Eftirlit með Airbnb skilað fjölda skráninga Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. júlí 2018 06:00 Þórdís Kolbrún ætlar að halda áfram að skoða gististarfsemi hér á landi og hyggst fá önnur ráðuneyti að borðinu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Aukið eftirlit með heimagistingu hefur skilað 75 nýskráningum á einni viku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, og Þórhólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, samþykktu þann 27. júní síðastliðinn að auka við mannafla hjá embætti sýslumanns með það fyrir augum að efla eftirlit með skráningum heimagistinga. Um var að ræða samning sem kveður á um 64 milljóna króna fjárveitingu til embættisins. „Níutíu daga reglan þarf að opnast til framkvæmda og þá þarf fólk að skrá sig. Þannig getum við spilað eftir reglunum,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við Fréttablaðið. Öllum þeim sem leigja íbúð í skammtímaleigu er gert að sækja um rekstrarleyfi, en undantekning er gerð ef leigja á út fasteign í minna en níutíu daga á ári, þó skylda sé að skrá slíka starfsemi í gegnum vef sýslumanns. „Það er ósanngjarnt gagnvart löglegum rekstri að menn komist upp með að spila ekki eftir reglunum. Ég batt miklar vonir við þetta samstarf við sýslumann og vænti þess að við myndum sjá stóraukinn fjölda skráninga heimagistingar og því er það mjög gleðilegt að þetta sem komið er hafi gerst á svona skömmum tíma,“ segir hún og bætir við að áfram verði skoðað hvernig bæta megi umgjörð gististarfsemi. „Við höldum áfram að skoða málefni tengd gististarfsemi með öðrum ráðuneytum, skattinum og öðrum aðilum stjórnkerfisins sem hafa það sameiginlega verkefni að móta heildstæða umgjörð og eftirlit með heimagistingu.“ Um fjögur hundruð ábendingar um leyfislausar heimagistingar voru á borði sýslumanns þegar ákveðið var að auka eftirlitið. Starfsfólki sem annast eftirlitið var fjölgað úr þremur í ellefu en ríkisstjórnin taldi þess þörf í ljósi fjölgunar heimagistinga. Slíkar gistingar hafa sótt mjög í sig veðrið að undanförnu, og þá einna helst í gegnum leiguvefinn Airbnb. Aðeins hefur hægt á vexti tekna vegna útleigu íbúða á Airbnb en á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru tekjurnar fjórir milljarðar, samanborið við þrjá milljarða króna í fyrra. Reykjavík er sú höfuðborg í Vestur-Evrópu sem er með næstflestar Airbnb-skráningar miðað við höfðatölu, á eftir Lissabon í Portúgal. Áætlað er að um sex þúsund íbúðir séu í útleigu á airbnb, þar af um 1.500 til 2.000 í stöðugri útleigu, að því er fram kemur í skýrslu Íbúðalánasjóðs. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hægari vöxtur en áður í Airbnb hér á landi Tekjur af Airbnb-útleigu á Íslandi hafa vaxið hægar á fyrstu mánuðum ársins en á sama tímabili síðustu ár. 20. júní 2018 14:52 Undirrituðu samning um hert eftirlit með heimagistingu Eftirlit verður þar með mun virkara og sýnilegra og verður eftirlitsmönnum fjölgað úr þrjá í ellefu. 27. júní 2018 14:33 Óskráð gisting á landsbyggðinni aukist Óskráðri gistingu á landsbyggðinni hefur fjölgað gríðarlega og þá sérstaklega á Austurlandi. 1. júlí 2018 15:42 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Sjá meira
Aukið eftirlit með heimagistingu hefur skilað 75 nýskráningum á einni viku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, og Þórhólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, samþykktu þann 27. júní síðastliðinn að auka við mannafla hjá embætti sýslumanns með það fyrir augum að efla eftirlit með skráningum heimagistinga. Um var að ræða samning sem kveður á um 64 milljóna króna fjárveitingu til embættisins. „Níutíu daga reglan þarf að opnast til framkvæmda og þá þarf fólk að skrá sig. Þannig getum við spilað eftir reglunum,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við Fréttablaðið. Öllum þeim sem leigja íbúð í skammtímaleigu er gert að sækja um rekstrarleyfi, en undantekning er gerð ef leigja á út fasteign í minna en níutíu daga á ári, þó skylda sé að skrá slíka starfsemi í gegnum vef sýslumanns. „Það er ósanngjarnt gagnvart löglegum rekstri að menn komist upp með að spila ekki eftir reglunum. Ég batt miklar vonir við þetta samstarf við sýslumann og vænti þess að við myndum sjá stóraukinn fjölda skráninga heimagistingar og því er það mjög gleðilegt að þetta sem komið er hafi gerst á svona skömmum tíma,“ segir hún og bætir við að áfram verði skoðað hvernig bæta megi umgjörð gististarfsemi. „Við höldum áfram að skoða málefni tengd gististarfsemi með öðrum ráðuneytum, skattinum og öðrum aðilum stjórnkerfisins sem hafa það sameiginlega verkefni að móta heildstæða umgjörð og eftirlit með heimagistingu.“ Um fjögur hundruð ábendingar um leyfislausar heimagistingar voru á borði sýslumanns þegar ákveðið var að auka eftirlitið. Starfsfólki sem annast eftirlitið var fjölgað úr þremur í ellefu en ríkisstjórnin taldi þess þörf í ljósi fjölgunar heimagistinga. Slíkar gistingar hafa sótt mjög í sig veðrið að undanförnu, og þá einna helst í gegnum leiguvefinn Airbnb. Aðeins hefur hægt á vexti tekna vegna útleigu íbúða á Airbnb en á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru tekjurnar fjórir milljarðar, samanborið við þrjá milljarða króna í fyrra. Reykjavík er sú höfuðborg í Vestur-Evrópu sem er með næstflestar Airbnb-skráningar miðað við höfðatölu, á eftir Lissabon í Portúgal. Áætlað er að um sex þúsund íbúðir séu í útleigu á airbnb, þar af um 1.500 til 2.000 í stöðugri útleigu, að því er fram kemur í skýrslu Íbúðalánasjóðs.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hægari vöxtur en áður í Airbnb hér á landi Tekjur af Airbnb-útleigu á Íslandi hafa vaxið hægar á fyrstu mánuðum ársins en á sama tímabili síðustu ár. 20. júní 2018 14:52 Undirrituðu samning um hert eftirlit með heimagistingu Eftirlit verður þar með mun virkara og sýnilegra og verður eftirlitsmönnum fjölgað úr þrjá í ellefu. 27. júní 2018 14:33 Óskráð gisting á landsbyggðinni aukist Óskráðri gistingu á landsbyggðinni hefur fjölgað gríðarlega og þá sérstaklega á Austurlandi. 1. júlí 2018 15:42 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Sjá meira
Hægari vöxtur en áður í Airbnb hér á landi Tekjur af Airbnb-útleigu á Íslandi hafa vaxið hægar á fyrstu mánuðum ársins en á sama tímabili síðustu ár. 20. júní 2018 14:52
Undirrituðu samning um hert eftirlit með heimagistingu Eftirlit verður þar með mun virkara og sýnilegra og verður eftirlitsmönnum fjölgað úr þrjá í ellefu. 27. júní 2018 14:33
Óskráð gisting á landsbyggðinni aukist Óskráðri gistingu á landsbyggðinni hefur fjölgað gríðarlega og þá sérstaklega á Austurlandi. 1. júlí 2018 15:42