Fara í mál að fólkinu forspurðu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. júlí 2018 07:00 Samkvæmt lauslegri samantekt er meðaltalsmálskostnaður rúmlega 1,5 milljónir króna VÍSIR/VILHELM Dæmi eru um að lögmenn landeigenda í svokölluðum þjóðlendumálum hafi farið með mál þeirra fyrir Hæstarétt án þess að nokkurt samráð hafi verið haft við þá. Málskostnaður vegna málanna greiðist úr ríkissjóði. Frá því að óbyggðanefnd var komið á fót árið 1998 hefur 88 málum verið skotið til dómstóla. Þar af hafa 68 þeirra farið fyrir Hæstarétt. Lausleg samantekt leiðir í ljós að meðaltalsmálskostnaður, hafi málið farið bæði fyrir héraðsdóm og Hæstarétt, er rétt rúmlega 1,5 milljónir króna. Heildarmálskostnaður vegna málanna er á annað hundrað milljóna. Fréttablaðið hefur undanfarna daga rætt við landeigendur sem hafa verið málsaðilar þjóðlendumáls. Í nokkrum tilfellum kom það fyrir að landeigendur komu af fjöllum þegar þeim var bent á að dómur hefði fallið í Hæstarétti í þeirra málum. Engum umræddra landeigenda barst reikningur frá lögmanni vegna vinnu þeirra.Sjá einnig: Störf Óbyggðanefndar dregist í sautján ár „Áður en máli er skotið áfram til þess að fá úrslausn um inntak eignarréttar er metið hvort það sé nauðsynlegt sem hluti af stærri og samliggjandi heild eða bara eitt og sér,“ segir Friðbjörn E. Garðarsson en hann var lögmaður í einu slíku máli. „Ég man ekki eftir máli þar sem ekki var haft samráð við landeigendur, eða að minnsta kosti hluta þeirra ef um fleiri en einn var að ræða. Málarekstur af þessu tagi tekur oft mörg ár og því getur verið að jörð skipti um eigendur undir rekstri máls, jafnvel oftar en einu sinni,“ segir Friðbjörn. „Þegar umboð er fengið frá aðila til að reka málið þá gildir það yfirleitt bæði fyrir óbyggðanefnd og dómstólum. Það er yfirleitt gert ráð fyrir því að sótt sé um gjafsókn og þetta sé umbjóðendum að skaðlausu. Eðli mála samkvæmt þarf maður ekki að vera að trufla umbjóðanda í gríð og erg. Það er hins vegar almenn siðaregla að maður reki ekki mál án þess að tala við umbjóðanda sinn,“ segir Ólafur Björnsson lögmaður en hann hefur flutt fjölmörg mál landeigenda fyrir nefndinni og dómstólum síðan 1998. Sem fyrr segir er dæmdur málskostnaður hjá dómstólum oft kringum 1,5 milljónir króna. Ofan á þetta bætist málskostnaður fyrir nefndinni en hann er afar mismunandi eftir umfangi. Ólafur segir algengt að málskostnaðurinn nái ekki yfir þá vinnu sem liggur að baki hverju máli. Lögmenn ríkisins í málunum hafa fengið mun meira greitt en lögmenn landeigenda. „Þetta hefur yfirleitt verið meiri vinna en dæmd er. Mismunurinn hefur að hluta til verið greiddur af sveitarfélögum og einstaklingum. Þá hefur oft verið veittur afsláttur af vinnunni,“ segir Ólafur. Sjaldgæft er að einstaklingar séu krafðir um mismuninn vegna framlagðrar vinnu lögmanns og dæmds málskostnaðar. Dæmi eru þó um að slík mál hafi endað fyrir dómstólum. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Störf Óbyggðanefndar dregist í sautján ár Formaður nefndarinnar segir vinnuna mun flóknari en búist hafi verið við. 23. júlí 2018 20:30 Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Þegar óbyggðanefnd var komið á fót var reiknað með að hún lyki verkefnum sínum árið 2007 og kostnaður við hana yrði tæpar tíu milljónir króna árlega. 23. júlí 2018 06:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Dæmi eru um að lögmenn landeigenda í svokölluðum þjóðlendumálum hafi farið með mál þeirra fyrir Hæstarétt án þess að nokkurt samráð hafi verið haft við þá. Málskostnaður vegna málanna greiðist úr ríkissjóði. Frá því að óbyggðanefnd var komið á fót árið 1998 hefur 88 málum verið skotið til dómstóla. Þar af hafa 68 þeirra farið fyrir Hæstarétt. Lausleg samantekt leiðir í ljós að meðaltalsmálskostnaður, hafi málið farið bæði fyrir héraðsdóm og Hæstarétt, er rétt rúmlega 1,5 milljónir króna. Heildarmálskostnaður vegna málanna er á annað hundrað milljóna. Fréttablaðið hefur undanfarna daga rætt við landeigendur sem hafa verið málsaðilar þjóðlendumáls. Í nokkrum tilfellum kom það fyrir að landeigendur komu af fjöllum þegar þeim var bent á að dómur hefði fallið í Hæstarétti í þeirra málum. Engum umræddra landeigenda barst reikningur frá lögmanni vegna vinnu þeirra.Sjá einnig: Störf Óbyggðanefndar dregist í sautján ár „Áður en máli er skotið áfram til þess að fá úrslausn um inntak eignarréttar er metið hvort það sé nauðsynlegt sem hluti af stærri og samliggjandi heild eða bara eitt og sér,“ segir Friðbjörn E. Garðarsson en hann var lögmaður í einu slíku máli. „Ég man ekki eftir máli þar sem ekki var haft samráð við landeigendur, eða að minnsta kosti hluta þeirra ef um fleiri en einn var að ræða. Málarekstur af þessu tagi tekur oft mörg ár og því getur verið að jörð skipti um eigendur undir rekstri máls, jafnvel oftar en einu sinni,“ segir Friðbjörn. „Þegar umboð er fengið frá aðila til að reka málið þá gildir það yfirleitt bæði fyrir óbyggðanefnd og dómstólum. Það er yfirleitt gert ráð fyrir því að sótt sé um gjafsókn og þetta sé umbjóðendum að skaðlausu. Eðli mála samkvæmt þarf maður ekki að vera að trufla umbjóðanda í gríð og erg. Það er hins vegar almenn siðaregla að maður reki ekki mál án þess að tala við umbjóðanda sinn,“ segir Ólafur Björnsson lögmaður en hann hefur flutt fjölmörg mál landeigenda fyrir nefndinni og dómstólum síðan 1998. Sem fyrr segir er dæmdur málskostnaður hjá dómstólum oft kringum 1,5 milljónir króna. Ofan á þetta bætist málskostnaður fyrir nefndinni en hann er afar mismunandi eftir umfangi. Ólafur segir algengt að málskostnaðurinn nái ekki yfir þá vinnu sem liggur að baki hverju máli. Lögmenn ríkisins í málunum hafa fengið mun meira greitt en lögmenn landeigenda. „Þetta hefur yfirleitt verið meiri vinna en dæmd er. Mismunurinn hefur að hluta til verið greiddur af sveitarfélögum og einstaklingum. Þá hefur oft verið veittur afsláttur af vinnunni,“ segir Ólafur. Sjaldgæft er að einstaklingar séu krafðir um mismuninn vegna framlagðrar vinnu lögmanns og dæmds málskostnaðar. Dæmi eru þó um að slík mál hafi endað fyrir dómstólum.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Störf Óbyggðanefndar dregist í sautján ár Formaður nefndarinnar segir vinnuna mun flóknari en búist hafi verið við. 23. júlí 2018 20:30 Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Þegar óbyggðanefnd var komið á fót var reiknað með að hún lyki verkefnum sínum árið 2007 og kostnaður við hana yrði tæpar tíu milljónir króna árlega. 23. júlí 2018 06:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Störf Óbyggðanefndar dregist í sautján ár Formaður nefndarinnar segir vinnuna mun flóknari en búist hafi verið við. 23. júlí 2018 20:30
Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar Þegar óbyggðanefnd var komið á fót var reiknað með að hún lyki verkefnum sínum árið 2007 og kostnaður við hana yrði tæpar tíu milljónir króna árlega. 23. júlí 2018 06:00