Samheldni Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. júlí 2018 10:00 Sama hver niðurstaðan verður af leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Brussel í dag er ljóst að hún verður söguleg. Fari svo að leiðtogar NATO-ríkjanna takist í hendur að fundarhöldum loknum og lýsi því yfir að bandalagið hafi aldrei staðið styrkari fótum, að samheldni aðildarríkjanna hafi aldrei verið meiri, þá verður það óvænt, en ólíklegt, fagnaðarefni. Mun líklegra er að óreiða muni einkenna viðræðurnar. Ástæðan fyrir því eru auðvitað markvissar og ítrekaðar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að grafa undan hinu víðtæka, fjölþjóðlega samstarfi sem hefur frá lokum seinni heimsstyrjaldar stuðlað að einhverri mestu velsæld í mannkynssögunni. Bandaríkin, í krafti sínum sem mesta efnahags- og hernaðarveldi veraldar, hefur um áratuga skeið myndað hryggjarstykkið í Atlantshafsbandalaginu. Þau greiða fyrir um 70 prósent af heildarútgjöldum NATO. Flestir taka undir að öðrum aðildarríkjum beri að auka hernaðarleg útgjöld sín til að koma til móts við Bandaríkjamenn. Slíkt hefur margoft verið til umræðu á vettvangi bandalagsins. Í þau skipti hafa forverar Trumps falið ráðgjöfum sínum og embættismönnum að sjá um útgjaldamálin. Núna, hins vegar, er staðan önnur. Bandaríkjaforseti mætir til fundarhalda í Brussel með það yfirlýsta markmið að ræða hernaðarleg útgjöld ríkjanna. Heima fyrir hefur Trump verið skýr í afstöðu sinni: „Þið verðið að fara að borga reikningana ykkar. Bandaríkin munu ekki sjá um allt fyrir ykkur.“ Nei, í stað áframhaldandi samheldni verður niðurstaðan af leiðtogafundinum í Brussel mun frekar í anda G7-fundarins; óreiða og tregða. Ekkert hernaðarbandalag í sögunni státar af jafn góðum árangri og NATO, þó svo að sambandið hafi oft, og jafnvel ítrekað, misstigið sig. Þrátt fyrir tæplega 70 ár af tiltölulega farsælu samstarfi ríkjanna byggir það í raun á nokkuð einföldum grundvelli – grunni sem í dag virðist vera ansi brothættur – sem er vilji Bandaríkjanna til að skerast í leikinn og koma bandamönnum sínum til hjálpar þegar þörf krefst. Vonast er til að aðildarríkin samþykki í Brussel að stórefla viðbúnað vegna tilrauna Rússlands til að grafa undan vestrænni samvinnu og aukinna umsvifa landsins í Austur-Evrópu. Ekki er hægt að segja að fyrri verk Vladímírs Pútín gefi ástæðu til bjartsýni á að NATO Trumps, sem ítrekað hefur látið í ljós aðdáun sína í garð einræðisherra á borð við Kim jong-un og Pútín, geti beitt sér af fullu afli í þessu verkefni. Í dag eru lýðræðisleg gildi víða fótum troðin, og gagnvart þessari ógn er samheldni og traust þeirra ríkja sem berjast fyrir mannréttindum, hagsæld og lýðræði lykilatriði. Það er óskandi að fulltrúar Íslands á leiðtogafundinum í Brussel leggi sitt af mörkum, svo tekið verði eftir, til að viðhalda farsælu samstarfi NATO-ríkjanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson NATO Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Sama hver niðurstaðan verður af leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Brussel í dag er ljóst að hún verður söguleg. Fari svo að leiðtogar NATO-ríkjanna takist í hendur að fundarhöldum loknum og lýsi því yfir að bandalagið hafi aldrei staðið styrkari fótum, að samheldni aðildarríkjanna hafi aldrei verið meiri, þá verður það óvænt, en ólíklegt, fagnaðarefni. Mun líklegra er að óreiða muni einkenna viðræðurnar. Ástæðan fyrir því eru auðvitað markvissar og ítrekaðar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að grafa undan hinu víðtæka, fjölþjóðlega samstarfi sem hefur frá lokum seinni heimsstyrjaldar stuðlað að einhverri mestu velsæld í mannkynssögunni. Bandaríkin, í krafti sínum sem mesta efnahags- og hernaðarveldi veraldar, hefur um áratuga skeið myndað hryggjarstykkið í Atlantshafsbandalaginu. Þau greiða fyrir um 70 prósent af heildarútgjöldum NATO. Flestir taka undir að öðrum aðildarríkjum beri að auka hernaðarleg útgjöld sín til að koma til móts við Bandaríkjamenn. Slíkt hefur margoft verið til umræðu á vettvangi bandalagsins. Í þau skipti hafa forverar Trumps falið ráðgjöfum sínum og embættismönnum að sjá um útgjaldamálin. Núna, hins vegar, er staðan önnur. Bandaríkjaforseti mætir til fundarhalda í Brussel með það yfirlýsta markmið að ræða hernaðarleg útgjöld ríkjanna. Heima fyrir hefur Trump verið skýr í afstöðu sinni: „Þið verðið að fara að borga reikningana ykkar. Bandaríkin munu ekki sjá um allt fyrir ykkur.“ Nei, í stað áframhaldandi samheldni verður niðurstaðan af leiðtogafundinum í Brussel mun frekar í anda G7-fundarins; óreiða og tregða. Ekkert hernaðarbandalag í sögunni státar af jafn góðum árangri og NATO, þó svo að sambandið hafi oft, og jafnvel ítrekað, misstigið sig. Þrátt fyrir tæplega 70 ár af tiltölulega farsælu samstarfi ríkjanna byggir það í raun á nokkuð einföldum grundvelli – grunni sem í dag virðist vera ansi brothættur – sem er vilji Bandaríkjanna til að skerast í leikinn og koma bandamönnum sínum til hjálpar þegar þörf krefst. Vonast er til að aðildarríkin samþykki í Brussel að stórefla viðbúnað vegna tilrauna Rússlands til að grafa undan vestrænni samvinnu og aukinna umsvifa landsins í Austur-Evrópu. Ekki er hægt að segja að fyrri verk Vladímírs Pútín gefi ástæðu til bjartsýni á að NATO Trumps, sem ítrekað hefur látið í ljós aðdáun sína í garð einræðisherra á borð við Kim jong-un og Pútín, geti beitt sér af fullu afli í þessu verkefni. Í dag eru lýðræðisleg gildi víða fótum troðin, og gagnvart þessari ógn er samheldni og traust þeirra ríkja sem berjast fyrir mannréttindum, hagsæld og lýðræði lykilatriði. Það er óskandi að fulltrúar Íslands á leiðtogafundinum í Brussel leggi sitt af mörkum, svo tekið verði eftir, til að viðhalda farsælu samstarfi NATO-ríkjanna.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun