Persónuvernd of fáliðuð til að takast á við breytingarnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. júlí 2018 06:00 Ný persónuverndarlög tóku gildi í gær á fimmtugsafmælisdegi Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. VÍSIR/VILHELM „Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, um gildistöku nýrra persónuverndarlaga í gær. Unnið hefur verið að undirbúningi fyrir hina nýju löggjöf hjá flestum fyrirtækjum landsins, sveitarfélögum og stofnunum ríkisins og það á eftir að koma í ljós hve vel stofnanir og fyrirtæki verða undirbúin þegar einstaklingar fara að herja á um réttindi sín. Helga segir algera sprengju hafa orðið í kvörtunum hjá Persónuverndarstofnunum víða um Evrópu eftir gildistöku laga þar og dæmi séu um að yfir þúsund mál hafi borist á fyrstu vikum eftir gildistöku laganna, bæði í Danmörku og Írlandi. Í Frakklandi hafi aukningin verið 50 prósent samanborið við árið á undan.Sjá einnig: Miklir hagsmunir í húfi með nýju persónuverndarlögunum Helga segir að þótt Persónuvernd hafi verið efld til muna og starfsfólki fjölgað úr sjö í tólf dugi það engan veginn. „Ég þyrfti helst að fá fimm nýja lögfræðinga strax á morgun til að takast á við þennan gríðarlega verkefnahala sem fyrir er auk allra þessara nýju verkefna,“ segir Helga og nefnir nýjar eftirlitsskyldur stofnunarinnar, þrengri tímafrest og aukið erlent samstarf sem kemur til vegna nýrra kæruleiða þvert á landamæri. Helga segir að skoða þurfi hvort og hvernig megi klára málahalann, mögulega með lagasetningu. Í Svíþjóð hafi stofnunin til dæmis heimild til að vísa málum frá ef úrskurður liggur fyrir í sambærilegu máli. Þá hafi Samkeppniseftirlitið heimild til að forgangsraða málum og taka ekki öll mál fyrir. „Það gefur augaleið að með mjög takmarkaðan fjölda starfsmanna að fást við 750 mál og svo kemur kannski sprengja af nýjum málum, þá verður að bregðast við því.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. 11. júlí 2018 09:00 Miklir hagsmunir í húfi með nýju persónuverndarlögunum Ný persónuverndarlöggjöf sem tók gildi í dag er lítt gagnleg ef einstaklingar nýta ekki réttindin sem þeir öðlast með lögunum. Þetta segir framkvæmdastjóri fyrirtækis sem sérhæfir sig í hagkerfi persónuupplýsinga. Yfir þrettán hundruð manns hafa skráð sig í hóp á Facebook sem ber yfirskriftina "ég vil fá persónugögnin mín.“ 15. júlí 2018 20:00 Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fleiri fréttir „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Sjá meira
„Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, um gildistöku nýrra persónuverndarlaga í gær. Unnið hefur verið að undirbúningi fyrir hina nýju löggjöf hjá flestum fyrirtækjum landsins, sveitarfélögum og stofnunum ríkisins og það á eftir að koma í ljós hve vel stofnanir og fyrirtæki verða undirbúin þegar einstaklingar fara að herja á um réttindi sín. Helga segir algera sprengju hafa orðið í kvörtunum hjá Persónuverndarstofnunum víða um Evrópu eftir gildistöku laga þar og dæmi séu um að yfir þúsund mál hafi borist á fyrstu vikum eftir gildistöku laganna, bæði í Danmörku og Írlandi. Í Frakklandi hafi aukningin verið 50 prósent samanborið við árið á undan.Sjá einnig: Miklir hagsmunir í húfi með nýju persónuverndarlögunum Helga segir að þótt Persónuvernd hafi verið efld til muna og starfsfólki fjölgað úr sjö í tólf dugi það engan veginn. „Ég þyrfti helst að fá fimm nýja lögfræðinga strax á morgun til að takast á við þennan gríðarlega verkefnahala sem fyrir er auk allra þessara nýju verkefna,“ segir Helga og nefnir nýjar eftirlitsskyldur stofnunarinnar, þrengri tímafrest og aukið erlent samstarf sem kemur til vegna nýrra kæruleiða þvert á landamæri. Helga segir að skoða þurfi hvort og hvernig megi klára málahalann, mögulega með lagasetningu. Í Svíþjóð hafi stofnunin til dæmis heimild til að vísa málum frá ef úrskurður liggur fyrir í sambærilegu máli. Þá hafi Samkeppniseftirlitið heimild til að forgangsraða málum og taka ekki öll mál fyrir. „Það gefur augaleið að með mjög takmarkaðan fjölda starfsmanna að fást við 750 mál og svo kemur kannski sprengja af nýjum málum, þá verður að bregðast við því.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. 11. júlí 2018 09:00 Miklir hagsmunir í húfi með nýju persónuverndarlögunum Ný persónuverndarlöggjöf sem tók gildi í dag er lítt gagnleg ef einstaklingar nýta ekki réttindin sem þeir öðlast með lögunum. Þetta segir framkvæmdastjóri fyrirtækis sem sérhæfir sig í hagkerfi persónuupplýsinga. Yfir þrettán hundruð manns hafa skráð sig í hóp á Facebook sem ber yfirskriftina "ég vil fá persónugögnin mín.“ 15. júlí 2018 20:00 Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fleiri fréttir „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Sjá meira
Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. 11. júlí 2018 09:00
Miklir hagsmunir í húfi með nýju persónuverndarlögunum Ný persónuverndarlöggjöf sem tók gildi í dag er lítt gagnleg ef einstaklingar nýta ekki réttindin sem þeir öðlast með lögunum. Þetta segir framkvæmdastjóri fyrirtækis sem sérhæfir sig í hagkerfi persónuupplýsinga. Yfir þrettán hundruð manns hafa skráð sig í hóp á Facebook sem ber yfirskriftina "ég vil fá persónugögnin mín.“ 15. júlí 2018 20:00