Alþingi áformar að birta launaupplýsingar fyrrverandi þingmanna Heimir Már Pétursson skrifar 4. júlí 2018 12:48 Alþingi áformar að birta upplýsingar um laun og fastar kostnaðargreiðslur þingmanna allt aftur til ársins 2007 líkt og gert er vegna launa og greiðslna til þeirra sem nú sitja á Alþingi. Fyrrverandi þingmönnum er veittur frestur til loka næstu viku til að skila inn athugasemdum. Alþingi uppfærir í dag reglulega upplýsingar um laun og fastar kostnaðargreiðslur þeirra sem nú sitja á þingi og hefur gert það frá byrjun þessa árs. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hefur sent öllum þeim sem setið hafa á Alþingi frá kosningunum 2007 bréf þar sem þeim er tilkynnt að forsætisnefnd þingsins hafi einnig ákveðið að birta sams konar upplýsingar um þá. Upplýsingarnar verða þó aðeins sundurliðaðar eftir árum en ekki mánuðum eins og hjá þeim sem nú sitja á þingi. Um er að ræða upplýsingar um launagreiðslur, þar með taldar álagsgreiðslur vegna formennsku í nefndum og svo framvegis sem og upplýsingar um kostnaðargreiðslur til dæmis vegna húsnæðis- og dvalarkostnaðar. Þá verða einnig birtar upplýsingar um hvað hver þingmaður hefur fengið endurgreitt fyrir útlagðan kostnað eins og feðakostnað innanlands. Gögnin geyma persónuupplýsingar og telst birting þeirra því til vinnslu upplýsinga samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga samkvæmt bréfi forseta Alþingis til þingmannanna fyrrverandi. Hins vegar geti óskráðar meginreglur um upplýsingarétt almennings átt við um þessa starfsemi Alþingis. Þá hafi sú stefnumótun sem fram komi í gildandi upplýsingalögum um réttindi almennings til aðgangs að uppýsingum um heildarlaun stjórnenda og æðstu embættismanna þýðingu í þessum efnum sem og lög um kjararáð. Í bréfi forseta Alþingis er fyrrverandi alþingismönnum sem kjörnir voru til þings á árunum 2007 til 2016 gefinn frestur til föstudagsins í næstu viku til að koma á framfæri athugasemdum við þessa fyrirætlan þingsins. Steingrímur J. Sigfússon vildi ekki veita viðtal vegna þessa máls þegar eftir því var leitað og taldi rétt að bíða þar til frestur þingmannanna fyrrverandi rynni út hinn 13. júlí. Steingrímur tók hins vegar fram að birting þessarra upplýsinga myndi ekki ná til látinna þingmanna. Þá hafði verið ákveðið að fara ekki lengra aftur í tímann en til 2007 vegna þess að frá þeim tíma til dagsins í dag hefðu reglur um greiðslur til þingmanna ekki breyst mikið og því samanburðarhæfar. Alþingi Tengdar fréttir Greiðslur til þingmanna verði aðgengilegar á heimasíðu Alþingis Forseti þingsins kveðst sammála ákalli um aukið gagnsæi. Aftur á móti geti þingið ekki endurskoðað gjaldskrána sem þingmenn fá greitt eftir. 15. febrúar 2018 20:30 Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Sjá meira
Alþingi áformar að birta upplýsingar um laun og fastar kostnaðargreiðslur þingmanna allt aftur til ársins 2007 líkt og gert er vegna launa og greiðslna til þeirra sem nú sitja á Alþingi. Fyrrverandi þingmönnum er veittur frestur til loka næstu viku til að skila inn athugasemdum. Alþingi uppfærir í dag reglulega upplýsingar um laun og fastar kostnaðargreiðslur þeirra sem nú sitja á þingi og hefur gert það frá byrjun þessa árs. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hefur sent öllum þeim sem setið hafa á Alþingi frá kosningunum 2007 bréf þar sem þeim er tilkynnt að forsætisnefnd þingsins hafi einnig ákveðið að birta sams konar upplýsingar um þá. Upplýsingarnar verða þó aðeins sundurliðaðar eftir árum en ekki mánuðum eins og hjá þeim sem nú sitja á þingi. Um er að ræða upplýsingar um launagreiðslur, þar með taldar álagsgreiðslur vegna formennsku í nefndum og svo framvegis sem og upplýsingar um kostnaðargreiðslur til dæmis vegna húsnæðis- og dvalarkostnaðar. Þá verða einnig birtar upplýsingar um hvað hver þingmaður hefur fengið endurgreitt fyrir útlagðan kostnað eins og feðakostnað innanlands. Gögnin geyma persónuupplýsingar og telst birting þeirra því til vinnslu upplýsinga samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga samkvæmt bréfi forseta Alþingis til þingmannanna fyrrverandi. Hins vegar geti óskráðar meginreglur um upplýsingarétt almennings átt við um þessa starfsemi Alþingis. Þá hafi sú stefnumótun sem fram komi í gildandi upplýsingalögum um réttindi almennings til aðgangs að uppýsingum um heildarlaun stjórnenda og æðstu embættismanna þýðingu í þessum efnum sem og lög um kjararáð. Í bréfi forseta Alþingis er fyrrverandi alþingismönnum sem kjörnir voru til þings á árunum 2007 til 2016 gefinn frestur til föstudagsins í næstu viku til að koma á framfæri athugasemdum við þessa fyrirætlan þingsins. Steingrímur J. Sigfússon vildi ekki veita viðtal vegna þessa máls þegar eftir því var leitað og taldi rétt að bíða þar til frestur þingmannanna fyrrverandi rynni út hinn 13. júlí. Steingrímur tók hins vegar fram að birting þessarra upplýsinga myndi ekki ná til látinna þingmanna. Þá hafði verið ákveðið að fara ekki lengra aftur í tímann en til 2007 vegna þess að frá þeim tíma til dagsins í dag hefðu reglur um greiðslur til þingmanna ekki breyst mikið og því samanburðarhæfar.
Alþingi Tengdar fréttir Greiðslur til þingmanna verði aðgengilegar á heimasíðu Alþingis Forseti þingsins kveðst sammála ákalli um aukið gagnsæi. Aftur á móti geti þingið ekki endurskoðað gjaldskrána sem þingmenn fá greitt eftir. 15. febrúar 2018 20:30 Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Sjá meira
Greiðslur til þingmanna verði aðgengilegar á heimasíðu Alþingis Forseti þingsins kveðst sammála ákalli um aukið gagnsæi. Aftur á móti geti þingið ekki endurskoðað gjaldskrána sem þingmenn fá greitt eftir. 15. febrúar 2018 20:30
Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24