Hógvær tíska Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 7. júní 2018 09:00 Hógvær tíska er orðin áberandi á alls kyns viðburðum. Vísir/getty Ný tegund af tísku hefur rutt sér til rúms á síðustu árum. Á ensku kallast hún „modest fashion“, eða „hógvær tíska“ á íslensku. Tískan gengur út á að sýna lítið hold og hefur sterk tengsl við menningu trúarbragða, en tekur á sig ýmsar myndir. Vinsældir hógværrar tísku hafa aukist verulega síðastliðinn áratug og nú er svo komið að stór tískufyrirtæki og alls kyns tískumerki eru farin að hanna og framleiða föt sem eru sérstaklega hugsuð sem hógvær tíska.Engin ein skilgreining Hógvær tíska hefur enga skýra skilgreiningu. Í kjarnann snýst hún um að hylja líkamann á meðvitaðan hátt eins og hverjum finnst þægilegt og klæðast víðum, þægilegum fötum en líta glæsilega út á sama tíma. Hver og einn hefur sína eigin skilgreiningu á því hvað er hógvært og sú skilgreining er að miklu leyti byggð á menningar- og trúarlegum bakgrunni. Þeir sem kjósa að klæða sig samkvæmt hógværri tísku gera það af ýmsum ástæðum. Ákvörðunin kann að vera tekin vegna trúar, menningar eða bara vegna þess að fólki finnst þetta flott og þægilegt. Nýr neytendahópur Ein af stóru ástæðunum fyrir því að hógvær tíska hefur sótt í sig veðrið er að múslimar á Vesturlöndum eyða mun meiru í tískuvörur og fatnað nú en áður. Það er að hluta vegna þess að margar ungar múslimakonur hafa mun meira eyðslufé á milli handanna í dag en áður, þar sem þær hafa komið út á vinnumarkaðinn í auknum mæli. Tískumerkin vilja að sjálfsögðu höfða til þessa stóra nýja neytendahóps. Á sama tíma hefur tískuheimurinn líka breyst. Nú er fjölbreytni orðin viðurkenndur hluti af tískunni, í stað þess að vera undantekningin. Fyrir vikið hafa tískufyrirtæki tekið að markaðssetja fjölbreyttari tískuvörur til að höfða til breiðari hóps viðskiptavina. Þó að hógvær tíska njóti mestra vinsælda hjá konum sem aðhyllast Íslam, getur hver sem er tileinkað sér hana. Sumir femínistar eru hrifnir af henni og telja hana valdeflandi og alls kyns konur hrífast af þessum stíl án þess að þekkja hann sem hógværa tísku.Ruba Zai með ofurfyrirsætunni Bellu Hadid og tískuhönnuðinum Alexander Wang.InstagramSterk tengsl við hijab Þar sem hógvær tíska er vinsælust hjá konum sem eru múslimar er hún nátengd tískunni í kringum höfuðklút múslima, sem kallast hijab. En þó að margir tengi þetta saman er hógvær tíska ekki í eðli sínu tíska múslima eða endilega tengd hijab-inu sjálfu. Ruba Zai er af afgönskum uppruna, hefur yfir milljón fylgjendur á Instagram og hefur tekið þátt í að móta tískuna í kringum hijab. Zai segir að þegar hún byrjaði að tala um tísku og stíl í tengslum við höfuðklútinn hafi enginn í tískuheiminum haft áhuga á hópnum sem notaði hann og sá hópur hafi að sama skapi ekki tengt við fötin sem komu frá þekktum tískumerkjum. Alls kyns merki taka þátt Fyrst markaðssettu tískufyrirtæki hógværa tísku í tengslum við ramadan, aðaltrúarhátíð múslima, en fljótlega fóru framleiðendur að bjóða þessar vörur allan ársins hring og auka úrvalið. Nú er hógvær tíska orðin áberandi á alls kyns tískuhátíðum og viðburðum. Merki eins og H&M, Uniqlo, Tommy Hilfiger, Zara, Nike og jafnvel Dolce & Gabbana eru farin að selja föt í þessum stíl og alls kyns mismunandi hijab-höfuðklúta. Þannig að hógvær tíska hefur fest sig í sessi og er hijab ekki vandræðagripur fyrir konur sem vilja tolla í tískunni, heldur mikilvægur hluti af klæðnaðinum. Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Sjá meira
Ný tegund af tísku hefur rutt sér til rúms á síðustu árum. Á ensku kallast hún „modest fashion“, eða „hógvær tíska“ á íslensku. Tískan gengur út á að sýna lítið hold og hefur sterk tengsl við menningu trúarbragða, en tekur á sig ýmsar myndir. Vinsældir hógværrar tísku hafa aukist verulega síðastliðinn áratug og nú er svo komið að stór tískufyrirtæki og alls kyns tískumerki eru farin að hanna og framleiða föt sem eru sérstaklega hugsuð sem hógvær tíska.Engin ein skilgreining Hógvær tíska hefur enga skýra skilgreiningu. Í kjarnann snýst hún um að hylja líkamann á meðvitaðan hátt eins og hverjum finnst þægilegt og klæðast víðum, þægilegum fötum en líta glæsilega út á sama tíma. Hver og einn hefur sína eigin skilgreiningu á því hvað er hógvært og sú skilgreining er að miklu leyti byggð á menningar- og trúarlegum bakgrunni. Þeir sem kjósa að klæða sig samkvæmt hógværri tísku gera það af ýmsum ástæðum. Ákvörðunin kann að vera tekin vegna trúar, menningar eða bara vegna þess að fólki finnst þetta flott og þægilegt. Nýr neytendahópur Ein af stóru ástæðunum fyrir því að hógvær tíska hefur sótt í sig veðrið er að múslimar á Vesturlöndum eyða mun meiru í tískuvörur og fatnað nú en áður. Það er að hluta vegna þess að margar ungar múslimakonur hafa mun meira eyðslufé á milli handanna í dag en áður, þar sem þær hafa komið út á vinnumarkaðinn í auknum mæli. Tískumerkin vilja að sjálfsögðu höfða til þessa stóra nýja neytendahóps. Á sama tíma hefur tískuheimurinn líka breyst. Nú er fjölbreytni orðin viðurkenndur hluti af tískunni, í stað þess að vera undantekningin. Fyrir vikið hafa tískufyrirtæki tekið að markaðssetja fjölbreyttari tískuvörur til að höfða til breiðari hóps viðskiptavina. Þó að hógvær tíska njóti mestra vinsælda hjá konum sem aðhyllast Íslam, getur hver sem er tileinkað sér hana. Sumir femínistar eru hrifnir af henni og telja hana valdeflandi og alls kyns konur hrífast af þessum stíl án þess að þekkja hann sem hógværa tísku.Ruba Zai með ofurfyrirsætunni Bellu Hadid og tískuhönnuðinum Alexander Wang.InstagramSterk tengsl við hijab Þar sem hógvær tíska er vinsælust hjá konum sem eru múslimar er hún nátengd tískunni í kringum höfuðklút múslima, sem kallast hijab. En þó að margir tengi þetta saman er hógvær tíska ekki í eðli sínu tíska múslima eða endilega tengd hijab-inu sjálfu. Ruba Zai er af afgönskum uppruna, hefur yfir milljón fylgjendur á Instagram og hefur tekið þátt í að móta tískuna í kringum hijab. Zai segir að þegar hún byrjaði að tala um tísku og stíl í tengslum við höfuðklútinn hafi enginn í tískuheiminum haft áhuga á hópnum sem notaði hann og sá hópur hafi að sama skapi ekki tengt við fötin sem komu frá þekktum tískumerkjum. Alls kyns merki taka þátt Fyrst markaðssettu tískufyrirtæki hógværa tísku í tengslum við ramadan, aðaltrúarhátíð múslima, en fljótlega fóru framleiðendur að bjóða þessar vörur allan ársins hring og auka úrvalið. Nú er hógvær tíska orðin áberandi á alls kyns tískuhátíðum og viðburðum. Merki eins og H&M, Uniqlo, Tommy Hilfiger, Zara, Nike og jafnvel Dolce & Gabbana eru farin að selja föt í þessum stíl og alls kyns mismunandi hijab-höfuðklúta. Þannig að hógvær tíska hefur fest sig í sessi og er hijab ekki vandræðagripur fyrir konur sem vilja tolla í tískunni, heldur mikilvægur hluti af klæðnaðinum.
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Sjá meira