Tengja Íslendinga, Baska og Spánverja með tónlist Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. júlí 2018 10:00 Ólafur kemur að menningarstarfsemi í eyðibyggðum Vestfjarða. Fréttablaðið/Anton Brink Þau Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari, sem skipa Dúó Atlantica, ætla að flytja þjóðlög á basknesku, spænsku og íslensku í félagsheimilinu Dalbæ á Snæfjallaströnd á laugardaginn. Einnig sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns, eitt ástsælasta tónskáld Íslendinga, sem gegndi einmitt læknisstörfum í héraðinu í tíu ár og tók þar upp Kaldalónsnafnið. Nokkur lög á tónleikunum tilheyra safni þjóðlaga sem rithöfundurinn Federico García Lorca og flamenkósöngkonan „La Argentinita“ söfnuðu í Andalúsíu. Lorca útsetti lögin á einfaldan hátt fyrir rödd og píanó en Guðrún og Javier flytja lögin, umskrifuð af Javier, fyrir rödd og gítar, að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Snæfjallaströnd er við norðanvert Ísafjarðardjúp. Sveitin er nú í eyði en Ólafur Jóhann Engilbertsson er fróður um hana. Hann er formaður stjórnar Snjáfjallaseturs sem er fimmtán ára gamalt félag um útgáfu, vefsetur, sýningar og viðburði á Snæfjallaströnd. „Dalbær er samkomuhús sem byggt var í Unaðsdal 1973. Þar hafa verið viðburðir öðru hvoru á undanförnum árum þó íbúarnir séu farnir úr sveitinni. Grunnsýningin þar er sögu- og myndasýning úr Snæfjalla- og Grunnavíkurhreppum hinum fornu. Sérsýningar eru um Sigvalda Kaldalóns tónskáld og önnur um Baskavígin,“ lýsir hann. Unaðsdalur er við enda vegarins við Djúpið norðanvert. Þar eru ýmsir hópar á ferð, að sögn Ólafs Jóhanns, meðal annars gönguhópar og hægt er að óska eftir gistingu í Dalbæ. Ingibjörg Kjartansdóttir, sem er með símanúmerið 868?1964, tekur við pöntunum. „Þetta er svo sem ekki fjölsótt svæði en alltaf er reytingur af fólki yfir sumarið. Vegurinn er ágætur, heflaður malarvegur um 38 kílómetra leið frá malbikaða veginum inni í Djúpi,“ segir Ólafur. Hús tileinkað skáldinu Steini Steinarr er á þessari leið, reyndar örskammt frá þjóðveginum til Ísafjarðar. „Ég mæli með kaffinu í Steinshúsi og vöfflunum. Þar er sýning um Stein sem var sett upp fyrir þremur árum og er opin fram í lok ágúst,“ segir Ólafur. Baskavinafélagið er einn angi menningarstarfseminnar sem tilheyrir þessu svæði. Ólafur segir milli 40 og 50 manns í því félagi. „Ísland og Spánn voru tengd í gegnum aldirnar vegna fiskveiða Spánverja við Ísland og á 17. öld var gefið út baskneskt-íslenskt orðasafn, það hefur verið talið fyrsti vísir að orðabók á Íslandi,“ upplýsir hann. Tónleikarnir hefjast klukkan 16.30. Aðgangur er ókeypis en kaffiveitingar verða til sölu. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Þau Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari, sem skipa Dúó Atlantica, ætla að flytja þjóðlög á basknesku, spænsku og íslensku í félagsheimilinu Dalbæ á Snæfjallaströnd á laugardaginn. Einnig sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns, eitt ástsælasta tónskáld Íslendinga, sem gegndi einmitt læknisstörfum í héraðinu í tíu ár og tók þar upp Kaldalónsnafnið. Nokkur lög á tónleikunum tilheyra safni þjóðlaga sem rithöfundurinn Federico García Lorca og flamenkósöngkonan „La Argentinita“ söfnuðu í Andalúsíu. Lorca útsetti lögin á einfaldan hátt fyrir rödd og píanó en Guðrún og Javier flytja lögin, umskrifuð af Javier, fyrir rödd og gítar, að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Snæfjallaströnd er við norðanvert Ísafjarðardjúp. Sveitin er nú í eyði en Ólafur Jóhann Engilbertsson er fróður um hana. Hann er formaður stjórnar Snjáfjallaseturs sem er fimmtán ára gamalt félag um útgáfu, vefsetur, sýningar og viðburði á Snæfjallaströnd. „Dalbær er samkomuhús sem byggt var í Unaðsdal 1973. Þar hafa verið viðburðir öðru hvoru á undanförnum árum þó íbúarnir séu farnir úr sveitinni. Grunnsýningin þar er sögu- og myndasýning úr Snæfjalla- og Grunnavíkurhreppum hinum fornu. Sérsýningar eru um Sigvalda Kaldalóns tónskáld og önnur um Baskavígin,“ lýsir hann. Unaðsdalur er við enda vegarins við Djúpið norðanvert. Þar eru ýmsir hópar á ferð, að sögn Ólafs Jóhanns, meðal annars gönguhópar og hægt er að óska eftir gistingu í Dalbæ. Ingibjörg Kjartansdóttir, sem er með símanúmerið 868?1964, tekur við pöntunum. „Þetta er svo sem ekki fjölsótt svæði en alltaf er reytingur af fólki yfir sumarið. Vegurinn er ágætur, heflaður malarvegur um 38 kílómetra leið frá malbikaða veginum inni í Djúpi,“ segir Ólafur. Hús tileinkað skáldinu Steini Steinarr er á þessari leið, reyndar örskammt frá þjóðveginum til Ísafjarðar. „Ég mæli með kaffinu í Steinshúsi og vöfflunum. Þar er sýning um Stein sem var sett upp fyrir þremur árum og er opin fram í lok ágúst,“ segir Ólafur. Baskavinafélagið er einn angi menningarstarfseminnar sem tilheyrir þessu svæði. Ólafur segir milli 40 og 50 manns í því félagi. „Ísland og Spánn voru tengd í gegnum aldirnar vegna fiskveiða Spánverja við Ísland og á 17. öld var gefið út baskneskt-íslenskt orðasafn, það hefur verið talið fyrsti vísir að orðabók á Íslandi,“ upplýsir hann. Tónleikarnir hefjast klukkan 16.30. Aðgangur er ókeypis en kaffiveitingar verða til sölu.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira