Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. júlí 2018 06:00 VÍSIR/VILHELM Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. Þetta segir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í yfirlýsingu vegna kjaradeilu ljósmæðra. Bjarni lét hafa eftir sér í vikunni að aðferðir Íslendinga við að ná fram niðurstöðu í kjaradeilum væru meingallaðar. Birting fjármálaráðuneytisins á launatölum ljósmæðra og samanburði við aðrar stéttir hefur vakið hörð viðbrögð og er ráðherrann sakaður um að að hella olíu á eldinn í viðkvæmri og alvarlegri deilu. Hjúkrunarfræðingar segja tölurnar ekki gefa rétta mynd. „Ljósmæður eru að hætta störfum, uppsagnir hafa tekið gildi og eru fleiri uppsagnir yfirvofandi. Hjúkrunarfræðingar hafa horft upp á það í lengri tíma að hjúkrunarfræðingar eru að hætta í starfi, fara í önnur betur launuð störf og sífellt fleiri hjúkrunarfræðinga vantar til starfa. Skrifaðar hafa verið skýrslur, m.a. af Fíh og Ríkisendurskoðun um málið þar sem lagðar eru til leiðir til að bregðast við en lítið ber á raunverulegum aðgerðum til þess að breyta þessu ástandi. Það sama virðist vera að gerast hjá ljósmæðrum,“ segir í yfirlýsingu hjúkrunarfræðinga. Minna þeir á að íslensk stjórnvöld beri ábyrgð á að landsmenn njóti fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og að ljósmæður eigi stóran hlut í þeim árangri sem náðst hafi á síðustu áratugum í ungbarna- og mæðravernd. „Þeim árangri er stefnt í hættu með aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda. Staðan er grafalvarleg og skorar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga því á fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við ljósmæður.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46 Segir ljósmæður verða að skýra betur hvað þær eigi við með launaleiðréttingu Fármálaráðherra segir það áratugalanga sögu að enginn hópur sættir sig við að vera skilinn eftir í samanburði við aðra þegar kemur að launakjörum en að gögn fjármálaráðuneytisins sýni að ljósmæður hafi ekki setið eftir gagnvart samanburðarhópum. 3. júlí 2018 18:33 Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. Þetta segir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í yfirlýsingu vegna kjaradeilu ljósmæðra. Bjarni lét hafa eftir sér í vikunni að aðferðir Íslendinga við að ná fram niðurstöðu í kjaradeilum væru meingallaðar. Birting fjármálaráðuneytisins á launatölum ljósmæðra og samanburði við aðrar stéttir hefur vakið hörð viðbrögð og er ráðherrann sakaður um að að hella olíu á eldinn í viðkvæmri og alvarlegri deilu. Hjúkrunarfræðingar segja tölurnar ekki gefa rétta mynd. „Ljósmæður eru að hætta störfum, uppsagnir hafa tekið gildi og eru fleiri uppsagnir yfirvofandi. Hjúkrunarfræðingar hafa horft upp á það í lengri tíma að hjúkrunarfræðingar eru að hætta í starfi, fara í önnur betur launuð störf og sífellt fleiri hjúkrunarfræðinga vantar til starfa. Skrifaðar hafa verið skýrslur, m.a. af Fíh og Ríkisendurskoðun um málið þar sem lagðar eru til leiðir til að bregðast við en lítið ber á raunverulegum aðgerðum til þess að breyta þessu ástandi. Það sama virðist vera að gerast hjá ljósmæðrum,“ segir í yfirlýsingu hjúkrunarfræðinga. Minna þeir á að íslensk stjórnvöld beri ábyrgð á að landsmenn njóti fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og að ljósmæður eigi stóran hlut í þeim árangri sem náðst hafi á síðustu áratugum í ungbarna- og mæðravernd. „Þeim árangri er stefnt í hættu með aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda. Staðan er grafalvarleg og skorar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga því á fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við ljósmæður.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46 Segir ljósmæður verða að skýra betur hvað þær eigi við með launaleiðréttingu Fármálaráðherra segir það áratugalanga sögu að enginn hópur sættir sig við að vera skilinn eftir í samanburði við aðra þegar kemur að launakjörum en að gögn fjármálaráðuneytisins sýni að ljósmæður hafi ekki setið eftir gagnvart samanburðarhópum. 3. júlí 2018 18:33 Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46
Segir ljósmæður verða að skýra betur hvað þær eigi við með launaleiðréttingu Fármálaráðherra segir það áratugalanga sögu að enginn hópur sættir sig við að vera skilinn eftir í samanburði við aðra þegar kemur að launakjörum en að gögn fjármálaráðuneytisins sýni að ljósmæður hafi ekki setið eftir gagnvart samanburðarhópum. 3. júlí 2018 18:33
Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00