Málefni heimilislausra í Reykjavík Sigurlaug Guðný Ingólfsdóttir og Garðar S. Ottesen og Júlíus Þórðarson skrifa 12. júlí 2018 07:00 Opið bréf til borgarstjórans í Reykjavík og Umboðsmanns Alþingis. Síðastliðinn vetur talaði borgarstjórinn um að vandi heimilislausra væri orðinn að samfélagsvanda. Að heimilisleysi sé risastórt samfélagslegt verkefni og að allir þurfi að leggjast á eitt til þess að leysa þennan vanda. Umboðsmaður Alþingis er að eigin frumkvæði að athuga húsnæðisvanda utangarðsfólks og hefur sent sveitarfélögum landsins erindi og óskað svara. Hvað þýðir sú ranghugmynd að heimilisleysi sé risastórt samfélagslegt verkefni? Hverjir eru heimilislausir – eingöngu utangarðsfólk? Júlíus ÞórðarsonHverjir eru utangarðs? Í lögum stendur: „Húsnæðislaus er sá sem ekki hefur aðgang að hefðbundnu húsnæði, hann hefur ekki húsaskjól að staðaldri á sama stað og gistir þar sem kostur er hverja nótt, þar með talið í gistiskýli, á gistiheimili eða inni á öðru fólki. Þeir sem koma úr tímabundnu húsaskjóli, svo sem úr fangelsi eða úr vímuefnameðferð, eiga sögu um margháttaða húsnæðis- og félagslega erfiðleika og eiga ekki tryggt húsaskjól einum til tveimur mánuðum áður en þeir fara úr hinu tímabundna húsnæði, eru taldir hér með.“ Hvaða verkefni getur fólkið í landinu unnið úti í samfélaginu og hverjir eiga að vinna það verkefni? Eiga þeir sem eru ekki heimilislausir að aðstoða heimilislausa til að eignast heimili? Hvernig? Eiga heimilislausir sjálfir að útvega sér húsnæði peningalausir, utangarðs, með fíknivanda, í fangelsi, með langa áfallasögu og alls konar annan vanda? Hvernig? Til hvers er velferðarkerfið? Til hvers er félagslega kerfið? Til hvers starfa ótal einstaklingar á fullum launum og ýmsum fríðindum hjá borginni sem eiga að þjónusta heimilislausa? Á nú almenningur að starfa líka að sama málefni án launa, án tengsla við heimilislausa, án þekkingar á vanda þeirra, án fagþekkingar og meðferðarþekkingar? Af hverju beinir borgarstjórinn ekki sínum áhrifum og skyldu að þeim starfsmönnum sem ráðnir eru og sem er gert hátt undir höfði vegna þekkingar og menntunar sinnar til að aðstoða og þjónusta heimilislausa?Garðar S. Ottesen, stjórn KærleikssamtakannaAf hverju beinir Umboðsmaður Alþingis ekki áhrifum sínum og skyldu að borgarstjóranum og sveitarfélögum landsins með þeim tilmælum að taka á heimilisvanda í landinu? Af hverju er Umboðsmaður Alþingis ekki með skýra mynd á hvaða hóp einstaklinga hann á við í athugun sinni? Á hann við rónana á Austurvelli, á hann við ungt fólk sem býr heima og getur ekki stofnað eigið heimili og þá sérstaklega þá sem foreldrarnir henda út á götu, á hann við einstæða foreldra og hjón sem ná ekki endum saman og geta ekki búið börnum sínum eðlilegt heimili, á hann við þá sem lenda í slysum og missa vinnu og húsnæði sitt, á hann við þá sem veikjast og missa vinnu og húsnæði sitt, á hann við einstaklingana í Laugardalnum, á hann við einstaklingana í Víðinesi, á hann við einstaklingana sem koma á kaffistofu Samhjálpar og nýta sér víðtækari þjónustu þeirra og annara meðferðarstofnana? Hverjir eru utangarðs og hverjir eru heimilislausir? Merkilegt orðalag „freistnivandi“ hjá borgarstjóranum í viðtali sl. vetur. Eru alþingismenn ekki sífellt að freistast til að borga sér hærri laun og þar með viðhalda þeirri fátækt sem komin er á og skapa enn meiri fátækt? Ef ríkið myndi fara eftir lagagreinum þeim sem Umboðsmaður Alþingis nefnir í bréfi sínu til sveitarfélaganna um lagalega skyldu þeirra til að sjá til þess að einstaklingar og fjölskyldur lendi ekki í þeirri stöðu að verða heimilislaus – þá væru einstaklingarnir í samfélaginu ekki með þennan umrædda freistnivanda! Af hverju eru fjölskyldur einstaklinga sem lenda í kerfisvandanum örvæntingarfullar að mati borgarstjórans? Getur það verið af því að fólki í sjálfsvígshugleiðingum er vísað frá geðdeildinni? Kannski af því að of fá varanleg úrræði bíða einstaklinga sem afplána og að þeim hefur ekki verið hjálpað að takast á við upprunalegan vanda sinn? Eða kannski af því að barnavernd er eingöngu með úrræði ef skólakerfið tilkynnir foreldra en ekki öfugt? Hvort eru einstaklingar sem eru í húsnæðisvanda á verri stað eða sá sem hefur valdið til að leysa húsnæðisvanda þeirra og er lagalega skyldugur til þess? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Félagsmál Tengdar fréttir Segir almennan og viðvarandi vanda hjá Reykjavíkurborg vegna húsnæðismála utangarðsfólks Þetta er niðurstaða frumkvæðisathugunar sem Umboðsmaður Alþingis lagði í vegna kvartana og ábendinga 11. júlí 2018 13:20 Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til borgarstjórans í Reykjavík og Umboðsmanns Alþingis. Síðastliðinn vetur talaði borgarstjórinn um að vandi heimilislausra væri orðinn að samfélagsvanda. Að heimilisleysi sé risastórt samfélagslegt verkefni og að allir þurfi að leggjast á eitt til þess að leysa þennan vanda. Umboðsmaður Alþingis er að eigin frumkvæði að athuga húsnæðisvanda utangarðsfólks og hefur sent sveitarfélögum landsins erindi og óskað svara. Hvað þýðir sú ranghugmynd að heimilisleysi sé risastórt samfélagslegt verkefni? Hverjir eru heimilislausir – eingöngu utangarðsfólk? Júlíus ÞórðarsonHverjir eru utangarðs? Í lögum stendur: „Húsnæðislaus er sá sem ekki hefur aðgang að hefðbundnu húsnæði, hann hefur ekki húsaskjól að staðaldri á sama stað og gistir þar sem kostur er hverja nótt, þar með talið í gistiskýli, á gistiheimili eða inni á öðru fólki. Þeir sem koma úr tímabundnu húsaskjóli, svo sem úr fangelsi eða úr vímuefnameðferð, eiga sögu um margháttaða húsnæðis- og félagslega erfiðleika og eiga ekki tryggt húsaskjól einum til tveimur mánuðum áður en þeir fara úr hinu tímabundna húsnæði, eru taldir hér með.“ Hvaða verkefni getur fólkið í landinu unnið úti í samfélaginu og hverjir eiga að vinna það verkefni? Eiga þeir sem eru ekki heimilislausir að aðstoða heimilislausa til að eignast heimili? Hvernig? Eiga heimilislausir sjálfir að útvega sér húsnæði peningalausir, utangarðs, með fíknivanda, í fangelsi, með langa áfallasögu og alls konar annan vanda? Hvernig? Til hvers er velferðarkerfið? Til hvers er félagslega kerfið? Til hvers starfa ótal einstaklingar á fullum launum og ýmsum fríðindum hjá borginni sem eiga að þjónusta heimilislausa? Á nú almenningur að starfa líka að sama málefni án launa, án tengsla við heimilislausa, án þekkingar á vanda þeirra, án fagþekkingar og meðferðarþekkingar? Af hverju beinir borgarstjórinn ekki sínum áhrifum og skyldu að þeim starfsmönnum sem ráðnir eru og sem er gert hátt undir höfði vegna þekkingar og menntunar sinnar til að aðstoða og þjónusta heimilislausa?Garðar S. Ottesen, stjórn KærleikssamtakannaAf hverju beinir Umboðsmaður Alþingis ekki áhrifum sínum og skyldu að borgarstjóranum og sveitarfélögum landsins með þeim tilmælum að taka á heimilisvanda í landinu? Af hverju er Umboðsmaður Alþingis ekki með skýra mynd á hvaða hóp einstaklinga hann á við í athugun sinni? Á hann við rónana á Austurvelli, á hann við ungt fólk sem býr heima og getur ekki stofnað eigið heimili og þá sérstaklega þá sem foreldrarnir henda út á götu, á hann við einstæða foreldra og hjón sem ná ekki endum saman og geta ekki búið börnum sínum eðlilegt heimili, á hann við þá sem lenda í slysum og missa vinnu og húsnæði sitt, á hann við þá sem veikjast og missa vinnu og húsnæði sitt, á hann við einstaklingana í Laugardalnum, á hann við einstaklingana í Víðinesi, á hann við einstaklingana sem koma á kaffistofu Samhjálpar og nýta sér víðtækari þjónustu þeirra og annara meðferðarstofnana? Hverjir eru utangarðs og hverjir eru heimilislausir? Merkilegt orðalag „freistnivandi“ hjá borgarstjóranum í viðtali sl. vetur. Eru alþingismenn ekki sífellt að freistast til að borga sér hærri laun og þar með viðhalda þeirri fátækt sem komin er á og skapa enn meiri fátækt? Ef ríkið myndi fara eftir lagagreinum þeim sem Umboðsmaður Alþingis nefnir í bréfi sínu til sveitarfélaganna um lagalega skyldu þeirra til að sjá til þess að einstaklingar og fjölskyldur lendi ekki í þeirri stöðu að verða heimilislaus – þá væru einstaklingarnir í samfélaginu ekki með þennan umrædda freistnivanda! Af hverju eru fjölskyldur einstaklinga sem lenda í kerfisvandanum örvæntingarfullar að mati borgarstjórans? Getur það verið af því að fólki í sjálfsvígshugleiðingum er vísað frá geðdeildinni? Kannski af því að of fá varanleg úrræði bíða einstaklinga sem afplána og að þeim hefur ekki verið hjálpað að takast á við upprunalegan vanda sinn? Eða kannski af því að barnavernd er eingöngu með úrræði ef skólakerfið tilkynnir foreldra en ekki öfugt? Hvort eru einstaklingar sem eru í húsnæðisvanda á verri stað eða sá sem hefur valdið til að leysa húsnæðisvanda þeirra og er lagalega skyldugur til þess?
Segir almennan og viðvarandi vanda hjá Reykjavíkurborg vegna húsnæðismála utangarðsfólks Þetta er niðurstaða frumkvæðisathugunar sem Umboðsmaður Alþingis lagði í vegna kvartana og ábendinga 11. júlí 2018 13:20
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun