Forstjóri Kauphallarinnar segir koma til greina að miðla upplýsingum um hluthafa í samstarfi við félög Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. júlí 2018 18:30 Páll Harðarson forstjóri Kauphallar Íslands. Vísir/ÞÞ Forstjóri Kauphallar Íslands segir koma til greina að Kauphöllin taki upp nýtt verklag um miðlun upplýsinga um stærstu hluthafa skráðra félaga í samstarfi við félögin sjálf. Kauphöllin óskaði ekki eftir áliti Persónuverndar áður en tekin var ákvörðun um að hætta að birta sérstaklega upplýsingar um 20 stærstu hluthafa skráðra félaga. Í mörg ár hefur Kauphöll Íslands tekið saman og birt lista yfir tuttugu stærstu hluthafana í skráðum félögum. Fréttablaðið greindi frá því á fimmtudag að þessu hefði nú verið hætt. Var ákvörðun þess efnis tekin með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum en starfólk Kauphallarinnar telur að þetta verklag samræmist ekki ákvæðum laganna. Þessi ákvörðun hefur sætt gagnrýni enda telja margir að hún gangi í berhögg við sjónarmið um gagnsæi á hlutabréfamarkaði. „Að höfðu samráði við okkar ráðgjafa hjá Nasdaq erlendis og lögfræðinga innan fyrirtækisins og utanaðkomandi ráðgjafa hér innanlands var tekin ákvörðun um að hætta dreifingu þessara lista,“ segir Páll Harðarson forstjóri Kauphallar Íslands. Óskaði ekki eftir áliti Persónuverndar Kauphöll Íslands óskaði ekki eftir áliti Persónuverndar áður en ákvörðun var tekin um að hætta að taka saman og birta lista yfir 20 stærstu hluthafana í skráðum félögum. Þetta vekur nokkra athygli í ljósi þess að stór hluti af starfsemi Persónuverndar felst í því að skera úr um rétta túlkun á ákvæðum laga um persónuvernd og leita einstaklingar, lögaðilar og önnur stjórnvöld til stofnunarinnar í þessum tilgangi. „Við höfum fengið samdóma álit okkar sérfræðina á málinu. Þar að auki koma þetta tiltekna mál seint upp áður en lögin tóku gildi. Við mátum það sem svo að við gætum ekki fengið í tæka tíð álit frá Persónuvernd. Að svo stöddu ákváðum við að hætta þessari dreifingu,“ segir Páll. Hann bendir á að skráð félög geta haldið áfram að birta þessar upplýsingar að fengnu samþykki hluthafa. Ekki sé praktískt fyrir Kauphöllina að standa í slíku. En gæti Kauphöllin ekki nálgast þessar upplýsingar hjá félögunum sjálfum og miðlað þeim áfram? „Það mætti skoða það nú í kjölfarið að taka upp nýtt verklag. Svo framarlega sem það liggur fyrir óyggjandi samþykki viðkomandi einstaklinga og hlutafélögin geta komið því samþykki á framfæri við Kauphöllina, þá finnst mér alveg koma til greina að skoða það,“ segir Páll. Persónuvernd Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Forstjóri Kauphallar Íslands segir koma til greina að Kauphöllin taki upp nýtt verklag um miðlun upplýsinga um stærstu hluthafa skráðra félaga í samstarfi við félögin sjálf. Kauphöllin óskaði ekki eftir áliti Persónuverndar áður en tekin var ákvörðun um að hætta að birta sérstaklega upplýsingar um 20 stærstu hluthafa skráðra félaga. Í mörg ár hefur Kauphöll Íslands tekið saman og birt lista yfir tuttugu stærstu hluthafana í skráðum félögum. Fréttablaðið greindi frá því á fimmtudag að þessu hefði nú verið hætt. Var ákvörðun þess efnis tekin með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum en starfólk Kauphallarinnar telur að þetta verklag samræmist ekki ákvæðum laganna. Þessi ákvörðun hefur sætt gagnrýni enda telja margir að hún gangi í berhögg við sjónarmið um gagnsæi á hlutabréfamarkaði. „Að höfðu samráði við okkar ráðgjafa hjá Nasdaq erlendis og lögfræðinga innan fyrirtækisins og utanaðkomandi ráðgjafa hér innanlands var tekin ákvörðun um að hætta dreifingu þessara lista,“ segir Páll Harðarson forstjóri Kauphallar Íslands. Óskaði ekki eftir áliti Persónuverndar Kauphöll Íslands óskaði ekki eftir áliti Persónuverndar áður en ákvörðun var tekin um að hætta að taka saman og birta lista yfir 20 stærstu hluthafana í skráðum félögum. Þetta vekur nokkra athygli í ljósi þess að stór hluti af starfsemi Persónuverndar felst í því að skera úr um rétta túlkun á ákvæðum laga um persónuvernd og leita einstaklingar, lögaðilar og önnur stjórnvöld til stofnunarinnar í þessum tilgangi. „Við höfum fengið samdóma álit okkar sérfræðina á málinu. Þar að auki koma þetta tiltekna mál seint upp áður en lögin tóku gildi. Við mátum það sem svo að við gætum ekki fengið í tæka tíð álit frá Persónuvernd. Að svo stöddu ákváðum við að hætta þessari dreifingu,“ segir Páll. Hann bendir á að skráð félög geta haldið áfram að birta þessar upplýsingar að fengnu samþykki hluthafa. Ekki sé praktískt fyrir Kauphöllina að standa í slíku. En gæti Kauphöllin ekki nálgast þessar upplýsingar hjá félögunum sjálfum og miðlað þeim áfram? „Það mætti skoða það nú í kjölfarið að taka upp nýtt verklag. Svo framarlega sem það liggur fyrir óyggjandi samþykki viðkomandi einstaklinga og hlutafélögin geta komið því samþykki á framfæri við Kauphöllina, þá finnst mér alveg koma til greina að skoða það,“ segir Páll.
Persónuvernd Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira