Jón Viðar leiðir Kona fer í stríð til slátrunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2018 12:37 Jón Viðar Jónsson er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir þegar kemur að gagnrýni. Vísir/E.Ól Óhætt er að segja að gagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson syndi á móti straumnum í gagnrýni sinni á Kona fer í stríð, kvikmynd Benedikts Erlingssonar sem hefur fengið góðar viðtökur í kvikmyndahúsum hér heima sem erlendis. Í myndinni segir frá baráttu og skemmdarverkum umhverfisverndarsinna, sem Halldóra Geirharðsdóttir leikur, gegn frekari virkjunum. Saklaus kórstjóri á fimmtugsaldri á daginn en slær út háspennulínur á hálendinu á næturnar. „Vond mynd - afar vond. Hún er svo löðrandi í pólitískum rétttrúnaði um umhverfisvernd, ættleiðingu barna, illa meðferð á útlendingum og fleira þess háttar að ég man varla eftir öðru eins úr íslenskri bíómynd,“ segir Jón Viðar sem hefur aldrei verið feiminn við að segja sína skoðun. Athygli vekur að hann tengir við leikstjórann Benedikt Erlingsson og leikarana Halldóru Geirharðsdóttur og Jóhann Sigurðsson svo gagnrýnin fari ekki framhjá þeim. „Ég veit að sumir tíðka að "tagga" ekki þá sem þeir eru að gagnrýna hér á FB, eins þótt hún teljist opinber vettvangur.. Það finnst mér aumingjaskapur og lágkúra. En annars verður hver að hafa sína skoðun á því.“Stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan.Fimm stjörnu dómar Kvikmyndin hefur fengið fimm stjörnu dóma bæði í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu, fullt hús stjarna. „Kona fer í stríð er ævintýri og að horfa á hana er ævintýraleg upplifun. Kvikmyndatakan er frábær, handritið er svakalega vandað og tónlistin er dásamleg, allt við kvikmyndina er í raun til fyrirmyndar,” sagði Brynja Hjálmsdóttir, gagnrýnandi Morgunblaðsins, um myndina. „Ofboðslega falleg kvikmynd þar sem heillandi myndmál, frábær leikur, falleg saga, meitlað handrit og mergjuð notkun tónlistar renna saman í náttúruafl sem Benedikt Erlingsson virkjar með einhverjum óræðum galdri. Kona sem fer í stríð er lítið, krúttlegt náttúruafl,“ sagði Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu. Sýn Jóns Viðars á myndina er nokkuð ólík þeirri sem birtist í gagnrýni dagblaðanna.Sitt sýnist hverjum um Jón Viðar og hans gagnrýni. Hefur mörgum þótt hann ganga of langt í nálgun sinni undanfarin ár. Hann ræddi gagnrýni á eigin gagnrýni á Bylgjunni á sínum tíma.Navíur sentimentalismi „Aðalpersónan er einhvers konar tvískiptingur, Halldóra Geirharðsdóttir leikur báða partana: annar er Súpermann (afsakið Súperkona) sem býr í 101 R og stundar terrorisma í þágu umhverfisverndar, hinn er jógi sem trúir á frið á jörðu eins og hipparnir; í lok myndarinnar fallast þessir partar í faðma og ganga upp í einhverju sem ég geri ráð fyrir að eiga að að vera æðra vitundarstig, ímynd siðferðislegrar fullkomnunar hér á jörð - eða sú er sýnilega tilætlun Benedikts,“ segir Jón Viðar. „Svo leikur Johann Sigurðarson bónda nokkurn sem er fulltrúi hinnar heilsteyptu, hjartahreinu alþýðu sem býr að sjálfsögðu úti á landi; en það höfum við nú vitað allt frá því Halldór Laxness skrifaði Atómstöðina.“ Jón Viðar veltir fyrir sér hvort Landsvirkjun og Álverið í Straumsvík hafi ekki örugglega styrkt gerð myndarinnar, svo hljóti að vera. „Ef Benedikt er hættur að vinna í leikhúsi til þess að gera svona naívan sentimentalisma þá er verr farið en heima setið hjá honum. Það getur vel verið að þessi mynd geri það gott á kvikmyndahátíðum; hún mun lifa stutt og gleymast.“Halldóra Geirharðsdóttir og Benedikt Erlingsson í Cannes.Semaine de la critique„Besta mynd íslenskrar kvikmyndasögu“ Fjölmargir hafa ýmislegt við gagnrýni Jóns Viðars að athuga. Bókaútgefandanum Kristjáni B. Jónassyni finnst hún heldur grunn og Páll Valsson útgefandi er á sama máli. „Algerlega ósammála. Tvíræðni og háð sem gegnsýrir myndina, og almenn fyndni, setja pólitískan boðskap í annað samhengi og vinnur gegn öllum rétttrúnaði.“ Gagnrýnandinn Arnar Eggert Thoroddsen segir gagnrýni Jóns Viðars sanna „að þetta er besta mynd íslenskrar kvikmyndasögu.“ Kvikmyndin hefur einnig fengið mikið lof fyrir utan landsteinana. Var valin til keppni í Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes.Screen Daily, Cineuropa, Variety og Hollywood Reporter fóru fögrum orðum um myndina þegar hún var sýnd á Cannes í maí. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Selmu Björns misboðið yfir slátrun Jóns Viðars á Óþelló: "Má þetta?“ Jón Viðar Jónsson leikhúsgagnrýnandi er harðorður í nýjustu gagnrýni sinni og finnur Óþelló allt til foráttu. 30. desember 2016 09:04 Kynþokkafyllstu kleinuhringir landsins Kynþokkafyllstu karlmenn Íslands eru margir með kleinuhring til að draga fram karlmannlegar andlitslínurnar. 5. september 2017 11:30 Klisjukenndur happaendir að mati Jóns Viðars: „Svona efni fær bara einn séns“ Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi varð fyrir vonbrigðum með lokaþáttinn af Föngum í gær. 6. febrúar 2017 13:34 „Er De en Melle?“ Jón Viðar fær vart frið á Facebook fyrir erlendum þokkadísum. 9. febrúar 2018 13:29 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Óhætt er að segja að gagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson syndi á móti straumnum í gagnrýni sinni á Kona fer í stríð, kvikmynd Benedikts Erlingssonar sem hefur fengið góðar viðtökur í kvikmyndahúsum hér heima sem erlendis. Í myndinni segir frá baráttu og skemmdarverkum umhverfisverndarsinna, sem Halldóra Geirharðsdóttir leikur, gegn frekari virkjunum. Saklaus kórstjóri á fimmtugsaldri á daginn en slær út háspennulínur á hálendinu á næturnar. „Vond mynd - afar vond. Hún er svo löðrandi í pólitískum rétttrúnaði um umhverfisvernd, ættleiðingu barna, illa meðferð á útlendingum og fleira þess háttar að ég man varla eftir öðru eins úr íslenskri bíómynd,“ segir Jón Viðar sem hefur aldrei verið feiminn við að segja sína skoðun. Athygli vekur að hann tengir við leikstjórann Benedikt Erlingsson og leikarana Halldóru Geirharðsdóttur og Jóhann Sigurðsson svo gagnrýnin fari ekki framhjá þeim. „Ég veit að sumir tíðka að "tagga" ekki þá sem þeir eru að gagnrýna hér á FB, eins þótt hún teljist opinber vettvangur.. Það finnst mér aumingjaskapur og lágkúra. En annars verður hver að hafa sína skoðun á því.“Stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan.Fimm stjörnu dómar Kvikmyndin hefur fengið fimm stjörnu dóma bæði í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu, fullt hús stjarna. „Kona fer í stríð er ævintýri og að horfa á hana er ævintýraleg upplifun. Kvikmyndatakan er frábær, handritið er svakalega vandað og tónlistin er dásamleg, allt við kvikmyndina er í raun til fyrirmyndar,” sagði Brynja Hjálmsdóttir, gagnrýnandi Morgunblaðsins, um myndina. „Ofboðslega falleg kvikmynd þar sem heillandi myndmál, frábær leikur, falleg saga, meitlað handrit og mergjuð notkun tónlistar renna saman í náttúruafl sem Benedikt Erlingsson virkjar með einhverjum óræðum galdri. Kona sem fer í stríð er lítið, krúttlegt náttúruafl,“ sagði Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu. Sýn Jóns Viðars á myndina er nokkuð ólík þeirri sem birtist í gagnrýni dagblaðanna.Sitt sýnist hverjum um Jón Viðar og hans gagnrýni. Hefur mörgum þótt hann ganga of langt í nálgun sinni undanfarin ár. Hann ræddi gagnrýni á eigin gagnrýni á Bylgjunni á sínum tíma.Navíur sentimentalismi „Aðalpersónan er einhvers konar tvískiptingur, Halldóra Geirharðsdóttir leikur báða partana: annar er Súpermann (afsakið Súperkona) sem býr í 101 R og stundar terrorisma í þágu umhverfisverndar, hinn er jógi sem trúir á frið á jörðu eins og hipparnir; í lok myndarinnar fallast þessir partar í faðma og ganga upp í einhverju sem ég geri ráð fyrir að eiga að að vera æðra vitundarstig, ímynd siðferðislegrar fullkomnunar hér á jörð - eða sú er sýnilega tilætlun Benedikts,“ segir Jón Viðar. „Svo leikur Johann Sigurðarson bónda nokkurn sem er fulltrúi hinnar heilsteyptu, hjartahreinu alþýðu sem býr að sjálfsögðu úti á landi; en það höfum við nú vitað allt frá því Halldór Laxness skrifaði Atómstöðina.“ Jón Viðar veltir fyrir sér hvort Landsvirkjun og Álverið í Straumsvík hafi ekki örugglega styrkt gerð myndarinnar, svo hljóti að vera. „Ef Benedikt er hættur að vinna í leikhúsi til þess að gera svona naívan sentimentalisma þá er verr farið en heima setið hjá honum. Það getur vel verið að þessi mynd geri það gott á kvikmyndahátíðum; hún mun lifa stutt og gleymast.“Halldóra Geirharðsdóttir og Benedikt Erlingsson í Cannes.Semaine de la critique„Besta mynd íslenskrar kvikmyndasögu“ Fjölmargir hafa ýmislegt við gagnrýni Jóns Viðars að athuga. Bókaútgefandanum Kristjáni B. Jónassyni finnst hún heldur grunn og Páll Valsson útgefandi er á sama máli. „Algerlega ósammála. Tvíræðni og háð sem gegnsýrir myndina, og almenn fyndni, setja pólitískan boðskap í annað samhengi og vinnur gegn öllum rétttrúnaði.“ Gagnrýnandinn Arnar Eggert Thoroddsen segir gagnrýni Jóns Viðars sanna „að þetta er besta mynd íslenskrar kvikmyndasögu.“ Kvikmyndin hefur einnig fengið mikið lof fyrir utan landsteinana. Var valin til keppni í Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes.Screen Daily, Cineuropa, Variety og Hollywood Reporter fóru fögrum orðum um myndina þegar hún var sýnd á Cannes í maí.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Selmu Björns misboðið yfir slátrun Jóns Viðars á Óþelló: "Má þetta?“ Jón Viðar Jónsson leikhúsgagnrýnandi er harðorður í nýjustu gagnrýni sinni og finnur Óþelló allt til foráttu. 30. desember 2016 09:04 Kynþokkafyllstu kleinuhringir landsins Kynþokkafyllstu karlmenn Íslands eru margir með kleinuhring til að draga fram karlmannlegar andlitslínurnar. 5. september 2017 11:30 Klisjukenndur happaendir að mati Jóns Viðars: „Svona efni fær bara einn séns“ Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi varð fyrir vonbrigðum með lokaþáttinn af Föngum í gær. 6. febrúar 2017 13:34 „Er De en Melle?“ Jón Viðar fær vart frið á Facebook fyrir erlendum þokkadísum. 9. febrúar 2018 13:29 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Selmu Björns misboðið yfir slátrun Jóns Viðars á Óþelló: "Má þetta?“ Jón Viðar Jónsson leikhúsgagnrýnandi er harðorður í nýjustu gagnrýni sinni og finnur Óþelló allt til foráttu. 30. desember 2016 09:04
Kynþokkafyllstu kleinuhringir landsins Kynþokkafyllstu karlmenn Íslands eru margir með kleinuhring til að draga fram karlmannlegar andlitslínurnar. 5. september 2017 11:30
Klisjukenndur happaendir að mati Jóns Viðars: „Svona efni fær bara einn séns“ Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi varð fyrir vonbrigðum með lokaþáttinn af Föngum í gær. 6. febrúar 2017 13:34
„Er De en Melle?“ Jón Viðar fær vart frið á Facebook fyrir erlendum þokkadísum. 9. febrúar 2018 13:29