Vildi vísa ágreiningi um launasetningu ljósmæðra inn í gerðardóm Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 19. júlí 2018 15:35 Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé snúin og margflókin. Deilan sé enn í pattstöðu eftir að kjaranefnd ljósmæðra féllst ekki á það í dag að sáttasemjari fengi að leggja fram miðlunartillögu. Í samtali við fréttastofu segist Bryndís hafa lagt það til á fundinum að hún fengi að leggja fram miðlunartillögu en sáttasemjari þarf að hafa samráði við samninganefndirnar um slíka tillögu áður en hún er lögð fram. „Og sú miðlunartillaga, hún í raun og veru hefði þá falið það í sér, hefði hún verið samþykkt, að þá hefði þeim ágreiningi sem eftir stendur í málinu sem snýst um það hvort launasetning ljósmæðra endurspegli ábyrgð aukið vinnuálag og svo framvegis í þeirra störfum. Ég vildi vísa þessum ágreiningi inn í þriggja manna gerðardóm sem myndi vinna hratt og skila tillögu innan kannski eins mánaðar um það að hvaða leyti þetta mat myndi fela í sér skila sér inn í launasetningu ljósmæðra,“ segir Bryndís.Steytir á 110 milljónum króna Að öðru leyti væri efnislega sá samningur sem var á borðinu í vor og ljósmæður felldu með fullri afturvirkni. Kostnaðaráætlun hans væri þá það sem ljósmæður myndu fá strax og þær hækkanir sem í honum voru. „En að þessum þætti, þessum hnút sem við höfum setið yfir hérna á síðustu fundum, á síðustu vikum, að hann yrði leystur með þessum hætti að hann yrði ákvarðaður af gerðardómi,“ segir Bryndís og vísar í ágreining um launasetninguna. Ljósmæður vilja fá alls 170 milljónir króna inn í stofnanasamninga til að leiðrétta launasetninguna en ríkið hefur boðið þeim 60 milljónir króna. Það sætta þær sig ekki við. Bryndís segir samninganefnd ljósmæðra hafa hafnað þessari leið í deilunni og ekki heimilað henni að leggja fram miðlunartillögu. Yfirvinnubann ljósmæðra verður því enn í gildi en það hefur nú staðið í tæpa tvo sólarhringa. Stjórnendur Landspítalans lýsa ástandinu sem skapast hefur vegna bannsins, sem og uppsagna ljósmæðra sem tóku gildi þann 1. júlí, sem neyðarástandi.Hefur spítalinn nú ákveðið að grípa til þeirra aðgerða að loka meðgöngu- og sængurlegudeild sem og að fella niður fyrstu reglulegar ómskoðanir þungaðra kvenna frá og með næsta mánudegi.Viðtalið við Bryndísi Hlöðversdóttur má sjá í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Fundi lokið í ljósmæðradeilu Enn stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. júlí 2018 14:05 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé snúin og margflókin. Deilan sé enn í pattstöðu eftir að kjaranefnd ljósmæðra féllst ekki á það í dag að sáttasemjari fengi að leggja fram miðlunartillögu. Í samtali við fréttastofu segist Bryndís hafa lagt það til á fundinum að hún fengi að leggja fram miðlunartillögu en sáttasemjari þarf að hafa samráði við samninganefndirnar um slíka tillögu áður en hún er lögð fram. „Og sú miðlunartillaga, hún í raun og veru hefði þá falið það í sér, hefði hún verið samþykkt, að þá hefði þeim ágreiningi sem eftir stendur í málinu sem snýst um það hvort launasetning ljósmæðra endurspegli ábyrgð aukið vinnuálag og svo framvegis í þeirra störfum. Ég vildi vísa þessum ágreiningi inn í þriggja manna gerðardóm sem myndi vinna hratt og skila tillögu innan kannski eins mánaðar um það að hvaða leyti þetta mat myndi fela í sér skila sér inn í launasetningu ljósmæðra,“ segir Bryndís.Steytir á 110 milljónum króna Að öðru leyti væri efnislega sá samningur sem var á borðinu í vor og ljósmæður felldu með fullri afturvirkni. Kostnaðaráætlun hans væri þá það sem ljósmæður myndu fá strax og þær hækkanir sem í honum voru. „En að þessum þætti, þessum hnút sem við höfum setið yfir hérna á síðustu fundum, á síðustu vikum, að hann yrði leystur með þessum hætti að hann yrði ákvarðaður af gerðardómi,“ segir Bryndís og vísar í ágreining um launasetninguna. Ljósmæður vilja fá alls 170 milljónir króna inn í stofnanasamninga til að leiðrétta launasetninguna en ríkið hefur boðið þeim 60 milljónir króna. Það sætta þær sig ekki við. Bryndís segir samninganefnd ljósmæðra hafa hafnað þessari leið í deilunni og ekki heimilað henni að leggja fram miðlunartillögu. Yfirvinnubann ljósmæðra verður því enn í gildi en það hefur nú staðið í tæpa tvo sólarhringa. Stjórnendur Landspítalans lýsa ástandinu sem skapast hefur vegna bannsins, sem og uppsagna ljósmæðra sem tóku gildi þann 1. júlí, sem neyðarástandi.Hefur spítalinn nú ákveðið að grípa til þeirra aðgerða að loka meðgöngu- og sængurlegudeild sem og að fella niður fyrstu reglulegar ómskoðanir þungaðra kvenna frá og með næsta mánudegi.Viðtalið við Bryndísi Hlöðversdóttur má sjá í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Fundi lokið í ljósmæðradeilu Enn stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. júlí 2018 14:05 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00
Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32