Ný gamanþáttaröð frá Jordan Peele Stefán Þór Hjartarson skrifar 3. júlí 2018 06:00 Grínistinn sem skrifaði handrit Óskarsverðlaunamyndarinnar Get Out gefur nú út vísindaskáldskap. Jordan Peele er með nýja þáttaröð á leiðinni og verður hún sýnd á YouTube Premium. Þáttaröðin er unnin með Charlie Sanders, en hann skrifaði Key & Peele ásamt Jordan og fleirum, og munu þessir þættir ganga undir nafninu Weird City og vera sambland af vísindaskáldskap og gríni. Þættirnir verða frumsýndir á næsta ári. Þáttaröðin gerist í borginni Weird (sem á íslensku myndi nefnast Skrítin) í náinni framtíð og er eins og klassískum vísindaskáldskap sæmir ætlað að bregða ákveðnum spegli á heim nútímans – í þessu tilfelli spéspegli. Í fréttatilkynningu um þættina sagði Peele að hann og Charlie Sanders ætluðu sér að koma með „þáttaröð keyrða áfram á gríni og brjálæðislegum vísindaskáldskap og sem gerist í heimi rosalega svipuðum okkar en samt ekki alveg“. Jordan Peele er með fleiri verkefni á leiðinni en í sumar kemur út kvikmyndin BlacKkKlansman sem hann framleiðir ásamt leikstjóranum Spike Lee. Hún kemur í bíóhús í Bandaríkjunum í ágúst. Peele framleiðir einnig gamanþáttaröðina The Last O.G. með Tracy Morgan í aðalhlutverki. Jordan sló heldur betur í gegn með myndinni Get Out árið 2017 en hún hlaut Óskarinn fyrir besta handritið auk þess sem hún var tilnefnd sem besta mynd ársins. Sú var fyrsta kvikmynd Jordans Peele í fullri lengd þannig að líklega eru ansi margir spenntir fyrir að sjá hvað kemur frá honum næst. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Jordan Peele er með nýja þáttaröð á leiðinni og verður hún sýnd á YouTube Premium. Þáttaröðin er unnin með Charlie Sanders, en hann skrifaði Key & Peele ásamt Jordan og fleirum, og munu þessir þættir ganga undir nafninu Weird City og vera sambland af vísindaskáldskap og gríni. Þættirnir verða frumsýndir á næsta ári. Þáttaröðin gerist í borginni Weird (sem á íslensku myndi nefnast Skrítin) í náinni framtíð og er eins og klassískum vísindaskáldskap sæmir ætlað að bregða ákveðnum spegli á heim nútímans – í þessu tilfelli spéspegli. Í fréttatilkynningu um þættina sagði Peele að hann og Charlie Sanders ætluðu sér að koma með „þáttaröð keyrða áfram á gríni og brjálæðislegum vísindaskáldskap og sem gerist í heimi rosalega svipuðum okkar en samt ekki alveg“. Jordan Peele er með fleiri verkefni á leiðinni en í sumar kemur út kvikmyndin BlacKkKlansman sem hann framleiðir ásamt leikstjóranum Spike Lee. Hún kemur í bíóhús í Bandaríkjunum í ágúst. Peele framleiðir einnig gamanþáttaröðina The Last O.G. með Tracy Morgan í aðalhlutverki. Jordan sló heldur betur í gegn með myndinni Get Out árið 2017 en hún hlaut Óskarinn fyrir besta handritið auk þess sem hún var tilnefnd sem besta mynd ársins. Sú var fyrsta kvikmynd Jordans Peele í fullri lengd þannig að líklega eru ansi margir spenntir fyrir að sjá hvað kemur frá honum næst.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Óskarinn 2018: Shape of Water og Frances McDormand stálu senunni Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. 5. mars 2018 05:15