Kemst peningurinn til skila? Bjarni Gíslason skrifar 11. júní 2018 07:00 „Komið með mér og sjáið,“ sagði kona við okkur þegar við vorum í eftirlitsferð til að fylgja eftir verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu í lok maí sl. Við höfðum um hádegisbil staldrað við á sléttunni í Jijiga-héraði í Austur-Eþíópíu til að fá okkur nesti. Við létum til leiðast og fylgdum konunni sem heitir Amína. Hún sýndi okkur búfé sitt, kindur, geitur og kálf. „Áður en verkefnið kom hafði ég ekki nein dýr og engar tekjur og var algjörlega háð manni mínum. Núna fæ ég sjálf tekjur og ræð yfir þeim peningum sem ég afla.“ Hún hafði tekið þátt í sparnaðar- og lánahópi fyrir konur sem er hluti af verkefninu. „Við höfðum aldrei ræktað lauk áður en verkefnið byrjaði en núna rækta ég lauk og sel heilmikið og fæ tekjur,“ sagði hún um leið og hún sýndi okkur akur sinn. Hún geislaði af stolti og gleði. Já, við segjum hiklaust að peningurinn komist til skila alla leið. En þetta er bara eitt dæmi hugsar þú kannski, en þá getum við vísað í skýrslu sænska ráðgjafarfyrirtækisins NIRAS indevelop sem utanríkisráðuneytið fékk til að meta verkefni Hjálparstarfsins í Úganda og Eþíópíu. Sérfræðingur NIRAS fór í vikuferð til hvers verkefnalands í október sl. og fulltrúi ráðuneytisins og Hjálparstarfsins voru með í för. NIRAS sendi frá sér skýrslu í byrjun árs. Ekki er pláss hér til að fara í gegnum viðamikla 41 blaðsíðu skýrslu um verkefnið í Eþíópíu en í henni kemur fram að árangur er mjög góður, veruleg breyting hefur orðið á aðstæðum fólks til hins betra. Fæðuöryggi er meira, styttra er í hreint vatn, fæða fólks er fjölbreyttari og næringarríkari og búfé er heilbrigðara. Einnig segir í skýrslunni að staða kvenna hafi breyst, jafnrétti aukist, þær séu sjálfstæðari og ráði yfir tekjum sem þær afla. Fram kemur að Lútherska heimssambandið, sem er framkvæmdaaðili verkefnisins, sé mjög faglegt og meðvitað um góða nýtingu fjármuna. Skýrsluna má sjá á www.help.is/doc/237. Já, peningurinn kemst til skila.Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
„Komið með mér og sjáið,“ sagði kona við okkur þegar við vorum í eftirlitsferð til að fylgja eftir verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu í lok maí sl. Við höfðum um hádegisbil staldrað við á sléttunni í Jijiga-héraði í Austur-Eþíópíu til að fá okkur nesti. Við létum til leiðast og fylgdum konunni sem heitir Amína. Hún sýndi okkur búfé sitt, kindur, geitur og kálf. „Áður en verkefnið kom hafði ég ekki nein dýr og engar tekjur og var algjörlega háð manni mínum. Núna fæ ég sjálf tekjur og ræð yfir þeim peningum sem ég afla.“ Hún hafði tekið þátt í sparnaðar- og lánahópi fyrir konur sem er hluti af verkefninu. „Við höfðum aldrei ræktað lauk áður en verkefnið byrjaði en núna rækta ég lauk og sel heilmikið og fæ tekjur,“ sagði hún um leið og hún sýndi okkur akur sinn. Hún geislaði af stolti og gleði. Já, við segjum hiklaust að peningurinn komist til skila alla leið. En þetta er bara eitt dæmi hugsar þú kannski, en þá getum við vísað í skýrslu sænska ráðgjafarfyrirtækisins NIRAS indevelop sem utanríkisráðuneytið fékk til að meta verkefni Hjálparstarfsins í Úganda og Eþíópíu. Sérfræðingur NIRAS fór í vikuferð til hvers verkefnalands í október sl. og fulltrúi ráðuneytisins og Hjálparstarfsins voru með í för. NIRAS sendi frá sér skýrslu í byrjun árs. Ekki er pláss hér til að fara í gegnum viðamikla 41 blaðsíðu skýrslu um verkefnið í Eþíópíu en í henni kemur fram að árangur er mjög góður, veruleg breyting hefur orðið á aðstæðum fólks til hins betra. Fæðuöryggi er meira, styttra er í hreint vatn, fæða fólks er fjölbreyttari og næringarríkari og búfé er heilbrigðara. Einnig segir í skýrslunni að staða kvenna hafi breyst, jafnrétti aukist, þær séu sjálfstæðari og ráði yfir tekjum sem þær afla. Fram kemur að Lútherska heimssambandið, sem er framkvæmdaaðili verkefnisins, sé mjög faglegt og meðvitað um góða nýtingu fjármuna. Skýrsluna má sjá á www.help.is/doc/237. Já, peningurinn kemst til skila.Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar