Fögnuður og stóísk ró Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 18. júní 2018 10:00 Erlendur ferðamaður sem horfði á leik Íslands og Argentínu af risaskjá í miðborginni hafði á orði hversu heillandi væri að hafa orðið vitni að því fyrir leik hversu sannfærðir Íslendingar hefðu verið um velgengni sinna manna. Það er alveg rétt; þegar kom að þessum fyrsta leik Íslands á HM voru landsmenn og leikmenn sammála um að uppgjöf væri ekki valkostur. Íslendingar eru svo skemmtilega gerðir að þeir sáu litla hindrun í því að fyrsti leikur landsliðs þeirra á HM væri við eitt besta knattspyrnulið í heimi, sem þar að auki státar af einum snjallasta knattspyrnumanni nútímans, Lionel Messi. Viðhorfið var að þarna væri einmitt kjörið tækifæri til að sýna stórþjóð í fótboltanum að lítil þjóð hefði ýmislegt fram að færa. Það tókst með slíkum ágætum að þjóðin er enn í sigurvímu og umheimurinn hrífst með. Nú finnast hér á landi einstaklingar sem lítinn sem engan áhuga hafa á knattspyrnu. Af hyggindum hafa þeir ákveðið að vera ekkert sérstaklega að flagga því áhugaleysi og bíða rólegir eftir því að HM-æðið gangi yfir og þeir fái sínar sjónvarpsfréttir á réttum tíma. Jafnvel þessir einstaklingar hljóta að sjá heimspekilega fegurð í því að bæði hérlendis og erlendis er jafntefli í leik Íslands og Argentínu túlkað sem sigur fyrir Ísland, jafnvel stórsigur. Það skiptir máli hvernig menn berjast séu þeir í keppni. Lionel Messi segir að Ísland hafi nánast ekkert gert í leiknum. Þetta var ekki mat sérfræðinga á bresku sjónvarpsstöðvunum BBC og ITV sem hlóðu lofi á íslenska liðið. Þeir hrósuðu því fyrir jákvætt hugarfar, óbilandi þrek og sannan liðsanda í baráttu sem samkvæmt raunsæju mati hefði átt að vera fyrirfram töpuð. Þarna var talað eins og fótboltinn endurspeglaði lífið sjálft. Ef það er þannig þá eru skilaboðin sú að engin ástæða er til að leggja árar í bát þótt maður sé undir heldur halda áfram, verjast vel, nýta sóknarfæri og leitast þannig við að jafna leikinn. Það má finna hina fínustu heimspeki í fótboltanum. Íslendingar eru stundum sagðir lokaðir en geta líka verið gríðarlegt stemningsfólk. Þjóð, sem á til að hafa allt á hornum sér, er nú sameinuð í fölskvalausri gleði vegna árangurs landsliðsins. Stóísk ró er sannarlega ekki hugtak sem kemur upp í hugann þegar rýnt er í viðbrögð þjóðarinnar meðan á leik liðsins við Argentínu stóð og eftir að honum lauk. Þjóðin var að tapa sér í spennu og síðan taumlausri gleði, og það fer henni bara ansi vel. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson virtist þó allan tímann vera umvafinn stóískri ró. Meðan gríðarlegur fögnuður braust út meðal íslenskra áhorfenda þegar jöfnunarmark var skorað og víti varið þá brá Heimir ekki svip. Meðan aðrir misstu stjórn á sér sýndi þjálfarinn fullkomið æðruleysi. Að því má endalaust dást. Heimir Hallgrímsson var örugglega einn af mönnum þessa stórleiks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Erlendur ferðamaður sem horfði á leik Íslands og Argentínu af risaskjá í miðborginni hafði á orði hversu heillandi væri að hafa orðið vitni að því fyrir leik hversu sannfærðir Íslendingar hefðu verið um velgengni sinna manna. Það er alveg rétt; þegar kom að þessum fyrsta leik Íslands á HM voru landsmenn og leikmenn sammála um að uppgjöf væri ekki valkostur. Íslendingar eru svo skemmtilega gerðir að þeir sáu litla hindrun í því að fyrsti leikur landsliðs þeirra á HM væri við eitt besta knattspyrnulið í heimi, sem þar að auki státar af einum snjallasta knattspyrnumanni nútímans, Lionel Messi. Viðhorfið var að þarna væri einmitt kjörið tækifæri til að sýna stórþjóð í fótboltanum að lítil þjóð hefði ýmislegt fram að færa. Það tókst með slíkum ágætum að þjóðin er enn í sigurvímu og umheimurinn hrífst með. Nú finnast hér á landi einstaklingar sem lítinn sem engan áhuga hafa á knattspyrnu. Af hyggindum hafa þeir ákveðið að vera ekkert sérstaklega að flagga því áhugaleysi og bíða rólegir eftir því að HM-æðið gangi yfir og þeir fái sínar sjónvarpsfréttir á réttum tíma. Jafnvel þessir einstaklingar hljóta að sjá heimspekilega fegurð í því að bæði hérlendis og erlendis er jafntefli í leik Íslands og Argentínu túlkað sem sigur fyrir Ísland, jafnvel stórsigur. Það skiptir máli hvernig menn berjast séu þeir í keppni. Lionel Messi segir að Ísland hafi nánast ekkert gert í leiknum. Þetta var ekki mat sérfræðinga á bresku sjónvarpsstöðvunum BBC og ITV sem hlóðu lofi á íslenska liðið. Þeir hrósuðu því fyrir jákvætt hugarfar, óbilandi þrek og sannan liðsanda í baráttu sem samkvæmt raunsæju mati hefði átt að vera fyrirfram töpuð. Þarna var talað eins og fótboltinn endurspeglaði lífið sjálft. Ef það er þannig þá eru skilaboðin sú að engin ástæða er til að leggja árar í bát þótt maður sé undir heldur halda áfram, verjast vel, nýta sóknarfæri og leitast þannig við að jafna leikinn. Það má finna hina fínustu heimspeki í fótboltanum. Íslendingar eru stundum sagðir lokaðir en geta líka verið gríðarlegt stemningsfólk. Þjóð, sem á til að hafa allt á hornum sér, er nú sameinuð í fölskvalausri gleði vegna árangurs landsliðsins. Stóísk ró er sannarlega ekki hugtak sem kemur upp í hugann þegar rýnt er í viðbrögð þjóðarinnar meðan á leik liðsins við Argentínu stóð og eftir að honum lauk. Þjóðin var að tapa sér í spennu og síðan taumlausri gleði, og það fer henni bara ansi vel. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson virtist þó allan tímann vera umvafinn stóískri ró. Meðan gríðarlegur fögnuður braust út meðal íslenskra áhorfenda þegar jöfnunarmark var skorað og víti varið þá brá Heimir ekki svip. Meðan aðrir misstu stjórn á sér sýndi þjálfarinn fullkomið æðruleysi. Að því má endalaust dást. Heimir Hallgrímsson var örugglega einn af mönnum þessa stórleiks.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun