Stóraukinn handklæðaþvottur eftir breytingar í Bláa lóninu Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júlí 2018 14:30 Um 2700 manns fóru að meðaltali í Bláa lónið á hverjum degi í fyrra. Aðsend Með breyttu vöruframboði í Bláa lóninu, sem innleitt var þann 1. mars síðastliðinn, fá allir gestir lónsins handklæði og drykk með hverjum keyptum aðgöngumiða. Gestum er gert að skila handklæðinu eftir dvölina í Bláa lóninu, það er síðan þvegið svo að næsti gestur lónsins geti notað handklæðið. Í síðasta ársreikningi Bláa lónsins má sjá að rúmlega 985 þúsund manns fóru ofan í lónið í fyrra. Það gerir að meðaltali 2700 manns á dag. Ef gert er ráð fyrir óbreyttum fjölda gesta á þessu ári má því ætla að Bláa lónið hafi þurft að þvo á þriðja þúsund handklæða á hverjum einasta degi frá því í marsbyrjun. Í ljósi þess að 148 dagar eru nú liðnir frá 1. mars, þegar fyrrnefndar breytingar tóku gildi, er því ekki óvarlegt að áætla að heildarfjöldi þveginna handklæði sé um 400 þúsund. Már Másson er markaðsstjóri Bláa lónsins.aðsendMár Másson, markaðsstjóri Bláa lónsins, segir í samtali við Vísi að það sé „alveg klárt að við erum að þvo mikið af handklæðum.“ Bláa lónið reki „eitt af afkastameiri þvottahúsum landsins,“ í Grindavík - enda séu handklæðin „öll nýtt aftur.“ Aðspurður hvort að þessi handklæðanotkun sé ekki óumhverfisvæn, vegna þess þvottaefnis sem óneitanlega þarf að nota við þvottinn, segir Már að um sé að ræða fylgifisk þess reka að baðstað sem þennan. Fyrirtækið reyni engu að síður að hafa rekstur sinn umhverfisvænan eftir fremsta megni.Sjá einnig: Milljón króna leyniherbergi í hóteli Bláa lónsins Fólki sé einnig „að sjálfsögðu velkomið“ að koma með eigið handklæði í lónið að sögn Más - „en það er í sjálfu sér algjör óþarfi. Ef fólk vill hins vegar mæta með uppáhalds handklæðið sitt í Bláa lónið þá er það velkomið.“ Már segir að hinu nýja fyrirkomulagi sé ætlað að bæta „Bláa lónsins-upplifunina“ fyrir gesti. Það sé ekki ósvipað því sem þekkist í öðrum heilsulindum erlendis, þar sem gestir fá ýmis fríðindi við komuna. Þetta sé því ekki aðeins „markaðstrix,“ eins og blaðamaður ýjar að - enda gætu aukahlutir eins og handklæði og drykkur verið til þess fallnir að auðvelda fólki að réttlæta fyrir sér verðmiðann í lónið.Hvort þær hafi komið með eigið handklæði eða ekki fylgir ekki sögunni.AðsendMár segir að þar fyrir utan hafi Bláa lónið ekki fengið margar kvartanir frá erlendum gestum vegna verðlagsins, en aðgöngumiðinn kostar frá 6900 krónum. Ánægja gestanna sé mæld reglulega og niðurstöðurnar bendi ekki til þess að þeir setji verðið fyrir sig. Þvert á móti hafi fyrrnefndar breytingar haft jákvæð áhrif á upplifun gestanna. Már segir að það vilji oft gleymast að Bláa lónið sé í samkeppni við önnur „upplifunarsvæði í heiminum“ og í þeim samanburði þyki verðmiðinn ekki hár. Þessi svæði geti verið allt frá öðrum heilsulindum, sem eru víða í heiminum, til annarra óbeinni staðkvæmdarvara; eins og skemmtigarða, sólarstranda, þjóðgarða o.sfrv. Jarðsjórinn og umhverfi Bláa lónsins sé þó einstakt á heimsvísu - og það dragi að rúmlega milljón gesti á ári. Neytendur Tengdar fréttir Milljón króna leyniherbergi í hóteli Bláa lónsins Eitt herbergja hótelsins við Bláa lónið er ekki auglýst. 18. júlí 2018 08:30 Hækkar um 70 prósent í bókum Bláa lónsins Virði félagsins Gufu, sem rekur baðstaðinn Fontana við Laugarvatn, jókst um hátt í 70 prósent í bókum stærsta hluthafans, Bláa lónsins, á síðasta ári. 28. júní 2018 06:00 Borga 8 milljarða króna fyrir að fá að baða sig í Bláa lóninu Tekjur Bláa lónsins af aðgangseyri í lónið jukust um 41 prósent í fyrra og námu næstum átta milljörðum króna. Hluthafar fá greidda tvo milljarða í arð. Forstjórinn segir ekki útilokað að farið verði að huga betur að skráningu fyrirtækisins á markað, jafnvel erlendis. 23. júní 2018 07:15 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Með breyttu vöruframboði í Bláa lóninu, sem innleitt var þann 1. mars síðastliðinn, fá allir gestir lónsins handklæði og drykk með hverjum keyptum aðgöngumiða. Gestum er gert að skila handklæðinu eftir dvölina í Bláa lóninu, það er síðan þvegið svo að næsti gestur lónsins geti notað handklæðið. Í síðasta ársreikningi Bláa lónsins má sjá að rúmlega 985 þúsund manns fóru ofan í lónið í fyrra. Það gerir að meðaltali 2700 manns á dag. Ef gert er ráð fyrir óbreyttum fjölda gesta á þessu ári má því ætla að Bláa lónið hafi þurft að þvo á þriðja þúsund handklæða á hverjum einasta degi frá því í marsbyrjun. Í ljósi þess að 148 dagar eru nú liðnir frá 1. mars, þegar fyrrnefndar breytingar tóku gildi, er því ekki óvarlegt að áætla að heildarfjöldi þveginna handklæði sé um 400 þúsund. Már Másson er markaðsstjóri Bláa lónsins.aðsendMár Másson, markaðsstjóri Bláa lónsins, segir í samtali við Vísi að það sé „alveg klárt að við erum að þvo mikið af handklæðum.“ Bláa lónið reki „eitt af afkastameiri þvottahúsum landsins,“ í Grindavík - enda séu handklæðin „öll nýtt aftur.“ Aðspurður hvort að þessi handklæðanotkun sé ekki óumhverfisvæn, vegna þess þvottaefnis sem óneitanlega þarf að nota við þvottinn, segir Már að um sé að ræða fylgifisk þess reka að baðstað sem þennan. Fyrirtækið reyni engu að síður að hafa rekstur sinn umhverfisvænan eftir fremsta megni.Sjá einnig: Milljón króna leyniherbergi í hóteli Bláa lónsins Fólki sé einnig „að sjálfsögðu velkomið“ að koma með eigið handklæði í lónið að sögn Más - „en það er í sjálfu sér algjör óþarfi. Ef fólk vill hins vegar mæta með uppáhalds handklæðið sitt í Bláa lónið þá er það velkomið.“ Már segir að hinu nýja fyrirkomulagi sé ætlað að bæta „Bláa lónsins-upplifunina“ fyrir gesti. Það sé ekki ósvipað því sem þekkist í öðrum heilsulindum erlendis, þar sem gestir fá ýmis fríðindi við komuna. Þetta sé því ekki aðeins „markaðstrix,“ eins og blaðamaður ýjar að - enda gætu aukahlutir eins og handklæði og drykkur verið til þess fallnir að auðvelda fólki að réttlæta fyrir sér verðmiðann í lónið.Hvort þær hafi komið með eigið handklæði eða ekki fylgir ekki sögunni.AðsendMár segir að þar fyrir utan hafi Bláa lónið ekki fengið margar kvartanir frá erlendum gestum vegna verðlagsins, en aðgöngumiðinn kostar frá 6900 krónum. Ánægja gestanna sé mæld reglulega og niðurstöðurnar bendi ekki til þess að þeir setji verðið fyrir sig. Þvert á móti hafi fyrrnefndar breytingar haft jákvæð áhrif á upplifun gestanna. Már segir að það vilji oft gleymast að Bláa lónið sé í samkeppni við önnur „upplifunarsvæði í heiminum“ og í þeim samanburði þyki verðmiðinn ekki hár. Þessi svæði geti verið allt frá öðrum heilsulindum, sem eru víða í heiminum, til annarra óbeinni staðkvæmdarvara; eins og skemmtigarða, sólarstranda, þjóðgarða o.sfrv. Jarðsjórinn og umhverfi Bláa lónsins sé þó einstakt á heimsvísu - og það dragi að rúmlega milljón gesti á ári.
Neytendur Tengdar fréttir Milljón króna leyniherbergi í hóteli Bláa lónsins Eitt herbergja hótelsins við Bláa lónið er ekki auglýst. 18. júlí 2018 08:30 Hækkar um 70 prósent í bókum Bláa lónsins Virði félagsins Gufu, sem rekur baðstaðinn Fontana við Laugarvatn, jókst um hátt í 70 prósent í bókum stærsta hluthafans, Bláa lónsins, á síðasta ári. 28. júní 2018 06:00 Borga 8 milljarða króna fyrir að fá að baða sig í Bláa lóninu Tekjur Bláa lónsins af aðgangseyri í lónið jukust um 41 prósent í fyrra og námu næstum átta milljörðum króna. Hluthafar fá greidda tvo milljarða í arð. Forstjórinn segir ekki útilokað að farið verði að huga betur að skráningu fyrirtækisins á markað, jafnvel erlendis. 23. júní 2018 07:15 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Milljón króna leyniherbergi í hóteli Bláa lónsins Eitt herbergja hótelsins við Bláa lónið er ekki auglýst. 18. júlí 2018 08:30
Hækkar um 70 prósent í bókum Bláa lónsins Virði félagsins Gufu, sem rekur baðstaðinn Fontana við Laugarvatn, jókst um hátt í 70 prósent í bókum stærsta hluthafans, Bláa lónsins, á síðasta ári. 28. júní 2018 06:00
Borga 8 milljarða króna fyrir að fá að baða sig í Bláa lóninu Tekjur Bláa lónsins af aðgangseyri í lónið jukust um 41 prósent í fyrra og námu næstum átta milljörðum króna. Hluthafar fá greidda tvo milljarða í arð. Forstjórinn segir ekki útilokað að farið verði að huga betur að skráningu fyrirtækisins á markað, jafnvel erlendis. 23. júní 2018 07:15