Pólitík er forgangsröðun! Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 23. maí 2018 07:00 Garðabær er fjölskylduvænt og samheldið samfélag þar sem gott er að búa. Það er engin tilviljun að um 90% bæjarbúa eru ánægðir með þjónustu í leik- og grunnskólum bæjarins. Slíkur árangur og ánægja íbúa verður til af því að við forgangsröðum og leggjum m.a. áherslu á góða skóla og öflugt íþrótta- og tómstundastarf.Val og vilji bæjarbúa Í Garðabæ höfum við unnið að því að íbúar hafi val um fjölbreytta og ólíka valkosti er varða þjónustu sveitarfélagsins. Við hlustum á hvað íbúar vilja, tökum þjónustukannanir alvarlega og fylgjum því eftir hvað íbúar vilja að gert sé. Garðabær er fyrsta sveitarfélagið sem setur sér stefnu í íbúalýðræði og á þessu kjörtímabili hafa verið haldnir 39 opnir íbúa-, samráðs- og kynningarfundir eða fundur á sex vikna fresti að meðaltali. Uppbygging og sterk fjárhagsstaða Loforð og samráð eru til lítils ef fjárhagsstaðan er ekki í lagi. Góð þjónusta og uppbygging byggist á grunni sterkrar fjárhagsstöðu. Góð afkoma bæjarsjóðs og lækkandi skuldir gera okkur kleift að lækka álögur enn frekar. Í Garðabæ er uppbygging mikil, verið er að reisa búsetukjarna fyrir eldri borgara og fatlaða einstaklinga ásamt því að búið er að skipuleggja hverfi fyrir ungt fólk. Garðabær er eftirsóttur ekki aðeins vegna góðrar þjónustu heldur einnig vegna einstakrar náttúru og við höfum nú þegar friðlýst 40% af bæjarlandinu. Lífsgæði Sveitarfélögin bera ábyrgð á mörgum af mikilvægustu hagsmunamálum landsmanna og hafa því veruleg áhrif á lífsgæði okkar allra. Í Garðabæ höfum við lagt góðan og sterkan grunn þannig að hér geti áfram vaxið öflugt, metnaðarfullt og samheldið samfélag. Samfélag þar sem allir fá að njóta sín. Stjórnmál snúast um forgangsröðun og traust. Það að vera samkvæmur sjálfum sér og standa við gefin fyrirheit. Það höfum við gert - og ætlum gera áfram.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar og skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Garðabær er fjölskylduvænt og samheldið samfélag þar sem gott er að búa. Það er engin tilviljun að um 90% bæjarbúa eru ánægðir með þjónustu í leik- og grunnskólum bæjarins. Slíkur árangur og ánægja íbúa verður til af því að við forgangsröðum og leggjum m.a. áherslu á góða skóla og öflugt íþrótta- og tómstundastarf.Val og vilji bæjarbúa Í Garðabæ höfum við unnið að því að íbúar hafi val um fjölbreytta og ólíka valkosti er varða þjónustu sveitarfélagsins. Við hlustum á hvað íbúar vilja, tökum þjónustukannanir alvarlega og fylgjum því eftir hvað íbúar vilja að gert sé. Garðabær er fyrsta sveitarfélagið sem setur sér stefnu í íbúalýðræði og á þessu kjörtímabili hafa verið haldnir 39 opnir íbúa-, samráðs- og kynningarfundir eða fundur á sex vikna fresti að meðaltali. Uppbygging og sterk fjárhagsstaða Loforð og samráð eru til lítils ef fjárhagsstaðan er ekki í lagi. Góð þjónusta og uppbygging byggist á grunni sterkrar fjárhagsstöðu. Góð afkoma bæjarsjóðs og lækkandi skuldir gera okkur kleift að lækka álögur enn frekar. Í Garðabæ er uppbygging mikil, verið er að reisa búsetukjarna fyrir eldri borgara og fatlaða einstaklinga ásamt því að búið er að skipuleggja hverfi fyrir ungt fólk. Garðabær er eftirsóttur ekki aðeins vegna góðrar þjónustu heldur einnig vegna einstakrar náttúru og við höfum nú þegar friðlýst 40% af bæjarlandinu. Lífsgæði Sveitarfélögin bera ábyrgð á mörgum af mikilvægustu hagsmunamálum landsmanna og hafa því veruleg áhrif á lífsgæði okkar allra. Í Garðabæ höfum við lagt góðan og sterkan grunn þannig að hér geti áfram vaxið öflugt, metnaðarfullt og samheldið samfélag. Samfélag þar sem allir fá að njóta sín. Stjórnmál snúast um forgangsröðun og traust. Það að vera samkvæmur sjálfum sér og standa við gefin fyrirheit. Það höfum við gert - og ætlum gera áfram.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar og skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun