„Litlar sem engar líkur“ á því að Sádi-Arabía verði með í Eurovision Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. maí 2018 11:50 Felix Bergsson var fararstjóri íslenska hópsins í Portúgal í ár. Hann hefur fylgt íslensku hópunum út í Eurovision um nokkurt skeið. Vísir/Stefán Felix Bergsson, sem hefur gegnt starfi fararstjóra íslenska hópsins í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva undanfarin ár, segir hverfandi líkur á því að Sádi-Arabía verði með í keppninni á næsta ári. Landið uppfylli ekki nauðsynleg þátttökuskilyrði og þá beri ekki að túlka boð ísraelska samskiptaráðherrans sem formlegt. Vísir greindi frá því í morgun að samskiptaráðherra Ísrael, Ayoob Kara, hefði boðið Sádi-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári.Nokkuð ljóst að þetta sé ekki að fara að gerast Felix segir þó ekkert formlegt boð um þátttöku þessara ríkja hafa borist og að ef til þess komi séu hverfandi líkur á því að þátttakan verði samþykkt. „Það er ekkert formlegt boð komið og þetta er í rauninni bara ráðherra í ísraelsku ríkisstjórninni sem er búinn að tjá sig um þetta, að hann ætli sér að bjóða Sádi-Arabíu, en það eru litlar sem engar líkur á því að það gangi eftir,“ segir Felix. „Þetta er í rauninni bara frétt sem kemur innan úr ísraelska stjórnkerfinu, frá einum lágtsettum ráðherra en að öllum líkindum er þetta stormur í vatnsglasi. Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta sé ekki að fara að gerast.“Netta tilkynnti á sviðinu í Lissabon að keppnin yrði haldin í Jerúsalem að ári.VÍSIR/APUpfylla ekki þátttökuskilyrði Þá er aðild að Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, SES (EBU á ensku), skilyrði fyrir þátttöku í keppninni en Sádi-Arabía er ekki aðili að sambandinu. „Þau geta ekki verið með einfaldlega vegna þess að Sádi-Arabía er ekki inn á EBU-svæðinu. Það er fullt af múslimaríkjum sem eru innan EBU sem gætu tekið þátt og hafa í rauninni alltaf haft til þess leyfi ef þau vilja. En þau hafa ekki viljað vera með út af Ísrael,“ segir Felix. Á meðal ríkja sem hafa þátttökurétt í Eurovision, en hafa venjulega ekki nýtt sér hann, eru Jórdanía, Líbanon, Libía, Marokkó, Túnis og Vatíkanið. Marokkó tók þátt í keppninni í fyrsta og eina skiptið árið 1980, en hét því að keppa aldrei aftur eftir slæmt gengi, og árið 2005 valdi Líbanon sér fulltrúa en var neytt til að draga sig úr keppninni eftir að hafa neitað að sýna ísraelska framlagið.Þó hefur það komið fyrir að ríkjum, sem ekki eiga aðild að SES, hafi verið boðin þátttaka í keppninni. Árið 2015 var Ástralíu veittur þátttökuréttur en í því tilviki var um að ræða sérstakt boð frá sambandinu, sem fékk auk þess vilyrði frá sérstakri umsagnarnefnd Söngvakeppninnar. Eurovision Tengdar fréttir Sádí-Arabíu boðið að taka þátt í Eurovision Ísraelsk stjórnvöld hafa formlega boðið Sádí-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. 23. maí 2018 07:41 Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Sjá meira
Felix Bergsson, sem hefur gegnt starfi fararstjóra íslenska hópsins í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva undanfarin ár, segir hverfandi líkur á því að Sádi-Arabía verði með í keppninni á næsta ári. Landið uppfylli ekki nauðsynleg þátttökuskilyrði og þá beri ekki að túlka boð ísraelska samskiptaráðherrans sem formlegt. Vísir greindi frá því í morgun að samskiptaráðherra Ísrael, Ayoob Kara, hefði boðið Sádi-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári.Nokkuð ljóst að þetta sé ekki að fara að gerast Felix segir þó ekkert formlegt boð um þátttöku þessara ríkja hafa borist og að ef til þess komi séu hverfandi líkur á því að þátttakan verði samþykkt. „Það er ekkert formlegt boð komið og þetta er í rauninni bara ráðherra í ísraelsku ríkisstjórninni sem er búinn að tjá sig um þetta, að hann ætli sér að bjóða Sádi-Arabíu, en það eru litlar sem engar líkur á því að það gangi eftir,“ segir Felix. „Þetta er í rauninni bara frétt sem kemur innan úr ísraelska stjórnkerfinu, frá einum lágtsettum ráðherra en að öllum líkindum er þetta stormur í vatnsglasi. Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta sé ekki að fara að gerast.“Netta tilkynnti á sviðinu í Lissabon að keppnin yrði haldin í Jerúsalem að ári.VÍSIR/APUpfylla ekki þátttökuskilyrði Þá er aðild að Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, SES (EBU á ensku), skilyrði fyrir þátttöku í keppninni en Sádi-Arabía er ekki aðili að sambandinu. „Þau geta ekki verið með einfaldlega vegna þess að Sádi-Arabía er ekki inn á EBU-svæðinu. Það er fullt af múslimaríkjum sem eru innan EBU sem gætu tekið þátt og hafa í rauninni alltaf haft til þess leyfi ef þau vilja. En þau hafa ekki viljað vera með út af Ísrael,“ segir Felix. Á meðal ríkja sem hafa þátttökurétt í Eurovision, en hafa venjulega ekki nýtt sér hann, eru Jórdanía, Líbanon, Libía, Marokkó, Túnis og Vatíkanið. Marokkó tók þátt í keppninni í fyrsta og eina skiptið árið 1980, en hét því að keppa aldrei aftur eftir slæmt gengi, og árið 2005 valdi Líbanon sér fulltrúa en var neytt til að draga sig úr keppninni eftir að hafa neitað að sýna ísraelska framlagið.Þó hefur það komið fyrir að ríkjum, sem ekki eiga aðild að SES, hafi verið boðin þátttaka í keppninni. Árið 2015 var Ástralíu veittur þátttökuréttur en í því tilviki var um að ræða sérstakt boð frá sambandinu, sem fékk auk þess vilyrði frá sérstakri umsagnarnefnd Söngvakeppninnar.
Eurovision Tengdar fréttir Sádí-Arabíu boðið að taka þátt í Eurovision Ísraelsk stjórnvöld hafa formlega boðið Sádí-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. 23. maí 2018 07:41 Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Sjá meira
Sádí-Arabíu boðið að taka þátt í Eurovision Ísraelsk stjórnvöld hafa formlega boðið Sádí-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. 23. maí 2018 07:41
Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00
Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53