Þrír mánuðir af óvissu: Segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. júní 2018 11:29 Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. T.v. Steinunn, t.h. úr safni nurhaks „Í ár er 100 ára fullveldisafmæli Íslands fagnað. Fullveldið Ísland treystir sér augljóslega ekki til að taka afstöðu til þess þegar annað ríki, sem er bandamaður þeirra í Nató, kallar ríkisborgara Íslands hryðjuverkamann og réttlætir með orðalaginu meint dráp á honum. Fullveldið Ísland treystir sér heldur ekki til að spyrja með skýrum hætti hvar lík Hauks er, sé hann þá látinn, eða hvað Tyrkir geri almennt við lík þeirra sem féllu í Afrin.“ Þetta segir Steinunn Gunnlaugsdóttir, listakona, og vinkona Hauks Hilmarssonar en rúmlega þrír mánuðir eru síðan tyrkneskir fjölmiðlar birtu fréttir af því að hann hefði verið drepinn í árás tyrkneska hersins á Kúrda í Afrín-héraði í norðurhluta Sýrlands. Steinunn segir að Haukur hafi verið sér sem bróðir í tólf ár og að svarleysið og óvissan hafi tekið mikið á. „Þau svör sem síðan hafa komið frá ríkisvaldinu hafa verið svo köld. Þetta er allt flækt í einhvern orðavaðal en þegar maður rýnir í þetta þá eru þetta engin svör. Þau eru alltaf bara búin að vera að sýna okkur takmarkanir kerfisins; að það sé ekki pólitískur vilji til að fara lengra en þetta og það er þetta viðmót sem við höfum mætt síðastliðna þrjá mánuði.“ Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. Haukur Hilmarsson var Steinunni eins og bróðir í tólf ár.Mynd/Eva Hauksdóttir „Á þessum hundrað dögum hafa íslensk stjórnvöld nákvæmlega ekkert sagt um afstöðu sína til þess að íslenskur ríkisborgari sé kallaður hryðjuverkamaður í tyrkneskum fjölmiðlum, sem flestir eru undir hæl þarlendra stjórnvalda, og óbeint af Erdogan sjálfum. Þau hafa heldur ekki tjáð sig um afstöðu þeirra til þess að hann hafi hugsanlega verið myrtur í ólöglegri innrás tyrkneska hersins í Afrin og reyndar virðast fjölmiðlar ekki heldur hafa spurt íslensk stjórnvöld um afstöðu þeirra í þessum efnum,“ segir Steinunn í samtali við Vísi. Steinunn segir að aðstandendur Hauks viti ekki hvort íslensk stjórnvöld taki undir skilgreiningu Tyrkja – að Haukur sé hryðjuverkamaður – og af þeim sökum viti vinir og fjölskylda Hauks ekki á hvaða forsendum athugun á afdrifum hans er. „Sé Haukur hryðjuverkamaður í augum íslenskra yfirvalda ættu þau að hafa dug í sér að segja það opinberlega. Sé hann það ekki ættu þau að fordæma þá skilgreiningu opinberlega og sinna leitinni að honum án nokkurs undirlægjuháttar,“ segir Steinunn sem bendir á að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi gott tækifæri til að opinbera afstöðu ríkisstjórnarinnar áður en hún hittir Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, á ráðstefnu Nató í Brussel um miðjan næsta mánuð. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vetungi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. 24. apríl 2018 19:29 Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Eva Hauksdóttir í viðtali við BBC um mál Hauks Óttast að lík Hauks gæti legið á víðavangi eða í fjöldagröf. 17. maí 2018 08:50 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
„Í ár er 100 ára fullveldisafmæli Íslands fagnað. Fullveldið Ísland treystir sér augljóslega ekki til að taka afstöðu til þess þegar annað ríki, sem er bandamaður þeirra í Nató, kallar ríkisborgara Íslands hryðjuverkamann og réttlætir með orðalaginu meint dráp á honum. Fullveldið Ísland treystir sér heldur ekki til að spyrja með skýrum hætti hvar lík Hauks er, sé hann þá látinn, eða hvað Tyrkir geri almennt við lík þeirra sem féllu í Afrin.“ Þetta segir Steinunn Gunnlaugsdóttir, listakona, og vinkona Hauks Hilmarssonar en rúmlega þrír mánuðir eru síðan tyrkneskir fjölmiðlar birtu fréttir af því að hann hefði verið drepinn í árás tyrkneska hersins á Kúrda í Afrín-héraði í norðurhluta Sýrlands. Steinunn segir að Haukur hafi verið sér sem bróðir í tólf ár og að svarleysið og óvissan hafi tekið mikið á. „Þau svör sem síðan hafa komið frá ríkisvaldinu hafa verið svo köld. Þetta er allt flækt í einhvern orðavaðal en þegar maður rýnir í þetta þá eru þetta engin svör. Þau eru alltaf bara búin að vera að sýna okkur takmarkanir kerfisins; að það sé ekki pólitískur vilji til að fara lengra en þetta og það er þetta viðmót sem við höfum mætt síðastliðna þrjá mánuði.“ Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. Haukur Hilmarsson var Steinunni eins og bróðir í tólf ár.Mynd/Eva Hauksdóttir „Á þessum hundrað dögum hafa íslensk stjórnvöld nákvæmlega ekkert sagt um afstöðu sína til þess að íslenskur ríkisborgari sé kallaður hryðjuverkamaður í tyrkneskum fjölmiðlum, sem flestir eru undir hæl þarlendra stjórnvalda, og óbeint af Erdogan sjálfum. Þau hafa heldur ekki tjáð sig um afstöðu þeirra til þess að hann hafi hugsanlega verið myrtur í ólöglegri innrás tyrkneska hersins í Afrin og reyndar virðast fjölmiðlar ekki heldur hafa spurt íslensk stjórnvöld um afstöðu þeirra í þessum efnum,“ segir Steinunn í samtali við Vísi. Steinunn segir að aðstandendur Hauks viti ekki hvort íslensk stjórnvöld taki undir skilgreiningu Tyrkja – að Haukur sé hryðjuverkamaður – og af þeim sökum viti vinir og fjölskylda Hauks ekki á hvaða forsendum athugun á afdrifum hans er. „Sé Haukur hryðjuverkamaður í augum íslenskra yfirvalda ættu þau að hafa dug í sér að segja það opinberlega. Sé hann það ekki ættu þau að fordæma þá skilgreiningu opinberlega og sinna leitinni að honum án nokkurs undirlægjuháttar,“ segir Steinunn sem bendir á að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi gott tækifæri til að opinbera afstöðu ríkisstjórnarinnar áður en hún hittir Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, á ráðstefnu Nató í Brussel um miðjan næsta mánuð.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vetungi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. 24. apríl 2018 19:29 Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Eva Hauksdóttir í viðtali við BBC um mál Hauks Óttast að lík Hauks gæti legið á víðavangi eða í fjöldagröf. 17. maí 2018 08:50 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vetungi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. 24. apríl 2018 19:29
Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45
Eva Hauksdóttir í viðtali við BBC um mál Hauks Óttast að lík Hauks gæti legið á víðavangi eða í fjöldagröf. 17. maí 2018 08:50