Verðhækkanir ársins á hlutabréfum í Kauphöllinni gengnar til baka að fullu Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 28. júlí 2018 08:00 Kauphöllin á Laugavegi. fréttablaðið/anton brink Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 2,57 prósent í gær sem þýðir að hækkun vísitölunnar frá áramótum er gengin til baka og vel það. Allar verðbreytingar á hlutabréfamarkað Kauphallarinnar í gær voru neikvæðar en mest lækkaði Marel sem birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung deginum áður. Verð hlutabréfa í Marel lækkaði um 3,7 prósent í 950 milljóna króna viðskiptum. Þá lækkaði verð hlutabréfa í Vátryggingafélagi Íslands um tæp 3,3 prósent í 68 milljóna króna viðskiptum og verð bréfa í N1 um 2,3 prósent í 137 milljóna króna viðskiptum. Icelandair lækkaði um 2,2 prósent en umfang viðskipta nam tæpum 118 milljónum. Aðrar verðlækkanir voru innan við tvö prósent. Úrvalsvísitalan náði hámarki um miðjan apríl og hafði þá hækkað um rúm 11 prósent frá áramótum. Síðan hefur vísitalan sigið niður á við og stóð hún í 1.583 við lokun markaða í gær. Þannig er verðbreytingin frá áramótum orðin neikvæð um rúm þrjú prósent. Sé horft 12 mánuði aftur í tímann hefur vísitalan hins vegar lækkað um rúmlega tólf prósent. Úrvalsvísitalan tók dýfu í byrjun júlí þegar Icelandair lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 vegna lakari horfa en upphaflega var búist við. Gengu spár um hækkandi meðalverð flugmiða ekki eftir. Flugfélagið lækkaði um 24,6 prósent á einum degi og dró úrvalsvísitöluna niður með sér en hún samanstendur af þeim átta félögum í Kauphöllinni sem hafa mestan seljanleika. – tfh Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Sjá meira
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 2,57 prósent í gær sem þýðir að hækkun vísitölunnar frá áramótum er gengin til baka og vel það. Allar verðbreytingar á hlutabréfamarkað Kauphallarinnar í gær voru neikvæðar en mest lækkaði Marel sem birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung deginum áður. Verð hlutabréfa í Marel lækkaði um 3,7 prósent í 950 milljóna króna viðskiptum. Þá lækkaði verð hlutabréfa í Vátryggingafélagi Íslands um tæp 3,3 prósent í 68 milljóna króna viðskiptum og verð bréfa í N1 um 2,3 prósent í 137 milljóna króna viðskiptum. Icelandair lækkaði um 2,2 prósent en umfang viðskipta nam tæpum 118 milljónum. Aðrar verðlækkanir voru innan við tvö prósent. Úrvalsvísitalan náði hámarki um miðjan apríl og hafði þá hækkað um rúm 11 prósent frá áramótum. Síðan hefur vísitalan sigið niður á við og stóð hún í 1.583 við lokun markaða í gær. Þannig er verðbreytingin frá áramótum orðin neikvæð um rúm þrjú prósent. Sé horft 12 mánuði aftur í tímann hefur vísitalan hins vegar lækkað um rúmlega tólf prósent. Úrvalsvísitalan tók dýfu í byrjun júlí þegar Icelandair lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 vegna lakari horfa en upphaflega var búist við. Gengu spár um hækkandi meðalverð flugmiða ekki eftir. Flugfélagið lækkaði um 24,6 prósent á einum degi og dró úrvalsvísitöluna niður með sér en hún samanstendur af þeim átta félögum í Kauphöllinni sem hafa mestan seljanleika. – tfh
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Sjá meira