Telur varhugavert að aðrir en ljósmæður sinni mæðravernd Sveinn Arnarsson skrifar 9. júlí 2018 07:00 Samningalota ljósmæðra við ríkið hefur nú tekið sem samsvarar meðal meðgöngutíma kvenna. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Kvíði fyrir fæðingu er sjálfstæður áhættuþáttur verðandi mæðra og hvers kyns kvíði og álag sem konur eru undir rétt fyrir fæðingu getur þýtt frekari inngrip í fæðingunni sjálfri. Einnig skiptir miklu máli að ljósmæður sjái um fræðslu og umönnun á meðgöngu. Þetta segir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði við Háskóla Íslands.Betri líðan á meðgöngu Ljósmæðrastýrð þjónusta á meðgöngu og í fæðingu er betri fyrir hina verðandi móður en þjónusta sem stýrt er af lækni. Því er mikilvægt að þjónustu við verðandi mæður sé stýrt af ljósmæðrum og óæskilegt að aðrar heilbrigðisstéttir, svo sem læknar, stýri henni. „Það hefur komið í ljós í rannsóknum að þjónusta, sem stýrt er af ljósmæðrum á meðgöngu og í fæðingu, hefur jákvæð áhrif á bæði fæðingarþyngd barna og nýbura- og ungbarnadauða. Einnig skiptir þessi þjónusta miklu máli fyrir heilsu móður, líðan hennar á meðgöngu, brjóstagjöf og möguleg inngrip í fæðingu,“ segir Rúnar.Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði.VísirVarar við hættumerkjum „Það er mikilvægt fyrir hina verðandi móður að hún upplifi og skynji öryggi þegar kemur að þjónustunni. Ef það verður skortur á ljósmæðrum og aðrir heilbrigðisstarfsmenn fara að sinna þessum störfum á meðgöngu, þá geta verið þar ákveðin hættumerki út frá rannsóknum,“ heldur Rúnar áfram. Á annan tug ljósmæðra hafa sagt upp störfum vegna bágra kjara og hefur vantað ljósmæður á allar vaktir á Landspítalanum síðan þær gengu út í lok síðasta mánaðar. Enn er ósamið í deilu ljósmæðra og ríkisins og hefur samningalotan nú staðið yfir í um 40 vikur, eða sem nemur meðalmeðgöngutíma móður. „Styrkur ljósmæðra felst í nokkrum þáttum og að æskilegt sé að ljósmóðir sé virkur hluti af þjónustu við mæður og fylgi konunni frá fyrstu heimsókn til fæðingar. Það hefur áhrif á næringu ungbarna, brjóstagjöf og andlega heilsu móður. Styrkurinn felst einmitt í þessari skjólstæðingafræðslu,“ bætir Rúnar við Birtist í Fréttablaðinu Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Segja velferð kvenna, barna og samfélagsins alls ógnað Læknar á Vesturlandi lýsa yfir áhyggjum af ástandinu. 6. júlí 2018 11:17 Segir kjaradeilur og heilbrigðisþjónustu „eitraða blöndu“ Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tjáir sig bæði um ljósmæðradeiluna og nýjasta úrskurð kjararáðs í pistli á heimasíðu spítalans í dag. 6. júlí 2018 18:33 Örvæntingarfullir foreldrar komast ekki að hjá Björkinni Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. 6. júlí 2018 16:30 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Kvíði fyrir fæðingu er sjálfstæður áhættuþáttur verðandi mæðra og hvers kyns kvíði og álag sem konur eru undir rétt fyrir fæðingu getur þýtt frekari inngrip í fæðingunni sjálfri. Einnig skiptir miklu máli að ljósmæður sjái um fræðslu og umönnun á meðgöngu. Þetta segir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði við Háskóla Íslands.Betri líðan á meðgöngu Ljósmæðrastýrð þjónusta á meðgöngu og í fæðingu er betri fyrir hina verðandi móður en þjónusta sem stýrt er af lækni. Því er mikilvægt að þjónustu við verðandi mæður sé stýrt af ljósmæðrum og óæskilegt að aðrar heilbrigðisstéttir, svo sem læknar, stýri henni. „Það hefur komið í ljós í rannsóknum að þjónusta, sem stýrt er af ljósmæðrum á meðgöngu og í fæðingu, hefur jákvæð áhrif á bæði fæðingarþyngd barna og nýbura- og ungbarnadauða. Einnig skiptir þessi þjónusta miklu máli fyrir heilsu móður, líðan hennar á meðgöngu, brjóstagjöf og möguleg inngrip í fæðingu,“ segir Rúnar.Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði.VísirVarar við hættumerkjum „Það er mikilvægt fyrir hina verðandi móður að hún upplifi og skynji öryggi þegar kemur að þjónustunni. Ef það verður skortur á ljósmæðrum og aðrir heilbrigðisstarfsmenn fara að sinna þessum störfum á meðgöngu, þá geta verið þar ákveðin hættumerki út frá rannsóknum,“ heldur Rúnar áfram. Á annan tug ljósmæðra hafa sagt upp störfum vegna bágra kjara og hefur vantað ljósmæður á allar vaktir á Landspítalanum síðan þær gengu út í lok síðasta mánaðar. Enn er ósamið í deilu ljósmæðra og ríkisins og hefur samningalotan nú staðið yfir í um 40 vikur, eða sem nemur meðalmeðgöngutíma móður. „Styrkur ljósmæðra felst í nokkrum þáttum og að æskilegt sé að ljósmóðir sé virkur hluti af þjónustu við mæður og fylgi konunni frá fyrstu heimsókn til fæðingar. Það hefur áhrif á næringu ungbarna, brjóstagjöf og andlega heilsu móður. Styrkurinn felst einmitt í þessari skjólstæðingafræðslu,“ bætir Rúnar við
Birtist í Fréttablaðinu Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Segja velferð kvenna, barna og samfélagsins alls ógnað Læknar á Vesturlandi lýsa yfir áhyggjum af ástandinu. 6. júlí 2018 11:17 Segir kjaradeilur og heilbrigðisþjónustu „eitraða blöndu“ Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tjáir sig bæði um ljósmæðradeiluna og nýjasta úrskurð kjararáðs í pistli á heimasíðu spítalans í dag. 6. júlí 2018 18:33 Örvæntingarfullir foreldrar komast ekki að hjá Björkinni Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. 6. júlí 2018 16:30 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Segja velferð kvenna, barna og samfélagsins alls ógnað Læknar á Vesturlandi lýsa yfir áhyggjum af ástandinu. 6. júlí 2018 11:17
Segir kjaradeilur og heilbrigðisþjónustu „eitraða blöndu“ Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tjáir sig bæði um ljósmæðradeiluna og nýjasta úrskurð kjararáðs í pistli á heimasíðu spítalans í dag. 6. júlí 2018 18:33
Örvæntingarfullir foreldrar komast ekki að hjá Björkinni Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. 6. júlí 2018 16:30