Ekki ljóst hverjir fengu meira en almenna hækkun kjararáðs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. ágúst 2018 08:00 Laun þeirra sem heyrðu undir kjararáð voru færð niður með lækkunarlögunum árið 2008. Fréttablaðið/stefán Ekki liggur fyrir hve margir forstöðumenn ríkisstofnana eða forstjórar ríkisfyrirtækja hækkuðu umfram almenna hækkun kjararáðs í desember 2011. Ákvarðanir einstakra starfsmanna voru ekki birtar heldur kynntar hverjum og einum bréfleiðis. Í kjölfar efnahagshrunsins voru samþykkt árið 2008 á Alþingi lækkunarlögin svokölluðu. Þau fólu í sér að laun þeirra sem undir ráðið heyrðu skyldu lækka að meginstefnu um fimm til fimmtán prósent. Árið 2009 voru síðan forstjórar ríkisfyrirtækja færðir undir valdsvið stjórnvaldsins. Laun hópsins skertust í samræmi við lagabókstafinn en launin færð í fyrra horf í árslok 2011. Kjararáð var lagt niður í júnílok. Síðasta verk ráðsins var að ákvarða laun 48 aðila sem undir það heyrðu. Þegar fréttir voru sagðar af því hve mikið hver og einn hafði hækkað kom í ljós að allar upplýsingar um laun hvers og eins höfðu ekki verið birtar. Svanhildur Kaaber.VísirTil að mynda var fullyrt í Fréttablaðinu að föstum yfirvinnueiningum forstjóra Landspítalans hefði fjölgað úr 100 í 135 frá síðustu ákvörðun ráðsins árið 2010. Hið rétta var að samhliða almennu hækkuninni í desember 2011 var yfirvinnueiningum hans fjölgað í 133. Sú ákvörðun, líkt og aðrar, hefur aldrei verið birt. Fréttablaðið óskaði eftir því við fjármálaráðuneytið að það veitti afrit af þeim ákvörðunum sem aldrei hafa verið birtar auk lista yfir launaflokk og yfirvinnueiningar þeirra sem heyrðu undir kjararáð. Sama beiðni var send á kjararáð, sjálfvirkt svar barst sem sagði að ráðið hefði verið lagt niður. „Kjararáð var sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem bar ábyrgð á að varðveita eigin gögn. Kjararáð hefur ekki sent ráðuneytinu afrit af úrskurðum sínum enda engin lagaskylda til þess,“ segir í svari ráðuneytisins. „Ég get ekki sagt að ég muni hvaða embætti eða hópar það voru. Ekki án þess að hafa gögnin fyrir framan mig,“ segir Svanhildur Kaaber, þáverandi formaður kjararáðs, aðspurð um hvort fleiri en forstjóri Landspítalans hafi fengið slíka hækkun. Hún staðfesti að fleiri hefðu fengið slíka hækkun. Í lögum sem giltu um störf kjararáðs árið 2011 var kveðið á um að ráðið skyldi birta úrskurði sína og ákvarðanir. Þeirri spurningu var beint til fjármálaráðuneytisins hvort það teldi að ráðið hefði uppfyllt lagalega skyldu sína með þessari framkvæmd. Svar við því erindi hefur ekki borist. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Hringrásarhækkun launa fylgifiskur arftaka kjararáðs Ein umsögn barst um fyrirhugaðar breytingar á ýmsum lögum vegna brottfalls kjararáðs. Drögin nú byggjast á vinnu starfshóps sem forsætisráðherra skipaði um málefnið. 26. júlí 2018 08:00 Ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur en þau geti liðkað fyrir Forsætisráðherra segir það ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur heldur aðila vinnumarkaðarins. Þó sé hægt að liðka fyrir með aðgerðum eins og skattalækkunum á lægstu stéttir. Þingmaður Viðreisnar telur að ríkið eigi að beita sér fyrir lækkun matvælaverðs og vaxta. 2. ágúst 2018 19:00 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Ekki liggur fyrir hve margir forstöðumenn ríkisstofnana eða forstjórar ríkisfyrirtækja hækkuðu umfram almenna hækkun kjararáðs í desember 2011. Ákvarðanir einstakra starfsmanna voru ekki birtar heldur kynntar hverjum og einum bréfleiðis. Í kjölfar efnahagshrunsins voru samþykkt árið 2008 á Alþingi lækkunarlögin svokölluðu. Þau fólu í sér að laun þeirra sem undir ráðið heyrðu skyldu lækka að meginstefnu um fimm til fimmtán prósent. Árið 2009 voru síðan forstjórar ríkisfyrirtækja færðir undir valdsvið stjórnvaldsins. Laun hópsins skertust í samræmi við lagabókstafinn en launin færð í fyrra horf í árslok 2011. Kjararáð var lagt niður í júnílok. Síðasta verk ráðsins var að ákvarða laun 48 aðila sem undir það heyrðu. Þegar fréttir voru sagðar af því hve mikið hver og einn hafði hækkað kom í ljós að allar upplýsingar um laun hvers og eins höfðu ekki verið birtar. Svanhildur Kaaber.VísirTil að mynda var fullyrt í Fréttablaðinu að föstum yfirvinnueiningum forstjóra Landspítalans hefði fjölgað úr 100 í 135 frá síðustu ákvörðun ráðsins árið 2010. Hið rétta var að samhliða almennu hækkuninni í desember 2011 var yfirvinnueiningum hans fjölgað í 133. Sú ákvörðun, líkt og aðrar, hefur aldrei verið birt. Fréttablaðið óskaði eftir því við fjármálaráðuneytið að það veitti afrit af þeim ákvörðunum sem aldrei hafa verið birtar auk lista yfir launaflokk og yfirvinnueiningar þeirra sem heyrðu undir kjararáð. Sama beiðni var send á kjararáð, sjálfvirkt svar barst sem sagði að ráðið hefði verið lagt niður. „Kjararáð var sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem bar ábyrgð á að varðveita eigin gögn. Kjararáð hefur ekki sent ráðuneytinu afrit af úrskurðum sínum enda engin lagaskylda til þess,“ segir í svari ráðuneytisins. „Ég get ekki sagt að ég muni hvaða embætti eða hópar það voru. Ekki án þess að hafa gögnin fyrir framan mig,“ segir Svanhildur Kaaber, þáverandi formaður kjararáðs, aðspurð um hvort fleiri en forstjóri Landspítalans hafi fengið slíka hækkun. Hún staðfesti að fleiri hefðu fengið slíka hækkun. Í lögum sem giltu um störf kjararáðs árið 2011 var kveðið á um að ráðið skyldi birta úrskurði sína og ákvarðanir. Þeirri spurningu var beint til fjármálaráðuneytisins hvort það teldi að ráðið hefði uppfyllt lagalega skyldu sína með þessari framkvæmd. Svar við því erindi hefur ekki borist.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Hringrásarhækkun launa fylgifiskur arftaka kjararáðs Ein umsögn barst um fyrirhugaðar breytingar á ýmsum lögum vegna brottfalls kjararáðs. Drögin nú byggjast á vinnu starfshóps sem forsætisráðherra skipaði um málefnið. 26. júlí 2018 08:00 Ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur en þau geti liðkað fyrir Forsætisráðherra segir það ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur heldur aðila vinnumarkaðarins. Þó sé hægt að liðka fyrir með aðgerðum eins og skattalækkunum á lægstu stéttir. Þingmaður Viðreisnar telur að ríkið eigi að beita sér fyrir lækkun matvælaverðs og vaxta. 2. ágúst 2018 19:00 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46
Hringrásarhækkun launa fylgifiskur arftaka kjararáðs Ein umsögn barst um fyrirhugaðar breytingar á ýmsum lögum vegna brottfalls kjararáðs. Drögin nú byggjast á vinnu starfshóps sem forsætisráðherra skipaði um málefnið. 26. júlí 2018 08:00
Ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur en þau geti liðkað fyrir Forsætisráðherra segir það ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur heldur aðila vinnumarkaðarins. Þó sé hægt að liðka fyrir með aðgerðum eins og skattalækkunum á lægstu stéttir. Þingmaður Viðreisnar telur að ríkið eigi að beita sér fyrir lækkun matvælaverðs og vaxta. 2. ágúst 2018 19:00