Bandaríski ferðamaðurinn dæmdur fyrir manndráp af gáleysi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. júlí 2018 11:15 Frá slysstað. Vísir/ Bandaríkjamaðurinn Carl Edward Siegel hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Siegel var valdur að umferðarslysi á Suðurlandsvegi þann 16. maí þar sem íslensk kona á miðjum aldri lést. Við rannsókn málsins neitaði Sigel sök en fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa verið valdur af slysinu. Siegel var á ferð hér um land ásamt tveimur öðrum Bandaríkjamönnum. Var bíl Siegels ekið yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að bíll hans og íslensku konunnar rákust saman með þeim afleiðingum að hún lést. Var Siegel úrskurðaður í farbann við rannsókn málsins en í úrskurði Landsréttar kom fram að við skýrslutöku hjá lögreglu hafi hann sagst hafa ekið á sínum vegarhelmingi en bifreiðin sem á móti kom hafi virst honum stjórnlaus og komið yfir á hans vegarhelming. Sagðist hann ekki hafa verið valdur að slysinu. Var þetta þvert á gögn tæknideildar lögreglu sem taldi ljóst að miðað við fyrirliggjandi gögn hafi bíl Siegels verið ekið yfir á öfugan vegarhelming.Áreksturinn varð við brú á Suðurlandsvegi.VísirNáðu samkomulagi um greiðslu miskabóta Dómur í málinu var kveðinn upp á föstudaginn og þar kemur fram að Siegel hafi við þingfestingu málsins viðurkennt skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru, það er að hafa ekið yfir á rangan vegarhelming miðað við akstursstefnu á 101 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfður hámarkshraði var 90, með þeim afleiðingum að konan lést. Þá var einnig upplýst að samkomulag hafði tekist utan réttar um fullnaðaruppgjör miskabóta auk vaxta og kostnaðar og var bótakrafa upp á þrjár milljónir króna því afturkölluð.Í dómi Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að við ákvörðun refsingar beri að hafa í huga að Siegel hafi skýlaust játað brot sitt og komist að samkomulagi við bótakrefjanda um miskabætur honum til handa. Þá hafi hann einnig verið samstarfsfús við lögreglu og samþykkt umbeðnar rannsóknir. „Þá verður ekki fram hjá því litið að atvik þetta hefur haft gríðarleg áhrif á heilsu ákærða og hefur það verið staðfest með læknisvottorði,“ segir í dómi héraðsdóms. Var Siegel dæmdur í tveggja mánaða fangelsi sem fellur niður haldi hann skilorði í tvö ár. Þá var hann sviptur ökuréttindum í tíu mánuði auk þess sem hann þarf að greiða sakarkostnað, um tvær milljónir króna, auk málsvarnarlaun verjanda hans, 800 þúsund krónur.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Tengdar fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi Þrír aðrir fluttir slasaðir á sjúkrahús 16. maí 2018 16:32 Bandaríski ferðamaðurinn áfram í farbanni Einn dómari í Landsrétti skilaði sératkvæði þar sem hann sagðist ósammála meirihluta dómenda og að ekki væru rök fyrir því að fallast á framlengingu farbanns lengur en til 30. júní. 20. júní 2018 10:38 Bandarískur ferðamaður í farbann vegna banaslyss Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. 23. maí 2018 20:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Carl Edward Siegel hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Siegel var valdur að umferðarslysi á Suðurlandsvegi þann 16. maí þar sem íslensk kona á miðjum aldri lést. Við rannsókn málsins neitaði Sigel sök en fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa verið valdur af slysinu. Siegel var á ferð hér um land ásamt tveimur öðrum Bandaríkjamönnum. Var bíl Siegels ekið yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að bíll hans og íslensku konunnar rákust saman með þeim afleiðingum að hún lést. Var Siegel úrskurðaður í farbann við rannsókn málsins en í úrskurði Landsréttar kom fram að við skýrslutöku hjá lögreglu hafi hann sagst hafa ekið á sínum vegarhelmingi en bifreiðin sem á móti kom hafi virst honum stjórnlaus og komið yfir á hans vegarhelming. Sagðist hann ekki hafa verið valdur að slysinu. Var þetta þvert á gögn tæknideildar lögreglu sem taldi ljóst að miðað við fyrirliggjandi gögn hafi bíl Siegels verið ekið yfir á öfugan vegarhelming.Áreksturinn varð við brú á Suðurlandsvegi.VísirNáðu samkomulagi um greiðslu miskabóta Dómur í málinu var kveðinn upp á föstudaginn og þar kemur fram að Siegel hafi við þingfestingu málsins viðurkennt skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru, það er að hafa ekið yfir á rangan vegarhelming miðað við akstursstefnu á 101 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfður hámarkshraði var 90, með þeim afleiðingum að konan lést. Þá var einnig upplýst að samkomulag hafði tekist utan réttar um fullnaðaruppgjör miskabóta auk vaxta og kostnaðar og var bótakrafa upp á þrjár milljónir króna því afturkölluð.Í dómi Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að við ákvörðun refsingar beri að hafa í huga að Siegel hafi skýlaust játað brot sitt og komist að samkomulagi við bótakrefjanda um miskabætur honum til handa. Þá hafi hann einnig verið samstarfsfús við lögreglu og samþykkt umbeðnar rannsóknir. „Þá verður ekki fram hjá því litið að atvik þetta hefur haft gríðarleg áhrif á heilsu ákærða og hefur það verið staðfest með læknisvottorði,“ segir í dómi héraðsdóms. Var Siegel dæmdur í tveggja mánaða fangelsi sem fellur niður haldi hann skilorði í tvö ár. Þá var hann sviptur ökuréttindum í tíu mánuði auk þess sem hann þarf að greiða sakarkostnað, um tvær milljónir króna, auk málsvarnarlaun verjanda hans, 800 þúsund krónur.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi Þrír aðrir fluttir slasaðir á sjúkrahús 16. maí 2018 16:32 Bandaríski ferðamaðurinn áfram í farbanni Einn dómari í Landsrétti skilaði sératkvæði þar sem hann sagðist ósammála meirihluta dómenda og að ekki væru rök fyrir því að fallast á framlengingu farbanns lengur en til 30. júní. 20. júní 2018 10:38 Bandarískur ferðamaður í farbann vegna banaslyss Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. 23. maí 2018 20:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Bandaríski ferðamaðurinn áfram í farbanni Einn dómari í Landsrétti skilaði sératkvæði þar sem hann sagðist ósammála meirihluta dómenda og að ekki væru rök fyrir því að fallast á framlengingu farbanns lengur en til 30. júní. 20. júní 2018 10:38
Bandarískur ferðamaður í farbann vegna banaslyss Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. 23. maí 2018 20:14