Haukur Harðar lýsir úrslitaleiknum Benedikt Bóas skrifar 10. júlí 2018 06:00 Haukur Harðarson og Guðmundur Benediktsson hafa skilað mótinu heim í stofu landsmanna með sóma. Guðmundur sest á bekkinn eftir undanúrslitin en hann er þekktasti íþróttalýsir landsins fyrr og síðar Vísir/Getty Haukur Harðarson mun lýsa úrslitaleiknum á Heimsmeistaramótinu í fótbolta. Bjarni Guðjónsson mun lýsa með honum en gestastofan yfir úrslitaleiknum er í örlitlu limbói því Eiði Smára Guðjohnsen hefur verið boðið hlutverk knattspyrnuspekings erlendis. Eiður hefur staðið sig vel sem knattspyrnuspekingur og talar auk þess fjölmörg tungumál reiprennandi. Það kemur því ekki á óvart að erlendar stöðvar falist eftir kröftum hans. Haukur segist stoltur af því að fá að lýsa úrslitaleiknum og segir að undirbúningur sé mótið sjálft. „Maður hefur horft á hvern einasta leik og maður trúir varla að maður sé í vinnunni, þetta er búið að vera það skemmtilegt. Ég hef stundum sagt að þetta sé eins og að læra undir próf í fagi sem maður kann mikið um fyrir. Það þarf að kafa svolítið djúpt og vera með fullt af punktum og fróðleik sem maður notar ekki nema að litlum hluta. Ég er yfirleitt með fleiri punkta en ég sé fram á að nota.“ Bjarni og Haukur hafa áður lýst saman og myndað gott lýsingarteymi. „Með þessu er verið að stækka útsendinguna og gera hana hátíðlegri.“ Haukur segir að hann muni vera mættur til vinnu snemma á sunnudag til að undirbúa sig sem best fyrir leikinn. „Ég held að ég fari í heita sturtu og fái mér jafnvel te með hunangi, eitthvað sem ég geri aldrei. Aðeins að mýkja röddina. Álagsmeiðslin koma víða fram,“ segir hann og hlær. Hauki er boðið í brúðkaup á laugardag og ætlar hann að haga sér vel. Vera kominn snemma heim enda ekki í boði að mæta illa fyrirkallaður í svona útsendingu. „Ég verð rólegur og á bíl,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Færeyingar fá Gumma Ben í stað Dana Flestir Færeyingar halda með Íslandi á yfirstandandi heimsmeistaramóti. Fjöldi manns horfir á leikinn á útiskjá í Þórshöfn. Danskir lýsendur þóttu leiðinlegir og verður skipt út í dag. Færeyingar gætu átt raunhæfan séns á að verða fámennasta þjóð til að komast á stórmót. 22. júní 2018 08:00 Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
Haukur Harðarson mun lýsa úrslitaleiknum á Heimsmeistaramótinu í fótbolta. Bjarni Guðjónsson mun lýsa með honum en gestastofan yfir úrslitaleiknum er í örlitlu limbói því Eiði Smára Guðjohnsen hefur verið boðið hlutverk knattspyrnuspekings erlendis. Eiður hefur staðið sig vel sem knattspyrnuspekingur og talar auk þess fjölmörg tungumál reiprennandi. Það kemur því ekki á óvart að erlendar stöðvar falist eftir kröftum hans. Haukur segist stoltur af því að fá að lýsa úrslitaleiknum og segir að undirbúningur sé mótið sjálft. „Maður hefur horft á hvern einasta leik og maður trúir varla að maður sé í vinnunni, þetta er búið að vera það skemmtilegt. Ég hef stundum sagt að þetta sé eins og að læra undir próf í fagi sem maður kann mikið um fyrir. Það þarf að kafa svolítið djúpt og vera með fullt af punktum og fróðleik sem maður notar ekki nema að litlum hluta. Ég er yfirleitt með fleiri punkta en ég sé fram á að nota.“ Bjarni og Haukur hafa áður lýst saman og myndað gott lýsingarteymi. „Með þessu er verið að stækka útsendinguna og gera hana hátíðlegri.“ Haukur segir að hann muni vera mættur til vinnu snemma á sunnudag til að undirbúa sig sem best fyrir leikinn. „Ég held að ég fari í heita sturtu og fái mér jafnvel te með hunangi, eitthvað sem ég geri aldrei. Aðeins að mýkja röddina. Álagsmeiðslin koma víða fram,“ segir hann og hlær. Hauki er boðið í brúðkaup á laugardag og ætlar hann að haga sér vel. Vera kominn snemma heim enda ekki í boði að mæta illa fyrirkallaður í svona útsendingu. „Ég verð rólegur og á bíl,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Færeyingar fá Gumma Ben í stað Dana Flestir Færeyingar halda með Íslandi á yfirstandandi heimsmeistaramóti. Fjöldi manns horfir á leikinn á útiskjá í Þórshöfn. Danskir lýsendur þóttu leiðinlegir og verður skipt út í dag. Færeyingar gætu átt raunhæfan séns á að verða fámennasta þjóð til að komast á stórmót. 22. júní 2018 08:00 Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
Færeyingar fá Gumma Ben í stað Dana Flestir Færeyingar halda með Íslandi á yfirstandandi heimsmeistaramóti. Fjöldi manns horfir á leikinn á útiskjá í Þórshöfn. Danskir lýsendur þóttu leiðinlegir og verður skipt út í dag. Færeyingar gætu átt raunhæfan séns á að verða fámennasta þjóð til að komast á stórmót. 22. júní 2018 08:00