Erfið staða Ólöf Skaftadóttir skrifar 4. júlí 2018 10:00 Þrjátíu ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítalanum. Ljóst er að uppsagnirnar hafa mikil áhrif. Útskriftum mæðra og nýbura hefur verið flýtt. Stjórnendur og sérfræðingar á spítalanum funda á átta tíma fresti vegna stöðunnar sem upp er komin. Mun færri ljósmæður eru á vakt á meðgöngu- og sængurlegudeild en lágmarkið gerir ráð fyrir. Þetta er auðvitað ótækt ástand og ekki boðlegt gagnvart þeim verðandi foreldrum sem nú bíða eftir því að eignast barn. Ljóst er að fæðingum fækkar ekki, þótt sólin láti vonandi sjá sig í nokkra daga í júlí. Álagið kemur til með að aukast á deildinni vegna almennra sumarleyfa. Á sumrin dregur einnig úr starfsemi annarra heilbrigðisstofnana í landinu. Formaður samninganefndar ljósmæðra hefur sagt félagsmenn fara fram á launaleiðréttingu en ekki hækkanir umfram aðrar stéttir. Þetta ruglar umræðuna. Árið 2008 fengu ljósmæður 16 prósenta hækkun umfram önnur félög innan Bandalags háskólamanna, sem leiðréttingu vegna viðurkenningar á aukinni menntun. Frá þeim tíma hafa ljósmæður fengið sömu hækkanir og önnur félög innan bandalagsins. Það er þekkt að almennt er lítið svigrúm fyrir launahækkanir hér á landi án þess að þær leiði til verðbólgu og hærri vaxta. Á því tapa allir. Þannig að ef einn hópur hækkar miklu meira en annar þarf ástæðan að vera ærin, svo aðrar stéttir elti ekki. Formaðurinn segir kröfu ljósmæðra einnig þá að ljósmóðir geti lifað sómasamlega af því að vinna dagvinnu. Könnun meðal stéttarinnar bendi til þess að þær vilji 671 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði, sem jafngildir hækkun grunnlauna um 17 prósent. Fá störf eru mikilvægari en að taka á móti börnum. Það er líka ljóst að börn koma ekki í heiminn á milli níu og fimm. Starf ljósmæðra er unnið allan sólarhringinn, allan ársins hring. Á aðfangadagskvöld og afmælisdögum, nótt sem dag. Þetta vita þeir sem námið velja. Þannig er erfitt að tala um grunnlaun stétta eins og ljósmæðra. Samkvæmt kjarakönnun háskólamanna eru meðallaun ljósmæðra fyrir fullt starf um 848.224 krónur á mánuði, sem skiptast í grunnlaun, yfirvinnu, vaktaálag og önnur laun. Stéttin hefur næsthæstu tekjur allra félagsmanna. Tekjur ljósmæðra eru hærri en lögfræðinga, sálfræðinga, dýralækna, háskólakennara og ráðuneytisstarfsmanna. Eina stétt bandalagsins sem er með hærri tekjur en ljósmæður eru háskólaprófessorar. Stjórnvöld geta vitaskuld að hluta til kennt sér um hvernig komið er fyrir launabaráttu í landinu. Nægir þar að nefna vanhugsaðar ákvarðanir Kjararáðs á undanförnum misserum. Þeir sem nú standa í viðræðum við ljósmæður eru ekki öfundsverðir. Þeir þurfa að huga að hvoru tveggja; mikilvægi starfs þeirra og heilsu þjóðarbúsins. Vonandi verður samið við ljósmæður sem allra fyrst. Að þessu sinni og héðan í frá verður skynsemin þó að trompa tilfinningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Halldór 16.11.2024 skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þrjátíu ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítalanum. Ljóst er að uppsagnirnar hafa mikil áhrif. Útskriftum mæðra og nýbura hefur verið flýtt. Stjórnendur og sérfræðingar á spítalanum funda á átta tíma fresti vegna stöðunnar sem upp er komin. Mun færri ljósmæður eru á vakt á meðgöngu- og sængurlegudeild en lágmarkið gerir ráð fyrir. Þetta er auðvitað ótækt ástand og ekki boðlegt gagnvart þeim verðandi foreldrum sem nú bíða eftir því að eignast barn. Ljóst er að fæðingum fækkar ekki, þótt sólin láti vonandi sjá sig í nokkra daga í júlí. Álagið kemur til með að aukast á deildinni vegna almennra sumarleyfa. Á sumrin dregur einnig úr starfsemi annarra heilbrigðisstofnana í landinu. Formaður samninganefndar ljósmæðra hefur sagt félagsmenn fara fram á launaleiðréttingu en ekki hækkanir umfram aðrar stéttir. Þetta ruglar umræðuna. Árið 2008 fengu ljósmæður 16 prósenta hækkun umfram önnur félög innan Bandalags háskólamanna, sem leiðréttingu vegna viðurkenningar á aukinni menntun. Frá þeim tíma hafa ljósmæður fengið sömu hækkanir og önnur félög innan bandalagsins. Það er þekkt að almennt er lítið svigrúm fyrir launahækkanir hér á landi án þess að þær leiði til verðbólgu og hærri vaxta. Á því tapa allir. Þannig að ef einn hópur hækkar miklu meira en annar þarf ástæðan að vera ærin, svo aðrar stéttir elti ekki. Formaðurinn segir kröfu ljósmæðra einnig þá að ljósmóðir geti lifað sómasamlega af því að vinna dagvinnu. Könnun meðal stéttarinnar bendi til þess að þær vilji 671 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði, sem jafngildir hækkun grunnlauna um 17 prósent. Fá störf eru mikilvægari en að taka á móti börnum. Það er líka ljóst að börn koma ekki í heiminn á milli níu og fimm. Starf ljósmæðra er unnið allan sólarhringinn, allan ársins hring. Á aðfangadagskvöld og afmælisdögum, nótt sem dag. Þetta vita þeir sem námið velja. Þannig er erfitt að tala um grunnlaun stétta eins og ljósmæðra. Samkvæmt kjarakönnun háskólamanna eru meðallaun ljósmæðra fyrir fullt starf um 848.224 krónur á mánuði, sem skiptast í grunnlaun, yfirvinnu, vaktaálag og önnur laun. Stéttin hefur næsthæstu tekjur allra félagsmanna. Tekjur ljósmæðra eru hærri en lögfræðinga, sálfræðinga, dýralækna, háskólakennara og ráðuneytisstarfsmanna. Eina stétt bandalagsins sem er með hærri tekjur en ljósmæður eru háskólaprófessorar. Stjórnvöld geta vitaskuld að hluta til kennt sér um hvernig komið er fyrir launabaráttu í landinu. Nægir þar að nefna vanhugsaðar ákvarðanir Kjararáðs á undanförnum misserum. Þeir sem nú standa í viðræðum við ljósmæður eru ekki öfundsverðir. Þeir þurfa að huga að hvoru tveggja; mikilvægi starfs þeirra og heilsu þjóðarbúsins. Vonandi verður samið við ljósmæður sem allra fyrst. Að þessu sinni og héðan í frá verður skynsemin þó að trompa tilfinningar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun