Fengi sjálfur afslátt með eigin frumvarpi Jóhann Óli Eiðsson og Sveinn Arnarsson skrifa 1. júní 2018 06:00 Sigurður Páll tók sæti á Alþingi fyrir Miðflokkinn eftir síðustu kosningar. Alþingi Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, er einn flutningsmanna frumvarps um að lækka veiðigjöld. Hann er einnig eigandi alls hlutafjár fyrirtækisins Kári ehf., sem á aflahlutdeild að verðmæti 106 milljónir króna. Frumvarpið, sem Sigurður er flutningsmaður að, mun skila fyrirtæki hans um milljón króna afslætti. Þar sem frestur til að leggja fram ný frumvörp er löngu liðinn þurfti samþykki þings til að leggja þetta fram. Hafðist það með naumindum. Alls greiddu 28 þingmenn atkvæði með en 27 voru á móti. Sigurður Páll vill koma þessari umræðu af stað í þinginu. „Ég hef beðið um umræðu um þessi mál og reynt að fá svör frá ráðherra án árangurs í allan vetur. Síðan kemur þetta mál og ég vil ekki standa í vegi fyrir því,“ segir Sigurður Páll.Sjá einnig: Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Frumvarpið veitir ekki aðeins litlum og meðalstórum útgerðarfyrirtækjum afslátt heldur fá stærstu fyrirtækin hlutfallslega mestan afslátt. En telur Sigurður Páll sig ekki vera vanhæfan að vera flutningsmaður slíks lagafrumvarps þar sem hann er eigandi útgerðarfyrirtækis. „Þá eru nú ansi margir vanhæfir. Eru þá ekki bændur vanhæfir að ræða búvörusamninga?“ spyr Sigurður Páll á móti. Fyrirtæki Sigurðar Páls á og nýtir aflaheimildir. Í síðasta ársreikningi kemur fram að bókfært virði aflaheimilda fyrirtækisins er metið106 milljónir króna. Fyrirtækið þyrfti að greiða um fjórar milljónir króna í veiðigjöld miðað við núgildandi lög en ef fyrirtækið fullnýtir kvóta samkvæmt frumvarpi Sigurðar Páls og félaga þyrfti fyrirtæki hans að greiða innan við þrjár milljónir. Sigurður segist samt ekki vanhæfur. „Ég er þingmaður og hef ekki skoðað mín mál í sambandi við þetta. Ég reikna með að fá afslátt enda er reksturinn þungur og margir hafa gefist upp.“En ertu þá ekki vanhæfur? „Nei ég get ekki séð það, getur þú séð það?“ spyr Sigurður Páll á móti. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. 30. maí 2018 18:45 Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun á veiðigjöldum á yfirstandandi fiskveiðiári. Minnihluti nefndarinnar mótmælir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Um óboðlega stjórnsýslu sé að ræða. 31. maí 2018 07:00 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, er einn flutningsmanna frumvarps um að lækka veiðigjöld. Hann er einnig eigandi alls hlutafjár fyrirtækisins Kári ehf., sem á aflahlutdeild að verðmæti 106 milljónir króna. Frumvarpið, sem Sigurður er flutningsmaður að, mun skila fyrirtæki hans um milljón króna afslætti. Þar sem frestur til að leggja fram ný frumvörp er löngu liðinn þurfti samþykki þings til að leggja þetta fram. Hafðist það með naumindum. Alls greiddu 28 þingmenn atkvæði með en 27 voru á móti. Sigurður Páll vill koma þessari umræðu af stað í þinginu. „Ég hef beðið um umræðu um þessi mál og reynt að fá svör frá ráðherra án árangurs í allan vetur. Síðan kemur þetta mál og ég vil ekki standa í vegi fyrir því,“ segir Sigurður Páll.Sjá einnig: Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Frumvarpið veitir ekki aðeins litlum og meðalstórum útgerðarfyrirtækjum afslátt heldur fá stærstu fyrirtækin hlutfallslega mestan afslátt. En telur Sigurður Páll sig ekki vera vanhæfan að vera flutningsmaður slíks lagafrumvarps þar sem hann er eigandi útgerðarfyrirtækis. „Þá eru nú ansi margir vanhæfir. Eru þá ekki bændur vanhæfir að ræða búvörusamninga?“ spyr Sigurður Páll á móti. Fyrirtæki Sigurðar Páls á og nýtir aflaheimildir. Í síðasta ársreikningi kemur fram að bókfært virði aflaheimilda fyrirtækisins er metið106 milljónir króna. Fyrirtækið þyrfti að greiða um fjórar milljónir króna í veiðigjöld miðað við núgildandi lög en ef fyrirtækið fullnýtir kvóta samkvæmt frumvarpi Sigurðar Páls og félaga þyrfti fyrirtæki hans að greiða innan við þrjár milljónir. Sigurður segist samt ekki vanhæfur. „Ég er þingmaður og hef ekki skoðað mín mál í sambandi við þetta. Ég reikna með að fá afslátt enda er reksturinn þungur og margir hafa gefist upp.“En ertu þá ekki vanhæfur? „Nei ég get ekki séð það, getur þú séð það?“ spyr Sigurður Páll á móti.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. 30. maí 2018 18:45 Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun á veiðigjöldum á yfirstandandi fiskveiðiári. Minnihluti nefndarinnar mótmælir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Um óboðlega stjórnsýslu sé að ræða. 31. maí 2018 07:00 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. 30. maí 2018 18:45
Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun á veiðigjöldum á yfirstandandi fiskveiðiári. Minnihluti nefndarinnar mótmælir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Um óboðlega stjórnsýslu sé að ræða. 31. maí 2018 07:00