Tengsl á milli áfallastreituröskunar og sjálfsónæmissjúkdóma Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2018 15:49 Þær Unnur Annar Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, og Huan Song, nýdoktor við sömu deild, fara fyrir rannsókninni sem greint er frá í JAMA. Háskóli Íslands Ný rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands og Karolinska Institutet í Stokkhólmi sýnir að fólk sem glímt hefur við áfallastreituröskun er í aukinni áhættu á að greinast síðar með sjálfsónæmissjúkdóma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands en niðurstöður rannsóknarinnar birtast í dag í hinu virta vísindatímariti ameríska læknafélagsins, Journal of the American Medical Association (JAMA). Rannsóknartímabilið spannaði 30 ár en rannsóknin byggist á sænskum heilsufarsgagnagrunnum á því tímabili. Á þessum 30 árum voru yfir 100 þúsund einstaklingar greindir með áfallastreituröskun eða aðrar raskanir tengdum áföllum eða þungbærri lífsreynslu. Var áhætta þessara einstaklinga á að greinast síðar með sjálfsónæmissjúkdóma borin saman við alsystkini þeirra og óskylda einstaklinga af sama aldri og kyni. „Niðurstöðurnar leiddu í ljós að einstaklingar með áfallastreitu- eða aðrar tengdar raskanir voru að meðaltali 30-40% líklegri til þess að greinast síðar með einhvern af þeim 41 sjálfsónæmissjúkdómum sem rannsakaðir voru, þar á meðal sykursýki af tegund 1, lúpus, MS-, Addisson- og Crohns-sjúkdóm. Að auki kom í ljós að áhættan á sjálfsónæmissjúkdómum virtist meiri því yngri sem einstaklingarnir voru við greiningu á áfallatengdum röskunum,“ segir í tilkynningunni. Það eru þær Unnur Annar Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, og Huan Song, nýdoktor við sömu deild, fara fyrir rannsókninni sem greint er frá í JAMA. Þær segja niðurstöðurnar mikilvægan áfanga í að auka þekkingu á áhrifum áfalla og áfallastreitu á þróun sjálfónæmissjúkdóma. „Við vitum frá fyrri rannsóknum að mikil streita getur raskað ónæmiskerfi okkar en þetta er í fyrsta sinn sem sýnt er fram á tengsl áfallastreitu- og tengdra raskana við áhættu á sjálfsónæmissjúkdómum í stóru almennu þýði fólks. Fyrri rannsóknir á þessu sviði byggjast flestar á athugunum á bandarískum hermönnum, s.s. aðallega karlmönnum með ákveðnar tegundir áfalla að baki. Þær höfðu einnig ýmsa aðferðafræðilega annmarka sem við höfðum tök á að komast hjá í þessari greiningu okkar. Við þurfum hins vegar frekari rannsóknir á þessu efni og er stóra rannsóknin okkar hér á landi, Áfallasaga kvenna, mikilvægur liður í því samhengi,“ segir Unnur. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á sérstökum fundi sem haldin verður í Tjarnarsal Íslenskrar erfðagreiningar næstkomandi föstudag klukkan 12. Heilbrigðismál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Sjá meira
Ný rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands og Karolinska Institutet í Stokkhólmi sýnir að fólk sem glímt hefur við áfallastreituröskun er í aukinni áhættu á að greinast síðar með sjálfsónæmissjúkdóma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands en niðurstöður rannsóknarinnar birtast í dag í hinu virta vísindatímariti ameríska læknafélagsins, Journal of the American Medical Association (JAMA). Rannsóknartímabilið spannaði 30 ár en rannsóknin byggist á sænskum heilsufarsgagnagrunnum á því tímabili. Á þessum 30 árum voru yfir 100 þúsund einstaklingar greindir með áfallastreituröskun eða aðrar raskanir tengdum áföllum eða þungbærri lífsreynslu. Var áhætta þessara einstaklinga á að greinast síðar með sjálfsónæmissjúkdóma borin saman við alsystkini þeirra og óskylda einstaklinga af sama aldri og kyni. „Niðurstöðurnar leiddu í ljós að einstaklingar með áfallastreitu- eða aðrar tengdar raskanir voru að meðaltali 30-40% líklegri til þess að greinast síðar með einhvern af þeim 41 sjálfsónæmissjúkdómum sem rannsakaðir voru, þar á meðal sykursýki af tegund 1, lúpus, MS-, Addisson- og Crohns-sjúkdóm. Að auki kom í ljós að áhættan á sjálfsónæmissjúkdómum virtist meiri því yngri sem einstaklingarnir voru við greiningu á áfallatengdum röskunum,“ segir í tilkynningunni. Það eru þær Unnur Annar Valdimarsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, og Huan Song, nýdoktor við sömu deild, fara fyrir rannsókninni sem greint er frá í JAMA. Þær segja niðurstöðurnar mikilvægan áfanga í að auka þekkingu á áhrifum áfalla og áfallastreitu á þróun sjálfónæmissjúkdóma. „Við vitum frá fyrri rannsóknum að mikil streita getur raskað ónæmiskerfi okkar en þetta er í fyrsta sinn sem sýnt er fram á tengsl áfallastreitu- og tengdra raskana við áhættu á sjálfsónæmissjúkdómum í stóru almennu þýði fólks. Fyrri rannsóknir á þessu sviði byggjast flestar á athugunum á bandarískum hermönnum, s.s. aðallega karlmönnum með ákveðnar tegundir áfalla að baki. Þær höfðu einnig ýmsa aðferðafræðilega annmarka sem við höfðum tök á að komast hjá í þessari greiningu okkar. Við þurfum hins vegar frekari rannsóknir á þessu efni og er stóra rannsóknin okkar hér á landi, Áfallasaga kvenna, mikilvægur liður í því samhengi,“ segir Unnur. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á sérstökum fundi sem haldin verður í Tjarnarsal Íslenskrar erfðagreiningar næstkomandi föstudag klukkan 12.
Heilbrigðismál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Sjá meira