Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins í „algjörum hnút“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2018 15:57 Frá samningafundi í deilunni í síðustu viku. Fundinum í dag var slitið eftir um tvo tíma og hefur ekki verið boðað til nýs fundar. fréttablaðið/ernir Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir í samtali við Vísi að ekki hafi verið boðað til nýs fundar í deilunni. Kjaradeilan sé því í „algjörum hnút“ að sögn Katrínar. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir í samtali við fréttastofu lyktir fundarins í dag séu „veruleg vonbrigði.“ Þá segir hann einnig að deilan sé í hnút. „Það var engin niðurstaða. Það var lagt fram algjörlega ófullnægjandi tilboð fyrir okkur þannig að fundi var bara slitið og það hefur ekki verið boðað til annars fundar. Deilan er bara í algjörum hnút,“ segir Katrín og bætir við að samninganefnd ljósmæðra sé algjörlega miður sín vegna þessarar stöðu. „Okkur skilst það að þeim sé það þröngur stakkur búinn að þeir geti ekki mætt okkar kröfum að neinu leyti þannig að þar við situr.“Vilja 110 milljónum meira inn í stofnanasamninga Eins og Vísir greindi frá í morgun eru kröfur ljósmæðra nú að fá sömu launahækkanir og samið var um síðast í kjarasamningi sem ljósmæður felldu, það er það er 6,9 prósent launahækkun til dagvinnukvenna og 8,1 prósent hækkun til vaktavinnukvenna. Þá vilja þær fá aukið fjármagn frá velferðaráðuneytinu inn í stofnanasamninga til að ná fram leiðréttingu á launasetningu stéttarinnar. Í samningnum sem felldur var í maí síðastliðnum kom velferðarráðuneytið inn með 60 milljóna króna fjárveitingu inn á stofnanir vegna launaleiðréttingar. Ljósmæður segja þá upphæð ekki duga og gera nú kröfur um 170 milljónir króna í leiðréttinguna. Það munar því 110 milljónum króna á því sem ljósmæður krefjast og því sem ríkið býður. Það er því augljóst að mikið ber í milli deiluaðila. „Við þurfum að fá 170 milljónir inn á stofnanir og það er bara algjört lágmark. Okkur finnst þetta svíða óskaplega þegar maður bara skoðar söguna undanfarna mánuði og nokkur ár að það sé ekki hægt að leggja 170 milljónir yfir árið til 285 ljósmæðra, við erum ekki einu sinni að tala um launahækkun heldur til þess að mæta breytingum á inntaki starfsins, og lagfæra launaröðunina, þegar þetta eru upphæðir sem einstaklingar eru að fá á öðrum vettvangi, eins og bankastjórar ríkisbanka og annað. Verðmætamatið er eins brenglað og frekast getur verið,“ segir Katrín.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Tóku víkingaklappið til stuðnings ljósmæðrum Fundur í kjaradeilu ljósmæðra hófst klukkan 14 í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 11. júlí 2018 14:10 Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir í samtali við Vísi að ekki hafi verið boðað til nýs fundar í deilunni. Kjaradeilan sé því í „algjörum hnút“ að sögn Katrínar. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir í samtali við fréttastofu lyktir fundarins í dag séu „veruleg vonbrigði.“ Þá segir hann einnig að deilan sé í hnút. „Það var engin niðurstaða. Það var lagt fram algjörlega ófullnægjandi tilboð fyrir okkur þannig að fundi var bara slitið og það hefur ekki verið boðað til annars fundar. Deilan er bara í algjörum hnút,“ segir Katrín og bætir við að samninganefnd ljósmæðra sé algjörlega miður sín vegna þessarar stöðu. „Okkur skilst það að þeim sé það þröngur stakkur búinn að þeir geti ekki mætt okkar kröfum að neinu leyti þannig að þar við situr.“Vilja 110 milljónum meira inn í stofnanasamninga Eins og Vísir greindi frá í morgun eru kröfur ljósmæðra nú að fá sömu launahækkanir og samið var um síðast í kjarasamningi sem ljósmæður felldu, það er það er 6,9 prósent launahækkun til dagvinnukvenna og 8,1 prósent hækkun til vaktavinnukvenna. Þá vilja þær fá aukið fjármagn frá velferðaráðuneytinu inn í stofnanasamninga til að ná fram leiðréttingu á launasetningu stéttarinnar. Í samningnum sem felldur var í maí síðastliðnum kom velferðarráðuneytið inn með 60 milljóna króna fjárveitingu inn á stofnanir vegna launaleiðréttingar. Ljósmæður segja þá upphæð ekki duga og gera nú kröfur um 170 milljónir króna í leiðréttinguna. Það munar því 110 milljónum króna á því sem ljósmæður krefjast og því sem ríkið býður. Það er því augljóst að mikið ber í milli deiluaðila. „Við þurfum að fá 170 milljónir inn á stofnanir og það er bara algjört lágmark. Okkur finnst þetta svíða óskaplega þegar maður bara skoðar söguna undanfarna mánuði og nokkur ár að það sé ekki hægt að leggja 170 milljónir yfir árið til 285 ljósmæðra, við erum ekki einu sinni að tala um launahækkun heldur til þess að mæta breytingum á inntaki starfsins, og lagfæra launaröðunina, þegar þetta eru upphæðir sem einstaklingar eru að fá á öðrum vettvangi, eins og bankastjórar ríkisbanka og annað. Verðmætamatið er eins brenglað og frekast getur verið,“ segir Katrín.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Tóku víkingaklappið til stuðnings ljósmæðrum Fundur í kjaradeilu ljósmæðra hófst klukkan 14 í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 11. júlí 2018 14:10 Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Tóku víkingaklappið til stuðnings ljósmæðrum Fundur í kjaradeilu ljósmæðra hófst klukkan 14 í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 11. júlí 2018 14:10
Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45