Joe Frazier sagði skilið við KBE eftir stolinn takt: „Mistökin eru 100% mín megin“ Bergþór Másson skrifar 22. júlí 2018 15:09 Herra Hnetusmjör og Joe Frazier saman á góðri stund. Vísir Taktsmiðurinn og rapparinn Joe Frazier sagði sig úr rapphópnum KBE nú í lok júní. Uppsögnin kom mörgum aðdáendum á óvart og vakti mikla athygli í rappheiminum. Aðdragandi málsins er sá að erlendu rapplagi var deilt á Facebook hópinn „Nýtt íslenskt hip hop“ þar sem undirspil lagsins er óneitanlega líkt hinu vinsæla lagi Herra Hnetusmjörs og Friðrik Dórs, „Labbilabb“, sem Joe Frazier átti að hafa útsett. Seinna sama kvöld tilkynnti forsprakki KBE, Herra Hnetusmjör, að Joe Frazier væri ekki lengur meðlimur rapphópsins KBE.Sjá einnig: Joe Frazier hættur í rapphópnum KBE Joe Frazier og Herra Hnetusmjör hafa unnið saman í um það bil fjögur ár og saman hafa þeir gefið út tvær plötur í fullri lengd ásamt einni smáskífu. Joe Frazier gekk til liðs við KBE stuttu eftir að þeir félagar kynntust árið 2014. KBE er að sögn Herra Hnetusmjörs: „útgáfufyrirtæki, fjöllistahópur, vinahópur og gengi.“ Núverandi meðlimir KBE eru: Herra Hnetusmjör, Huginn, Birnir, Egill Spegill, taktsmiðurinn Þormóður og Arnór Gíslason sem er umboðsmaður þeirra. Í samtali við Vísi segist Herra Hnetusmjör ekki hafa vitað að að Joe Frazier væri ekki upprunalegur höfundur taktsins. „Þetta lítur náttúrulega ógeðslega illa út fyrir okkur alla og hann ákvað að stíga sjálfur niður, þetta er á honum, þetta er ekki eitthvað House of Cards dæmi þar sem við erum að reyna að komast upp með eitthvað. Joe ákvað að stíga niður og taka fallið á sig.“ Herra Hnetusmjör segir að það sé ekkert illt á milli hans og Joe Frazier.Fréttablaðið/ErnirJoe Frazier segir það hafa verið mistök að nota þennan takt og útskýrir mál sitt á þennan hátt: „Labbilabb takturinn varð til haustið 2015. Ég rakst á eitthvað YouTube “type” beat sem mér fannst mjög nett í grunninn, en fannst vanta herslumuninn upp á það. Ég endurgerði það upp á fjörið með sama sampli en betri trommum, þéttari bassa og nýjum “B-kafla” með nýju bassahljóði, fleiri trommum osfrv. Sá taktur sat síðan bara gleymdur og grafinn með milljón öðrum töktum í möppu þangað til að kom að því að við vorum að vinna í KÓPBOI plötunni. Þá var ég að taka upp, útsetja og hljóðblanda plötuna á sama tíma og ég bara spáði ekkert í þessu. Þessir “Bring it down pick it up” gaurar hafa greinilega keypt upprunalega youtube beatið einhverntíman í millitíðinni. Árni Hnetusmjör og Frikki vissu auðvitað ekkert af þessu og mistökin eru 100% mín megin. Hvernig þetta beat varð til tekur ekkert frá GOAT-statusnum þeirra né því sem þeir komu með á lagið. Mér finnst Labbilabb tjúllað lag og er mjög ánægður að það hafi orðið til.“ Herra Hnetusmjör segir að þetta mál hafi komið honum og öllum í KBE í mjög opna skjöldu en hann og Joe Frazier séu ennþá vinir og að þeir séu alls ekki ósáttir þrátt fyrir þetta. Hér að neðan má heyra umrætt lag ásamt Labbilabb sem sló rækilega í gegn eftir útgáfu plötunnar KÓPBOI. Tónlist Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Edrú í eitt ár Lífið Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Gjafakort sem minna á sig og renna aldrei út Lífið samstarf Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Fleiri fréttir Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Sjá meira
Taktsmiðurinn og rapparinn Joe Frazier sagði sig úr rapphópnum KBE nú í lok júní. Uppsögnin kom mörgum aðdáendum á óvart og vakti mikla athygli í rappheiminum. Aðdragandi málsins er sá að erlendu rapplagi var deilt á Facebook hópinn „Nýtt íslenskt hip hop“ þar sem undirspil lagsins er óneitanlega líkt hinu vinsæla lagi Herra Hnetusmjörs og Friðrik Dórs, „Labbilabb“, sem Joe Frazier átti að hafa útsett. Seinna sama kvöld tilkynnti forsprakki KBE, Herra Hnetusmjör, að Joe Frazier væri ekki lengur meðlimur rapphópsins KBE.Sjá einnig: Joe Frazier hættur í rapphópnum KBE Joe Frazier og Herra Hnetusmjör hafa unnið saman í um það bil fjögur ár og saman hafa þeir gefið út tvær plötur í fullri lengd ásamt einni smáskífu. Joe Frazier gekk til liðs við KBE stuttu eftir að þeir félagar kynntust árið 2014. KBE er að sögn Herra Hnetusmjörs: „útgáfufyrirtæki, fjöllistahópur, vinahópur og gengi.“ Núverandi meðlimir KBE eru: Herra Hnetusmjör, Huginn, Birnir, Egill Spegill, taktsmiðurinn Þormóður og Arnór Gíslason sem er umboðsmaður þeirra. Í samtali við Vísi segist Herra Hnetusmjör ekki hafa vitað að að Joe Frazier væri ekki upprunalegur höfundur taktsins. „Þetta lítur náttúrulega ógeðslega illa út fyrir okkur alla og hann ákvað að stíga sjálfur niður, þetta er á honum, þetta er ekki eitthvað House of Cards dæmi þar sem við erum að reyna að komast upp með eitthvað. Joe ákvað að stíga niður og taka fallið á sig.“ Herra Hnetusmjör segir að það sé ekkert illt á milli hans og Joe Frazier.Fréttablaðið/ErnirJoe Frazier segir það hafa verið mistök að nota þennan takt og útskýrir mál sitt á þennan hátt: „Labbilabb takturinn varð til haustið 2015. Ég rakst á eitthvað YouTube “type” beat sem mér fannst mjög nett í grunninn, en fannst vanta herslumuninn upp á það. Ég endurgerði það upp á fjörið með sama sampli en betri trommum, þéttari bassa og nýjum “B-kafla” með nýju bassahljóði, fleiri trommum osfrv. Sá taktur sat síðan bara gleymdur og grafinn með milljón öðrum töktum í möppu þangað til að kom að því að við vorum að vinna í KÓPBOI plötunni. Þá var ég að taka upp, útsetja og hljóðblanda plötuna á sama tíma og ég bara spáði ekkert í þessu. Þessir “Bring it down pick it up” gaurar hafa greinilega keypt upprunalega youtube beatið einhverntíman í millitíðinni. Árni Hnetusmjör og Frikki vissu auðvitað ekkert af þessu og mistökin eru 100% mín megin. Hvernig þetta beat varð til tekur ekkert frá GOAT-statusnum þeirra né því sem þeir komu með á lagið. Mér finnst Labbilabb tjúllað lag og er mjög ánægður að það hafi orðið til.“ Herra Hnetusmjör segir að þetta mál hafi komið honum og öllum í KBE í mjög opna skjöldu en hann og Joe Frazier séu ennþá vinir og að þeir séu alls ekki ósáttir þrátt fyrir þetta. Hér að neðan má heyra umrætt lag ásamt Labbilabb sem sló rækilega í gegn eftir útgáfu plötunnar KÓPBOI.
Tónlist Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Edrú í eitt ár Lífið Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Gjafakort sem minna á sig og renna aldrei út Lífið samstarf Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Fleiri fréttir Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Sjá meira