Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. júní 2018 09:00 Enginn ríkisforstjóri hækkaði jafnmikið í launum og Hörður Arnarson við að færast undan kjararáði. Fréttablaðið/Ernir Mánaðarlaun forstjóra Landsvirkjunar og bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir í fyrra þegar ákvörðunarvald launakjara þeirra færðist frá kjararáði með lagabreytingum 1. júlí 2017. Stjórn Landsvirkjunar kveðst hafa verið að efna ráðningarsamning við forstjórann. Hækkunin kemur í ljós þegar rýnt er í nýleg svör fjármálaráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar á Alþingi um laun forstjóra fyrirtækja í eigu ríkisins. Ljóst er að launahækkun Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, er umtalsvert meiri en fyrirtækið hafði áður reynt að telja fjölmiðlum trú um. Í febrúar greindu fjölmiðlar frá því að laun forstjórans hefðu hækkað um 45 prósent miðað við uppgefin árslaun í ársreikningi. Landsvirkjun sendi frá sér yfirlýsingu þar sem gerð var athugasemd við fréttir af hækkunum og bent á að miðað við meðaltal launa forstjórans hefðu þau hækkað úr 2 milljónum á mánuði árið 2016 í 2,7 milljónir á mánuði að meðaltali í fyrra. Eða um 32 prósent.Lilja Björk Einarsdóttir hóf störf sem bankastjóri Landsbankans í mars 2017 og í júlí hækkuðu laun hennar umtalsvert. Fréttablaðið/EyþórUpphæðin 2,7 milljónir er hins vegar meðaltal launa forstjórans yfir 12 mánaða tímabil þar sem þau hækkuðu um mitt árið úr tæplega 2,1 milljón sem kjararáð hafði ákvarðað forstjóranum í tæpar 3,3 milljónir frá og með 1. júlí þegar stjórn ríkisfyrirtækisins hækkaði launin. Fyrirspurn Þorsteins afhjúpar hvaða breytingar hafa orðið á launum ríkisforstjóranna við þá tilfærslu að stjórnir fyrirtækjanna tækju við launaákvörðunarvaldi af kjararáði. Svarið leiðir í ljós að laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu um 58 prósent, laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 56 prósent, forstjóra Isavia um 36 prósent og Íslandspósts um 25 prósent. Aðrir forstjórar hækkuðu umtalsvert minna og aðeins forstjóri Kadeco lækkaði í launum, eða um 16 prósent. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins bendir Landsvirkjun á að með launahækkun forstjórans hafi stjórnin aðeins verið að efna ráðningarsamning við forstjórann. Stjórnin hafi gert ráðningarsamning við Hörð árið 2009 en þegar hann var færður undir kjararáð í febrúar 2010 hafi þau lækkað verulega. Stjórnin hafi mótmælt því og lýst því yfir að hún myndi leiðrétta launakjör forstjórans í samræmi við upphaflega ráðningarsamninginn. „Til þess að efna ráðningarsamninginn og í samræmi við samþykkt fyrri stjórnar ákvað stjórn Landsvirkjunar á síðasta ári að uppfæra laun forstjóra með hliðsjón af launaþróun og tók breytingin gildi 1. júlí 2017 […] Mánaðarlaun forstjóra voru tæp 2,1 milljón króna fyrir breytinguna en um mitt ár urðu þau tæpar 3,3 milljónir eftir breytinguna.“ Þess ber að geta að fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi stjórnum ríkisfyrirtækja tilmæli í ársbyrjun 2017 þar sem þær voru hvattar til að stilla öllum launahækkunum forstjóra í hóf eftir breytingarnar 1. júlí. Mýmörg dæmi eru nú um að þau tilmæli hafi verið hunsuð. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira
Mánaðarlaun forstjóra Landsvirkjunar og bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir í fyrra þegar ákvörðunarvald launakjara þeirra færðist frá kjararáði með lagabreytingum 1. júlí 2017. Stjórn Landsvirkjunar kveðst hafa verið að efna ráðningarsamning við forstjórann. Hækkunin kemur í ljós þegar rýnt er í nýleg svör fjármálaráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar á Alþingi um laun forstjóra fyrirtækja í eigu ríkisins. Ljóst er að launahækkun Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, er umtalsvert meiri en fyrirtækið hafði áður reynt að telja fjölmiðlum trú um. Í febrúar greindu fjölmiðlar frá því að laun forstjórans hefðu hækkað um 45 prósent miðað við uppgefin árslaun í ársreikningi. Landsvirkjun sendi frá sér yfirlýsingu þar sem gerð var athugasemd við fréttir af hækkunum og bent á að miðað við meðaltal launa forstjórans hefðu þau hækkað úr 2 milljónum á mánuði árið 2016 í 2,7 milljónir á mánuði að meðaltali í fyrra. Eða um 32 prósent.Lilja Björk Einarsdóttir hóf störf sem bankastjóri Landsbankans í mars 2017 og í júlí hækkuðu laun hennar umtalsvert. Fréttablaðið/EyþórUpphæðin 2,7 milljónir er hins vegar meðaltal launa forstjórans yfir 12 mánaða tímabil þar sem þau hækkuðu um mitt árið úr tæplega 2,1 milljón sem kjararáð hafði ákvarðað forstjóranum í tæpar 3,3 milljónir frá og með 1. júlí þegar stjórn ríkisfyrirtækisins hækkaði launin. Fyrirspurn Þorsteins afhjúpar hvaða breytingar hafa orðið á launum ríkisforstjóranna við þá tilfærslu að stjórnir fyrirtækjanna tækju við launaákvörðunarvaldi af kjararáði. Svarið leiðir í ljós að laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu um 58 prósent, laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 56 prósent, forstjóra Isavia um 36 prósent og Íslandspósts um 25 prósent. Aðrir forstjórar hækkuðu umtalsvert minna og aðeins forstjóri Kadeco lækkaði í launum, eða um 16 prósent. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins bendir Landsvirkjun á að með launahækkun forstjórans hafi stjórnin aðeins verið að efna ráðningarsamning við forstjórann. Stjórnin hafi gert ráðningarsamning við Hörð árið 2009 en þegar hann var færður undir kjararáð í febrúar 2010 hafi þau lækkað verulega. Stjórnin hafi mótmælt því og lýst því yfir að hún myndi leiðrétta launakjör forstjórans í samræmi við upphaflega ráðningarsamninginn. „Til þess að efna ráðningarsamninginn og í samræmi við samþykkt fyrri stjórnar ákvað stjórn Landsvirkjunar á síðasta ári að uppfæra laun forstjóra með hliðsjón af launaþróun og tók breytingin gildi 1. júlí 2017 […] Mánaðarlaun forstjóra voru tæp 2,1 milljón króna fyrir breytinguna en um mitt ár urðu þau tæpar 3,3 milljónir eftir breytinguna.“ Þess ber að geta að fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi stjórnum ríkisfyrirtækja tilmæli í ársbyrjun 2017 þar sem þær voru hvattar til að stilla öllum launahækkunum forstjóra í hóf eftir breytingarnar 1. júlí. Mýmörg dæmi eru nú um að þau tilmæli hafi verið hunsuð.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira