Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júlí 2018 10:44 Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. Samsett mynd Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, flytur ávarp fyrir hönd dönsku þjóðarinnar á hátíðarþingfundi, í tilefni af hundrað ára fullveldisafmæli Íslands, sem haldinn verður á Þingvöllum í dag og hefst klukkan tvö. Pia stofnaði danska þjóðarflokkinn árið 1995 auk þess sem hún var formaður flokksins frá stofnun til ársins 2012. Pia er umdeildur stjórnmálamaður og ekki síst vegna framgöngu sinnar í innflytjendamálum og baráttu gegn fjölmenningu og íslam. Síðan Steingrímur J. Sigfússon, forseti alþingis, tilkynnti um ráðstöfunina í ræðustól á Alþingi hefur borið á mikilli óánægju. Egill Helgason, dagskrárgerðarmaður, fjallaði um ræðumanninn umdeilda á bloggsíðu sinni og sagði Piu varpa skugga á hátíðina. Hún sé stjórnmálamaður af því tagi sem Íslendingar vilji sjá sem minnst af og bætir við að Danir geri okkur lítinn greiða með því að „magna upp þessa sendingu til okkar“.„Svona færast mörkin til“ Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, varar við þessari þróun. Á Facebooksíðu sinni spyr hún hvar mörkin séu hjá Íslendingum. „Svona færast mörkin til. Rasistar komast í þjóðþing, þeir komast í oddastöðu og þar af leiðandi í ríkisstjórn, þeir verða forsetar þingsins og íslenska þingið býður forseta danska þingsins að ávarpa hið íslenska. Rasisti ávarpar okkur á hátíðarfundi. Rasistar eru orðnir húsum hæfir og við erum samsek.“Segir Piu líkjast Trump Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, segir að það skjóti skökku við að íslenskir stjórnmálamenn fárist yfir framgöngu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna en finnist í lagi að bjóða Piu til landsins til að flytja ávarp á hátíðarfundi. Íslenskir stjórnmálamenn ætli þannig að „hlýða á einn fremsta verkefnastjóra úr framvarðasveit Evrópska rasisma-og mannhatursverkefnisins í tilefni fullveldisafmælisins en pólitísk meginstraums velgengni Piu hefur blásið innflytjendahöturum og múslimafóbum um alla veröld baráttuanda í brjóst.“Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar, stéttarfélags segir að það sé samhljómur í skoðunum Trumps og Piu.Fréttablaðið/Ernir eyjólfssonHún segir að það séu heilmikil líkindi með Trump og Piu. „Firringin er algjör. Og skorturinn á samhengi er algjör. Fær um að fyrirlíta einn vondan kall en algjörlega ófær um að taka upplýsta prinsip afstöðu gegn óvinum alþýðunnar […]“.Niðurlægjandi og út í hött að Pia skuli hafa verið valin Grímur Atlason, tónleikahaldari, var einnig í hópi þeirra sem lögðu orð í belg á samfélagsmiðlum vegna Piu. Í pistli á Facebook segir Grímur að það sé nöturlegt að hugsa til þess að Pia flytji hátíðarræðu vegna 100 ára afmælis fullveldisins. Það sé bæði niðurlægjandi og út í hött að hafa falið hana til verksins. „Hún stendur fyrir allt það sem ég fyrirlít mest í þessum heimi,“ segir Grímur.Segir Piu vera talskonu fordóma og mannhaturs Þórunn Ólafsdóttir, handhafi mannréttindaverðlauna Reykjavíkur, skrifaði nokkur tíst um Piu af þessu tilefni. „Á morgun flytur valdamikil talskona fordóma og mannhaturs hátíðarræðu á Þingvöllum. Hvers vegna er verið að gefa svona einstaklingum meira pláss en þeir hafa nú þegar?“ spyr Þórunn. „Nákvæmlega þannig normalíserum við fullkomna óásættanleg viðhorf og hegðun sem við ættum að hafna með öllu.“Á morgun flytur valdamikil talskona fordóma og mannhaturs hátíðarræðu á Þingvöllum. Hvers vegna er verið að gefa svona einstaklingum meira pláss en þeir hafa nú þegar? Nákvæmlega þannig normalíserum við fullkomlega óásættanleg viðhorf og hegðun sem við ættum að hafna með öllu.— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) July 17, 2018 Viðar Þorsteinsson hefur áhyggjur af því hvaða skilaboð sé verið senda til Íslendinga af erlendum uppruna og barna þeirra.Jóhannes GunnarssonÓskar eftir nánari upplýsingum Þá sendi Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar stéttarfélags, Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, fyrirspurn um málið. Hann deildi síðan bréfinu með vinum sínum á Facebook. Í bréfinu óskar hann eftir upplýsingum um það hver hefði tekið þá ákvörðun að bjóða Piu hlutverkið og þá óskar hann jafnframt eftir upplýsingum um rökstuðning sem að baki ákvörðuninni liggur. „Til útskýringar á erindi mínu vil ég koma því á framfæri að Pia Kjærsgaard hefur um langt skeið verið í fararbroddi þeirra stjórnmálaafla sem hafa alið á hatri sundrungu og fordómum meðal borgara í Evrópuríkjum. Kjærsgaard hefur gert einstaklinga með brúnan húðlit og sem uppruna eiga utan Vestur-Evrópu að sérstökum skotspón sínum og hefur flokkur hennar, Danske folkeparti, beitt sér svo markvisst í þeim efnum að eftirtekt hefur vakið um allan heim.“ Viðar spyr hvaða skilaboðum sé verið að koma áfram, með þessu, til Íslendinga af erlendum uppruna og barna þeirra. Alþingi Tengdar fréttir Umferðarstjórnun á Þingvöllum vegna hátíðarfundar Vegna hátíðarfundar á Þingvöllum sem haldinn er til að marka 100 ára afmæli fullveldisins Íslands verður umferð stýrt á og við Þingvelli í dag. 18. júlí 2018 10:02 Hátíðarþingfundurinn einkennist af valdhroka og sýndarmennsku Stjórnarskrárfélagið segir hátíðarþingfund Alþingis, sem fram fer á Þingvöllum í dag, einkennast af valdhroka og sýndarmennsku. 18. júlí 2018 06:27 Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. 17. júlí 2018 12:30 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Sjá meira
Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, flytur ávarp fyrir hönd dönsku þjóðarinnar á hátíðarþingfundi, í tilefni af hundrað ára fullveldisafmæli Íslands, sem haldinn verður á Þingvöllum í dag og hefst klukkan tvö. Pia stofnaði danska þjóðarflokkinn árið 1995 auk þess sem hún var formaður flokksins frá stofnun til ársins 2012. Pia er umdeildur stjórnmálamaður og ekki síst vegna framgöngu sinnar í innflytjendamálum og baráttu gegn fjölmenningu og íslam. Síðan Steingrímur J. Sigfússon, forseti alþingis, tilkynnti um ráðstöfunina í ræðustól á Alþingi hefur borið á mikilli óánægju. Egill Helgason, dagskrárgerðarmaður, fjallaði um ræðumanninn umdeilda á bloggsíðu sinni og sagði Piu varpa skugga á hátíðina. Hún sé stjórnmálamaður af því tagi sem Íslendingar vilji sjá sem minnst af og bætir við að Danir geri okkur lítinn greiða með því að „magna upp þessa sendingu til okkar“.„Svona færast mörkin til“ Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, varar við þessari þróun. Á Facebooksíðu sinni spyr hún hvar mörkin séu hjá Íslendingum. „Svona færast mörkin til. Rasistar komast í þjóðþing, þeir komast í oddastöðu og þar af leiðandi í ríkisstjórn, þeir verða forsetar þingsins og íslenska þingið býður forseta danska þingsins að ávarpa hið íslenska. Rasisti ávarpar okkur á hátíðarfundi. Rasistar eru orðnir húsum hæfir og við erum samsek.“Segir Piu líkjast Trump Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, segir að það skjóti skökku við að íslenskir stjórnmálamenn fárist yfir framgöngu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna en finnist í lagi að bjóða Piu til landsins til að flytja ávarp á hátíðarfundi. Íslenskir stjórnmálamenn ætli þannig að „hlýða á einn fremsta verkefnastjóra úr framvarðasveit Evrópska rasisma-og mannhatursverkefnisins í tilefni fullveldisafmælisins en pólitísk meginstraums velgengni Piu hefur blásið innflytjendahöturum og múslimafóbum um alla veröld baráttuanda í brjóst.“Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar, stéttarfélags segir að það sé samhljómur í skoðunum Trumps og Piu.Fréttablaðið/Ernir eyjólfssonHún segir að það séu heilmikil líkindi með Trump og Piu. „Firringin er algjör. Og skorturinn á samhengi er algjör. Fær um að fyrirlíta einn vondan kall en algjörlega ófær um að taka upplýsta prinsip afstöðu gegn óvinum alþýðunnar […]“.Niðurlægjandi og út í hött að Pia skuli hafa verið valin Grímur Atlason, tónleikahaldari, var einnig í hópi þeirra sem lögðu orð í belg á samfélagsmiðlum vegna Piu. Í pistli á Facebook segir Grímur að það sé nöturlegt að hugsa til þess að Pia flytji hátíðarræðu vegna 100 ára afmælis fullveldisins. Það sé bæði niðurlægjandi og út í hött að hafa falið hana til verksins. „Hún stendur fyrir allt það sem ég fyrirlít mest í þessum heimi,“ segir Grímur.Segir Piu vera talskonu fordóma og mannhaturs Þórunn Ólafsdóttir, handhafi mannréttindaverðlauna Reykjavíkur, skrifaði nokkur tíst um Piu af þessu tilefni. „Á morgun flytur valdamikil talskona fordóma og mannhaturs hátíðarræðu á Þingvöllum. Hvers vegna er verið að gefa svona einstaklingum meira pláss en þeir hafa nú þegar?“ spyr Þórunn. „Nákvæmlega þannig normalíserum við fullkomna óásættanleg viðhorf og hegðun sem við ættum að hafna með öllu.“Á morgun flytur valdamikil talskona fordóma og mannhaturs hátíðarræðu á Þingvöllum. Hvers vegna er verið að gefa svona einstaklingum meira pláss en þeir hafa nú þegar? Nákvæmlega þannig normalíserum við fullkomlega óásættanleg viðhorf og hegðun sem við ættum að hafna með öllu.— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) July 17, 2018 Viðar Þorsteinsson hefur áhyggjur af því hvaða skilaboð sé verið senda til Íslendinga af erlendum uppruna og barna þeirra.Jóhannes GunnarssonÓskar eftir nánari upplýsingum Þá sendi Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar stéttarfélags, Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, fyrirspurn um málið. Hann deildi síðan bréfinu með vinum sínum á Facebook. Í bréfinu óskar hann eftir upplýsingum um það hver hefði tekið þá ákvörðun að bjóða Piu hlutverkið og þá óskar hann jafnframt eftir upplýsingum um rökstuðning sem að baki ákvörðuninni liggur. „Til útskýringar á erindi mínu vil ég koma því á framfæri að Pia Kjærsgaard hefur um langt skeið verið í fararbroddi þeirra stjórnmálaafla sem hafa alið á hatri sundrungu og fordómum meðal borgara í Evrópuríkjum. Kjærsgaard hefur gert einstaklinga með brúnan húðlit og sem uppruna eiga utan Vestur-Evrópu að sérstökum skotspón sínum og hefur flokkur hennar, Danske folkeparti, beitt sér svo markvisst í þeim efnum að eftirtekt hefur vakið um allan heim.“ Viðar spyr hvaða skilaboðum sé verið að koma áfram, með þessu, til Íslendinga af erlendum uppruna og barna þeirra.
Alþingi Tengdar fréttir Umferðarstjórnun á Þingvöllum vegna hátíðarfundar Vegna hátíðarfundar á Þingvöllum sem haldinn er til að marka 100 ára afmæli fullveldisins Íslands verður umferð stýrt á og við Þingvelli í dag. 18. júlí 2018 10:02 Hátíðarþingfundurinn einkennist af valdhroka og sýndarmennsku Stjórnarskrárfélagið segir hátíðarþingfund Alþingis, sem fram fer á Þingvöllum í dag, einkennast af valdhroka og sýndarmennsku. 18. júlí 2018 06:27 Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. 17. júlí 2018 12:30 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Sjá meira
Umferðarstjórnun á Þingvöllum vegna hátíðarfundar Vegna hátíðarfundar á Þingvöllum sem haldinn er til að marka 100 ára afmæli fullveldisins Íslands verður umferð stýrt á og við Þingvelli í dag. 18. júlí 2018 10:02
Hátíðarþingfundurinn einkennist af valdhroka og sýndarmennsku Stjórnarskrárfélagið segir hátíðarþingfund Alþingis, sem fram fer á Þingvöllum í dag, einkennast af valdhroka og sýndarmennsku. 18. júlí 2018 06:27
Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. 17. júlí 2018 12:30