Mannréttindadómstóllinn tekur kæru vegna Landsréttarmálsins til meðferðar Atli Ísleifsson skrifar 28. júní 2018 21:30 Íslenska ríkið hefur frest til 18. ágúst að svara spurningum dómstólsins. Vísir/Vilhelm Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka kæru vegna Landsréttarmálsins svokallaða til meðferðar og krafist skýringar frá íslenskum stjórnvöldum.RÚV greinir frá málinu og segir að þessi fljóta málsmeðferð sé einsdæmi, en einungis um mánuður er liðinn síðan kæran barst inn á borð dómstólsins. Ástæða þessa er sögð alvarleg réttaróvissa sem skapist hér á landi vegna málsins að því er segir í frétt RÚV. Hæstiréttur Íslands staðfesti þann 24. maí dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í sautján mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot. Þar með staðfesti Hæstiréttur einnig að Arnfríður Einarsdóttir dómari hafi ekki verið vanhæf til að dæma í málinu í Landsrétti.Ekki fengið réttláta meðferð fyrir dómi Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hafði krafist þess að Arnfríður myndi víkja sæti í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. Þar með hefði umbjóðandi hans ekki fengið réttláta meðferð fyrir dómi. Arnfríður Einarsdóttir var í hópi þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögu hæfnisnefndar. Með kröfu sinni lét Vilhjálmur reyna á gildi dóma sem kveðnir eru upp af þeim dómurum á hinu nýja millidómsstigi sem ekki voru í hópi þeirra sem dómnefnd mat hæfasta í aðdraganda skipunar í Landsrétt. Eftir að dómurinn féll í Hæstarétt sagðist Vilhjálmur ætla að skjóta málinu til Mannréttindadómstólsins í Strassborg. Í frétt RÚV er vísað í bréf sem hafi borist íslenskum stjórnvöldum frá Mannréttindadómstólnum þar sem meðal annars sé spurt er hvernig það samræmist ákvæði mannréttindasáttmála að skipun dómara við Landsrétt hafi ekki fylgt þeim ákvæðum laga að Alþingi greiði atkvæði um hvert dómaraefni fyrir sig. Greitt var atkvæði um tillögu dómsmálaráðherra í heild sinni. Íslenska ríkið hefur frest til 18. ágúst að svara spurningum dómstólsins en nánar má lesa um bréf Mannréttindadómstólsins í frétt RÚV. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæfismál flutt í næstu viku Kærumál um þá kröfu að Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari víki sæti í máli manns er ákærður er fyrir umferðarlagabrot er komið á dagskrá Hæstaréttar. 9. maí 2018 07:30 Dómur Arnfríðar í Landsrétti stendur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot 24. maí 2018 15:14 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka kæru vegna Landsréttarmálsins svokallaða til meðferðar og krafist skýringar frá íslenskum stjórnvöldum.RÚV greinir frá málinu og segir að þessi fljóta málsmeðferð sé einsdæmi, en einungis um mánuður er liðinn síðan kæran barst inn á borð dómstólsins. Ástæða þessa er sögð alvarleg réttaróvissa sem skapist hér á landi vegna málsins að því er segir í frétt RÚV. Hæstiréttur Íslands staðfesti þann 24. maí dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í sautján mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot. Þar með staðfesti Hæstiréttur einnig að Arnfríður Einarsdóttir dómari hafi ekki verið vanhæf til að dæma í málinu í Landsrétti.Ekki fengið réttláta meðferð fyrir dómi Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hafði krafist þess að Arnfríður myndi víkja sæti í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. Þar með hefði umbjóðandi hans ekki fengið réttláta meðferð fyrir dómi. Arnfríður Einarsdóttir var í hópi þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögu hæfnisnefndar. Með kröfu sinni lét Vilhjálmur reyna á gildi dóma sem kveðnir eru upp af þeim dómurum á hinu nýja millidómsstigi sem ekki voru í hópi þeirra sem dómnefnd mat hæfasta í aðdraganda skipunar í Landsrétt. Eftir að dómurinn féll í Hæstarétt sagðist Vilhjálmur ætla að skjóta málinu til Mannréttindadómstólsins í Strassborg. Í frétt RÚV er vísað í bréf sem hafi borist íslenskum stjórnvöldum frá Mannréttindadómstólnum þar sem meðal annars sé spurt er hvernig það samræmist ákvæði mannréttindasáttmála að skipun dómara við Landsrétt hafi ekki fylgt þeim ákvæðum laga að Alþingi greiði atkvæði um hvert dómaraefni fyrir sig. Greitt var atkvæði um tillögu dómsmálaráðherra í heild sinni. Íslenska ríkið hefur frest til 18. ágúst að svara spurningum dómstólsins en nánar má lesa um bréf Mannréttindadómstólsins í frétt RÚV.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæfismál flutt í næstu viku Kærumál um þá kröfu að Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari víki sæti í máli manns er ákærður er fyrir umferðarlagabrot er komið á dagskrá Hæstaréttar. 9. maí 2018 07:30 Dómur Arnfríðar í Landsrétti stendur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot 24. maí 2018 15:14 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Hæfismál flutt í næstu viku Kærumál um þá kröfu að Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari víki sæti í máli manns er ákærður er fyrir umferðarlagabrot er komið á dagskrá Hæstaréttar. 9. maí 2018 07:30
Dómur Arnfríðar í Landsrétti stendur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Landsréttar í máli manns sem var dæmdur í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot 24. maí 2018 15:14