Telja bankastjóra Landsbanka hafa fengið hóflega hækkun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. júlí 2018 08:00 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, fékk hóflega launahækkun að mati bankaráðsins. Fréttablaðið/Eyþór Bankaráð Landsbankans telur sig hafa gætt hófsemi þegar það ákvarðaði að mánaðarlaun bankastjórans skyldu hækka um tæpar 1,2 milljónir á síðasta ári. Ákvörðunin hafi byggt á starfskjarastefnu bankans þar sem kveðið er á um að laun helstu stjórnenda skuli vera samkeppnishæf við kjör annarra stjórnenda stórra fjármálafyrirtækja, nokkuð sem ekki hafi verið raunin með bankastjóra Landsbankans um áralangt skeið.Líkt og Fréttablaðið greindi frá um helgina hækkuðu laun margra forstjóra ríkisfyrirtækja gríðarlega þann 1. júlí í fyrra þegar ákvörðunarvald yfir launum þeirra var fært frá kjararáði til stjórna viðkomandi fyrirtækja. Mánaðarlaun forstjóra Landsvirkjunar, Harðar Arnarsonar, hækkuðu um 58 prósent eða sem nemur ríflega 1,2 milljónum króna.Sjá einnig: Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Fast á hæla Herði í hækkunum kom Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, sem hækkaði um 56 prósent eða tæpar 1,2 milljónir á mánuði. Hækkuðu laun bankastjórans úr 2.089.093 krónum á mánuði í 3.250.000 krónur. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins kom fram að stjórn Landsvirkjunar taldi sig vera að efna ráðningarsamning við Hörð frá árinu 2009, áður en forstjórinn færðist undir kjararáð.Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs og starfskjaranefndar Landsbankans.Í svari frá Landsbankanum við fyrirspurn Fréttablaðsins þar sem óskað var skýringa frá bankaráði á þeirri ákvörðun að hækka laun bankastjórans um 56 prósent á einu bretti, segir að það byggi á starfskjarastefnu bankans sem samþykkt sé á aðalfundi. „Um að starfskjör helstu stjórnenda skuli vera samkeppnishæf við kjör stjórnenda í stærri fjármálafyrirtækjum á fjármálamarkaði og ákveðin í samræmi við lög en þó ekki leiðandi.“ Eins og fram hefur komið beindi fjármála- og efnahagsráðuneytið þeim tilmælum til stjórna ríkisfyrirtækja í ársbyrjun 2017 að launahækkunum forstjóra yrði stillt í hóf eftir breytingarnar 1. júlí. Aðspurð hvernig launahækkun bankastjórans í fyrra samræmist þeim tilmælum segir: „Í kjölfar lagabreytingarinnar hefur bankaráð tekið starfskjör bankastjóra til endurskoðunar og lagt til grundvallar að gætt sé hófsemi varðandi launakjör, en að laun stjórnenda eigi að standast samanburð á þeim sviðum sem bankinn starfar á, en séu ekki leiðandi. Bankastjóri Landsbankans hefur um áralangt skeið ekki notið kjara í samræmi við starfskjarastefnu bankans.“ Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Steinþór Pálsson, gerði oft athugasemdir við launakjör sín á sínum tíma og benti á að hann sem bankastjóri væri með lægri laun en margir undirmanna hans. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Bankaráð Landsbankans telur sig hafa gætt hófsemi þegar það ákvarðaði að mánaðarlaun bankastjórans skyldu hækka um tæpar 1,2 milljónir á síðasta ári. Ákvörðunin hafi byggt á starfskjarastefnu bankans þar sem kveðið er á um að laun helstu stjórnenda skuli vera samkeppnishæf við kjör annarra stjórnenda stórra fjármálafyrirtækja, nokkuð sem ekki hafi verið raunin með bankastjóra Landsbankans um áralangt skeið.Líkt og Fréttablaðið greindi frá um helgina hækkuðu laun margra forstjóra ríkisfyrirtækja gríðarlega þann 1. júlí í fyrra þegar ákvörðunarvald yfir launum þeirra var fært frá kjararáði til stjórna viðkomandi fyrirtækja. Mánaðarlaun forstjóra Landsvirkjunar, Harðar Arnarsonar, hækkuðu um 58 prósent eða sem nemur ríflega 1,2 milljónum króna.Sjá einnig: Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Fast á hæla Herði í hækkunum kom Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, sem hækkaði um 56 prósent eða tæpar 1,2 milljónir á mánuði. Hækkuðu laun bankastjórans úr 2.089.093 krónum á mánuði í 3.250.000 krónur. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins kom fram að stjórn Landsvirkjunar taldi sig vera að efna ráðningarsamning við Hörð frá árinu 2009, áður en forstjórinn færðist undir kjararáð.Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs og starfskjaranefndar Landsbankans.Í svari frá Landsbankanum við fyrirspurn Fréttablaðsins þar sem óskað var skýringa frá bankaráði á þeirri ákvörðun að hækka laun bankastjórans um 56 prósent á einu bretti, segir að það byggi á starfskjarastefnu bankans sem samþykkt sé á aðalfundi. „Um að starfskjör helstu stjórnenda skuli vera samkeppnishæf við kjör stjórnenda í stærri fjármálafyrirtækjum á fjármálamarkaði og ákveðin í samræmi við lög en þó ekki leiðandi.“ Eins og fram hefur komið beindi fjármála- og efnahagsráðuneytið þeim tilmælum til stjórna ríkisfyrirtækja í ársbyrjun 2017 að launahækkunum forstjóra yrði stillt í hóf eftir breytingarnar 1. júlí. Aðspurð hvernig launahækkun bankastjórans í fyrra samræmist þeim tilmælum segir: „Í kjölfar lagabreytingarinnar hefur bankaráð tekið starfskjör bankastjóra til endurskoðunar og lagt til grundvallar að gætt sé hófsemi varðandi launakjör, en að laun stjórnenda eigi að standast samanburð á þeim sviðum sem bankinn starfar á, en séu ekki leiðandi. Bankastjóri Landsbankans hefur um áralangt skeið ekki notið kjara í samræmi við starfskjarastefnu bankans.“ Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Steinþór Pálsson, gerði oft athugasemdir við launakjör sín á sínum tíma og benti á að hann sem bankastjóri væri með lægri laun en margir undirmanna hans.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00