Segir tillögur ríma við stefnuna Sighvatur Arnmundsson skrifar 31. maí 2018 10:00 Gríðarlegt magn af plastúrgangi hefur verið safnað í endursvinnslustöðinni í Gufunesi. Vísir/Sigtryggur Ari Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, telur tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um aðgerðir gegn notkun einnota plastumbúða ríma vel við stefnu íslenskra stjórnvalda. Tillögurnar sem voru formlega kynntar á mánudag ganga meðal annars út á að sett verði bann við notkun ákveðinna einnota hluta úr plasti. Meðal þeirra hluta sem lagt er til að verði bannaðir eru drykkjarrör úr plasti, einnota diskar og hnífapör úr plasti og eyrnapinnar. Guðmundur Ingi segist gera ráð fyrir að tillaga að nýrri tilskipun verði tekin upp í EES-samninginn. „Ég er í þann mund að setja á fót samráðsvettvang um aðgerðaáætlun í plastmálefnum sem hefur það hlutverk að koma með tillögur um hvernig dregið verði úr notkun plasts,“ segir Guðmundur Ingi. Hópnum sé einnig ætlað að koma með tillögur að æskilegum stjórnvaldsaðgerðum og hugmyndir um nýsköpun í vörum sem leyst geta plast af hólmi. Von sé á tillögunum í nóvember á þessu ári. Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, segir að magn plastumbúða sem skili sér til endurvinnslu sé alltaf að aukast. Hins vegar sé alltaf hægt að gera betur. „Svo er líka spurning hvort það þurfi ekki að skoða hvernig hægt sé að minnka magn plastumbúða. Það þarf að ráðast að rót vandans,“ segir Björn. Árið 2016 fóru rúm 15.000 tonn af plastumbúðum á markað hérlendis en tæp 43 prósent skiluðu sér til endurvinnslu sem er heldur hærra hlutfall en fyrir árin 2014 og 2015. Að sögn Guðlaugs Gylfa Sverrissonar, rekstrarstjóra hjá Úrvinnslusjóði, er það hlutfall sambærilegt við önnur Evrópulönd en munurinn sá að víða í Evrópu fari þar að auki mikið magn af plasti í endurnýtingu í gegnum brennslu sem sé ekki mögulegt hér. Guðlaugur segir að með tilkomu grenndargáma og lausna eins og grænna tunna hafi í raun orðið ákveðið stökk í endurvinnslu plasts. „Það er okkar skoðun að það sé sterk fylgni milli árangurs og þess hve nálæg þjónustan er íbúum. Það tók í raun ekki langan tíma að kenna Íslendingum á þetta.“ Stefán Magnússon, sölu- og markaðsstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir fyrirtækið fylgjast vel með umræðunni um plastnotkun og vera meðvitað um mikilvægi aukinnar endurvinnslu. Í gangi sé til að mynda verkefni sem snúi að því að minnka plastnotkun við framleiðslu umbúða. „Það er okkar markmið að allar okkar umbúðir séu endurunnar eða endurnotaðar. Varðandi drykkjarrörin, þá er það í skoðun en það þarf að koma efni í staðinn sem hefur næg gæði.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, telur tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um aðgerðir gegn notkun einnota plastumbúða ríma vel við stefnu íslenskra stjórnvalda. Tillögurnar sem voru formlega kynntar á mánudag ganga meðal annars út á að sett verði bann við notkun ákveðinna einnota hluta úr plasti. Meðal þeirra hluta sem lagt er til að verði bannaðir eru drykkjarrör úr plasti, einnota diskar og hnífapör úr plasti og eyrnapinnar. Guðmundur Ingi segist gera ráð fyrir að tillaga að nýrri tilskipun verði tekin upp í EES-samninginn. „Ég er í þann mund að setja á fót samráðsvettvang um aðgerðaáætlun í plastmálefnum sem hefur það hlutverk að koma með tillögur um hvernig dregið verði úr notkun plasts,“ segir Guðmundur Ingi. Hópnum sé einnig ætlað að koma með tillögur að æskilegum stjórnvaldsaðgerðum og hugmyndir um nýsköpun í vörum sem leyst geta plast af hólmi. Von sé á tillögunum í nóvember á þessu ári. Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, segir að magn plastumbúða sem skili sér til endurvinnslu sé alltaf að aukast. Hins vegar sé alltaf hægt að gera betur. „Svo er líka spurning hvort það þurfi ekki að skoða hvernig hægt sé að minnka magn plastumbúða. Það þarf að ráðast að rót vandans,“ segir Björn. Árið 2016 fóru rúm 15.000 tonn af plastumbúðum á markað hérlendis en tæp 43 prósent skiluðu sér til endurvinnslu sem er heldur hærra hlutfall en fyrir árin 2014 og 2015. Að sögn Guðlaugs Gylfa Sverrissonar, rekstrarstjóra hjá Úrvinnslusjóði, er það hlutfall sambærilegt við önnur Evrópulönd en munurinn sá að víða í Evrópu fari þar að auki mikið magn af plasti í endurnýtingu í gegnum brennslu sem sé ekki mögulegt hér. Guðlaugur segir að með tilkomu grenndargáma og lausna eins og grænna tunna hafi í raun orðið ákveðið stökk í endurvinnslu plasts. „Það er okkar skoðun að það sé sterk fylgni milli árangurs og þess hve nálæg þjónustan er íbúum. Það tók í raun ekki langan tíma að kenna Íslendingum á þetta.“ Stefán Magnússon, sölu- og markaðsstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir fyrirtækið fylgjast vel með umræðunni um plastnotkun og vera meðvitað um mikilvægi aukinnar endurvinnslu. Í gangi sé til að mynda verkefni sem snúi að því að minnka plastnotkun við framleiðslu umbúða. „Það er okkar markmið að allar okkar umbúðir séu endurunnar eða endurnotaðar. Varðandi drykkjarrörin, þá er það í skoðun en það þarf að koma efni í staðinn sem hefur næg gæði.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira