Tökum lokið í Flatey á Flateyjargátunni Benedikt Bóas skrifar 22. maí 2018 05:00 Mynd úr fyrsta þætti þar sem aðalpersónan Jóhanna (Lára Jóhanna Jónsdóttir) kemur til Flateyjar ásamt syni sínum (Mikael Ásgrími Köll Guðmundssyni) eftir tíu ára dvöl í Frakklandi „Við erum búin að lenda í snjóbyljum, vera á stuttbuxum og í raun fengið öll veður sem eru í boði,“ segir Björn B. Björnsson, leikstjóri Flateyjargátunnar sem verður fjögurra þátta sjónvarpssería. Hver þáttur verður um 50 mínútur. Tökum lauk um helgina í Flatey og fer hópurinn næst til Stykkishólms í átta daga áður en haldið verður til Reykjavíkur en áætlað er að tökum ljúki þann 4. júlí. Veðrið hefur ekki beint leikið við tökuliðið eins og Björn minnist á en eins og sönnum Íslendingum sæmir hafa þeir beðið veðrið af sér, oft gengur það hratt yfir. „Við höfum haldið okkar striki og beðið bara eftir að snjórinn bráðnaði. Við erum Íslendingar og vitum að það er allra veðra von. Veðrið hefur ekkert verið að skemma ánægjuna fyrir okkur, það er gáski og gleði í hópnum og hér líður öllum vel enda mikið líf í eynni á þessum árstíma.“ Tökur stóðu yfir í þrjár vikur en atburðirnir sem teknir eru upp í Flatey gerast árið 1971. Það þurfti því aðeins að taka til hendinni enda hafa mörg hús á eynni verið gerð upp – svo eftir hefur verið tekið. „Við erum að nota eyjuna sem sviðsmynd og þessi gömlu hús sem þar eru. Við þurftum aðeins að mála nokkur og breyta. Færa staðinn til fyrra horfs. Þetta gerist árið 1971 og það er áður en fólk að fer að gera þau upp. Staðurinn og húsin voru því fín fyrir okkur,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Flateyjargátan í uppnámi Framleiðslu Flateyjargátunnar hefur verið frestað. Ekki fékkst samningur við Kvikmyndamiðstöð. Forstjóri Saga Film segir forgangsröðun skrítna. Forstöðumaður miðstöðvarinnar segir ekki hægt að veita fleiri styrki en fjármagn leyfir. 17. júlí 2017 06:00 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira
„Við erum búin að lenda í snjóbyljum, vera á stuttbuxum og í raun fengið öll veður sem eru í boði,“ segir Björn B. Björnsson, leikstjóri Flateyjargátunnar sem verður fjögurra þátta sjónvarpssería. Hver þáttur verður um 50 mínútur. Tökum lauk um helgina í Flatey og fer hópurinn næst til Stykkishólms í átta daga áður en haldið verður til Reykjavíkur en áætlað er að tökum ljúki þann 4. júlí. Veðrið hefur ekki beint leikið við tökuliðið eins og Björn minnist á en eins og sönnum Íslendingum sæmir hafa þeir beðið veðrið af sér, oft gengur það hratt yfir. „Við höfum haldið okkar striki og beðið bara eftir að snjórinn bráðnaði. Við erum Íslendingar og vitum að það er allra veðra von. Veðrið hefur ekkert verið að skemma ánægjuna fyrir okkur, það er gáski og gleði í hópnum og hér líður öllum vel enda mikið líf í eynni á þessum árstíma.“ Tökur stóðu yfir í þrjár vikur en atburðirnir sem teknir eru upp í Flatey gerast árið 1971. Það þurfti því aðeins að taka til hendinni enda hafa mörg hús á eynni verið gerð upp – svo eftir hefur verið tekið. „Við erum að nota eyjuna sem sviðsmynd og þessi gömlu hús sem þar eru. Við þurftum aðeins að mála nokkur og breyta. Færa staðinn til fyrra horfs. Þetta gerist árið 1971 og það er áður en fólk að fer að gera þau upp. Staðurinn og húsin voru því fín fyrir okkur,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Flateyjargátan í uppnámi Framleiðslu Flateyjargátunnar hefur verið frestað. Ekki fékkst samningur við Kvikmyndamiðstöð. Forstjóri Saga Film segir forgangsröðun skrítna. Forstöðumaður miðstöðvarinnar segir ekki hægt að veita fleiri styrki en fjármagn leyfir. 17. júlí 2017 06:00 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira
Flateyjargátan í uppnámi Framleiðslu Flateyjargátunnar hefur verið frestað. Ekki fékkst samningur við Kvikmyndamiðstöð. Forstjóri Saga Film segir forgangsröðun skrítna. Forstöðumaður miðstöðvarinnar segir ekki hægt að veita fleiri styrki en fjármagn leyfir. 17. júlí 2017 06:00