Spurningu beint til Samtaka atvinnulífsins Ögmundur Jónasson skrifar 9. ágúst 2018 10:09 Davíð Þorláksson, lögfræðingur og forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins, skrifar nýlega svokallaða bakþanka Fréttablaðsins. Þar segir hann að óþarfi sé „að brjálast“ yfir uppkaupum auðmanna á landi og „auðvitað skiptir engu máli“, segir hann enn fremur, „hvort það er Íslendingur eða útlendingur sem á það“. Það sé tímabært að stjórnmálamenn átti sig á því að eignarréttur sé ekki stjórntæki sem þeir geti gripið til að vild og hann bendir á að innlendir jafnt sem erlendir landeigendur þurfi að fara að margvíslegum lögum og reglum sem gilda hér á landi.Hvað segja lögin? Og Davíð Þorláksson byrjar að telja upp lagabálkana: „Þar má t.d. nefna skipulagslög nr. 123/2010, lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 57/1998 …“ Hvernig væri að taka Davíð Þorláksson á orðinu og byrja á því að fletta upp í þessum síðastnefndu lögum frá 1998. Þau vísa til þess hvers einkaeignarrétturinn tekur til, öðlist menn á annað borð eignarhald á landi. Í annarri grein segir að eigandi lands fari með „öll venjuleg eignarráð þess“, nokkuð sem er útlistað nánar í þriðju grein hvað auðlindir áhrærir því þar segir með skýrum hætti að eignarlandi fylgi eignarréttur „að auðlindum í jörðu“. Auðlindir eru skilgreindar í fyrstu greininni á eftirfarandi hátt: „Með auðlindum er í lögum þessum átt við hvers konar frumefni, efnasambönd og orku sem vinna má úr jörðu, hvort heldur í föstu, fljótandi eða loftkenndu formi og án tillits til hitastigs sem þau kunna að finnast við.“ Um að gera að brjálast ekki Þarna er sem sagt heitt vatn og kalt og jarðefni hverju nafni sem þau nefnast, allt er þetta í eigu landeigandans. Um nýtinguna gilda síðan ýmis lög, sem ég hef reyndar leyft mér að gagnrýna sum hver fyrir það hve slök þau eru. Grundvallaratriðið er eftir sem áður þetta: Landeigandinn á ekki bara yfirborð landsins heldur teygir eignarrétturinn sig langt niður í jörðina og umlykur einnig þær auðlindir sem þar er að finna. Óþarfi er „að brjálast“ yfir því á hvers hendi þessi réttindi eru, segir fulltrúi Samtaka atvinnulífsins. Gott og vel, um að gera að brjálast ekki.En hvað með að sýna fyrirhyggju? En hvernig væri að sýna fyrirhyggju og ábyrgðarkennd gagnvart framtíðinni og ókomnum kynslóðum? Finnst mönnum í lagi að eignarhald á auðlindum Íslands, þar með gulli framtíðarinnar sem vatnið er stundum kallað, komist í hendur nokkurra auðmanna innlendra eða erlendra? Ég leyfi mér reyndar að ganga lengra og líta svo á að eignarhald á landinu og auðlindum þess eigi að vera innan landsteinanna. Því fjær sem eignarhaldið er landinu sjálfu, því líklegra að það verði í huga eigandans verslunarvara sem lýtur lögmálum kauphallarinnar, en allt sem hvílir á öðrum gildum fjarlægara.Og síðan er það spurningin Samtök atvinnulífsins hafa, ekki síst á allra síðustu tímum, sýnt að þeim er ekki alveg sama um hin huglægu gildi. Vísa ég þar í áherslu samtakanna á að styrkja íslenska tungu og menningu. Hvernig væri að leyfa landinu og auðlindum þess að fylgja með í þeim pakka; að auðlindirnar verði okkar allra? Það er nóg pláss fyrir kapítalistana í SA að höndla á Íslandi án þess að þeir þurfi að gína yfir landinu, vatninu og orkunni, eða hvað? Ég bara spyr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Ögmundur Jónasson Tengdar fréttir Landið selt? Fjárfesting erlendra aðila í landi hefur valdið uppnámi hjá sumum. 1. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Halldór 16.11.2024 skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Davíð Þorláksson, lögfræðingur og forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins, skrifar nýlega svokallaða bakþanka Fréttablaðsins. Þar segir hann að óþarfi sé „að brjálast“ yfir uppkaupum auðmanna á landi og „auðvitað skiptir engu máli“, segir hann enn fremur, „hvort það er Íslendingur eða útlendingur sem á það“. Það sé tímabært að stjórnmálamenn átti sig á því að eignarréttur sé ekki stjórntæki sem þeir geti gripið til að vild og hann bendir á að innlendir jafnt sem erlendir landeigendur þurfi að fara að margvíslegum lögum og reglum sem gilda hér á landi.Hvað segja lögin? Og Davíð Þorláksson byrjar að telja upp lagabálkana: „Þar má t.d. nefna skipulagslög nr. 123/2010, lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 57/1998 …“ Hvernig væri að taka Davíð Þorláksson á orðinu og byrja á því að fletta upp í þessum síðastnefndu lögum frá 1998. Þau vísa til þess hvers einkaeignarrétturinn tekur til, öðlist menn á annað borð eignarhald á landi. Í annarri grein segir að eigandi lands fari með „öll venjuleg eignarráð þess“, nokkuð sem er útlistað nánar í þriðju grein hvað auðlindir áhrærir því þar segir með skýrum hætti að eignarlandi fylgi eignarréttur „að auðlindum í jörðu“. Auðlindir eru skilgreindar í fyrstu greininni á eftirfarandi hátt: „Með auðlindum er í lögum þessum átt við hvers konar frumefni, efnasambönd og orku sem vinna má úr jörðu, hvort heldur í föstu, fljótandi eða loftkenndu formi og án tillits til hitastigs sem þau kunna að finnast við.“ Um að gera að brjálast ekki Þarna er sem sagt heitt vatn og kalt og jarðefni hverju nafni sem þau nefnast, allt er þetta í eigu landeigandans. Um nýtinguna gilda síðan ýmis lög, sem ég hef reyndar leyft mér að gagnrýna sum hver fyrir það hve slök þau eru. Grundvallaratriðið er eftir sem áður þetta: Landeigandinn á ekki bara yfirborð landsins heldur teygir eignarrétturinn sig langt niður í jörðina og umlykur einnig þær auðlindir sem þar er að finna. Óþarfi er „að brjálast“ yfir því á hvers hendi þessi réttindi eru, segir fulltrúi Samtaka atvinnulífsins. Gott og vel, um að gera að brjálast ekki.En hvað með að sýna fyrirhyggju? En hvernig væri að sýna fyrirhyggju og ábyrgðarkennd gagnvart framtíðinni og ókomnum kynslóðum? Finnst mönnum í lagi að eignarhald á auðlindum Íslands, þar með gulli framtíðarinnar sem vatnið er stundum kallað, komist í hendur nokkurra auðmanna innlendra eða erlendra? Ég leyfi mér reyndar að ganga lengra og líta svo á að eignarhald á landinu og auðlindum þess eigi að vera innan landsteinanna. Því fjær sem eignarhaldið er landinu sjálfu, því líklegra að það verði í huga eigandans verslunarvara sem lýtur lögmálum kauphallarinnar, en allt sem hvílir á öðrum gildum fjarlægara.Og síðan er það spurningin Samtök atvinnulífsins hafa, ekki síst á allra síðustu tímum, sýnt að þeim er ekki alveg sama um hin huglægu gildi. Vísa ég þar í áherslu samtakanna á að styrkja íslenska tungu og menningu. Hvernig væri að leyfa landinu og auðlindum þess að fylgja með í þeim pakka; að auðlindirnar verði okkar allra? Það er nóg pláss fyrir kapítalistana í SA að höndla á Íslandi án þess að þeir þurfi að gína yfir landinu, vatninu og orkunni, eða hvað? Ég bara spyr.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun