðurinn hélt því fram að krabbamein hans mætti rekja að einhverju leyti til notkunar hans á arfaeyðinum. Neytendur Tengdar fréttir Umhverfisstofnun fylgist náið með eiturefnamálinu Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur verið dæmt til að greiða manni skaðabætur vegna eiturefnis sem það framleiðir. Efnið er að finna í arfaeyðinum Roundup sem fæst hér á landi. 11. ágúst 2018 20:03 Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Neytendum stafar ekki hætta af glýfósati, virka efninu í illgresiseyðinum Roundup, í matvælum á evrópskum markaði, að því er fram kemur í frétt á vef Matvælastofnunar. Greint var frá því í vikunni að eiturefnið fyndist m.a. í morgunkorni.Sjá einnig: Umhverfisstofnun fylgist náið með eiturefnamálinu Í frétt bandarísku umhverfisverndarsamtakanna EWG sem birtist í vikunni er skýrt frá því að virka efnið í illgresiseyðinum Roundup, glýfosat (glyphosate), finnist í mörgum þekktum matvörum, einkum í morgunkorni og fást einhverjar tegundir þess á Íslandi. Þá var einnig greint frá málinu í breska dagblaðinu The Guardian en efnið fannst í vörum frá matvælaframleiðendunum Quaker, Kellogg’s og General Mills, sem framleiðir Cheerios.Yfir leyfilegum mörkum í 0,28% tilfella Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að Matvælaöryggisstofnun Evrópu, EFSA, safni niðurstöðum úr glýfosfatmælingum aðildarríkja Evrópusambandsins á hverju ári. Nýjustu niðurstöður eru frá árinu 2016 þar sem tekin voru 6761 sýni frá 26 löndum í Evrópu. „Glýfosat greindist yfir leyfilegum mörkum í 19 sýnum eða 0,28% sýnanna. Það greindist ekki glýfosat í 96,4% sýnanna, þ.e.a.s. glýfosat var ekki til staðar eða í svo litlum mæli að það var ekki hægt að magngreina það,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar. Miðað við þessar niðurstöður telur EFSA að það magn sem neytendur innbyrða með matvælum á markaði sé ekki skaðlegt heilsu manna. Ekkert glýfosat í vörum á Íslandi árið 2016 Þá gefi rannsókn EWG, þar sem tekin voru sýni úr kornvörum, ekki tilefni til að vara við neyslu á vörunum, hvorki fyrir fullorðna né börn, eða innkalla þær af markaði. Einnig er bent á að glýfósat er leyft til notkunar á Íslandi en Umhverfisstofnun veitir markaðsleyfi og fer með eftirlit með innfutningi þess. Árið 2016 tók Matvælastofnun þrjú sýni af innlendum kornvörum til greiningar á glýfósati. Ekkert glýfósat fannst í vörunum. Efnið glýfosfat er virka efnið í arfaeyðinum Roundup, sem er notaður við ræktun á erfðabreyttum korntegundum og fæst hér á landi. Landbúnaðarvörufyrirtækið Monsanto í Bandaríkjunum var fyrir nokkru dæmt til að greiða manni, sem er að deyja úr krabbameini, tæplega 32 milljarða króna í skaðabætur. Maðurinn hélt því fram að krabbamein hans mætti rekja að einhverju leyti til notkunar hans á arfaeyðinum.
Neytendur Tengdar fréttir Umhverfisstofnun fylgist náið með eiturefnamálinu Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur verið dæmt til að greiða manni skaðabætur vegna eiturefnis sem það framleiðir. Efnið er að finna í arfaeyðinum Roundup sem fæst hér á landi. 11. ágúst 2018 20:03 Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Umhverfisstofnun fylgist náið með eiturefnamálinu Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur verið dæmt til að greiða manni skaðabætur vegna eiturefnis sem það framleiðir. Efnið er að finna í arfaeyðinum Roundup sem fæst hér á landi. 11. ágúst 2018 20:03
Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48