Þjóðarsjúkrahús að Keldum Jón Hjaltalín skrifar 24. maí 2018 07:00 Fagna ber að hreyfing er loksins komin á byggingu meðferðarkjarna við Landspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut þótt mikill meirihluti Reykvíkinga og þjóðarinnar telji mun skynsamlegra að byggja þess í stað nýtt Þjóðarsjúkrahús á betri stað eins og á Keldum. Miðflokkurinn hefur lagt fram tillögu á Alþingi um alvöru staðarvalsgreiningu spítala á Keldum eða Vífilsstöðum borið saman við Hringbrautina. Þessi tillaga hefur verið „svæfð“ í velferðarnefnd Alþingis af fulltrúa VG svo umræður og afgreiðsla tillögunnar frestast fram á haustið.Staðarvalsgreining og forhönnun á að taka 12 mánuði Helstu fylgismenn byggingar Landspítala við Hringbraut bera fyrir sig þá þvælu að það muni seinka byggingu spítalans um 10-15 ár að hugleiða annan stað, einkum vegna tíma við staðarvalsgreiningu, deiliskipulag og opinberar leyfisveitingar! Þann 11. maí sl. efndu samtökin Betri spítali á betri stað til málþings um byggingu þjóðarsjúkrahúss og flutti íslenski arkitektinn Hallgrímur Þór Sigurðsson, meðeigandi Nordic arkitektastofunnar í Ósló, þar erindi um staðarvalsgreiningu, hönnun og byggingu 10 spítala í Noregi og Danmörku. En arkitektastofa hans hefur mikla sérfræðiþekkingu með um 50 arkitekta sem vinna eingöngu við staðarvalsgreiningu, hönnun og skipulagningu spítala og heilsutengdra verkefna. Í erindi sínu taldi Hallgrímur upp átta nýleg sjúkrahús sem hafa verið byggð eða sem verið er að byggja í Danmörku og Noregi þar sem heildartími staðarvals, hönnunar og byggingar spítalanna er 5-10 ár eftir stærð þeirra og staðsetningu. Athyglisvert var að allir þessir spítalar hafa verið byggðir á nýjum stað í útjaðri viðkomandi borga í staðinn fyrir við gömlu spítalana í miðborginni. Hallgrímur kynnti sérstaklega verkefni sem hann er að vinna að sem er nýtt háskólasjúkrahús í Stavanger í Noregi sem á að þjóna 360.000 íbúum svæðisins en íbúar Stavanger í dag eru um 140.000 eða svipað og á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Sjúkrahúsið verður 205.000 fm með 650 rúmum. Staðarvalsgreining var gerð á þremur stöðum í Stavanger og fór fram árin 2015-2016 sem fólst í 6 mánaða staðarvalsgreiningu og forhönnunarferli og 6 mánaða pólitísku ferli (deiliskipulag og leyfisveitingar). Hönnun og bygging sjúkrahússins á þeim stað sem valinn var tekur sjö ár og verður það tekið í notkun 2023. Staðarvalsgreiningin sýndi fram á að það var tveimur árum skemmri tími og mun ódýrara en að byggja við gömlu spítalana í miðborg Stavanger. Kjósandi góður, hvers vegna tekur staðarvalsgreining sjúkrahúsa, deiliskipulag og leyfisveitingar tíu ár á Íslandi en aðeins eitt ár í Noregi?Höfundur er verkfræðingur og frambjóðandi Miðflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kosningar 2018 Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fagna ber að hreyfing er loksins komin á byggingu meðferðarkjarna við Landspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut þótt mikill meirihluti Reykvíkinga og þjóðarinnar telji mun skynsamlegra að byggja þess í stað nýtt Þjóðarsjúkrahús á betri stað eins og á Keldum. Miðflokkurinn hefur lagt fram tillögu á Alþingi um alvöru staðarvalsgreiningu spítala á Keldum eða Vífilsstöðum borið saman við Hringbrautina. Þessi tillaga hefur verið „svæfð“ í velferðarnefnd Alþingis af fulltrúa VG svo umræður og afgreiðsla tillögunnar frestast fram á haustið.Staðarvalsgreining og forhönnun á að taka 12 mánuði Helstu fylgismenn byggingar Landspítala við Hringbraut bera fyrir sig þá þvælu að það muni seinka byggingu spítalans um 10-15 ár að hugleiða annan stað, einkum vegna tíma við staðarvalsgreiningu, deiliskipulag og opinberar leyfisveitingar! Þann 11. maí sl. efndu samtökin Betri spítali á betri stað til málþings um byggingu þjóðarsjúkrahúss og flutti íslenski arkitektinn Hallgrímur Þór Sigurðsson, meðeigandi Nordic arkitektastofunnar í Ósló, þar erindi um staðarvalsgreiningu, hönnun og byggingu 10 spítala í Noregi og Danmörku. En arkitektastofa hans hefur mikla sérfræðiþekkingu með um 50 arkitekta sem vinna eingöngu við staðarvalsgreiningu, hönnun og skipulagningu spítala og heilsutengdra verkefna. Í erindi sínu taldi Hallgrímur upp átta nýleg sjúkrahús sem hafa verið byggð eða sem verið er að byggja í Danmörku og Noregi þar sem heildartími staðarvals, hönnunar og byggingar spítalanna er 5-10 ár eftir stærð þeirra og staðsetningu. Athyglisvert var að allir þessir spítalar hafa verið byggðir á nýjum stað í útjaðri viðkomandi borga í staðinn fyrir við gömlu spítalana í miðborginni. Hallgrímur kynnti sérstaklega verkefni sem hann er að vinna að sem er nýtt háskólasjúkrahús í Stavanger í Noregi sem á að þjóna 360.000 íbúum svæðisins en íbúar Stavanger í dag eru um 140.000 eða svipað og á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Sjúkrahúsið verður 205.000 fm með 650 rúmum. Staðarvalsgreining var gerð á þremur stöðum í Stavanger og fór fram árin 2015-2016 sem fólst í 6 mánaða staðarvalsgreiningu og forhönnunarferli og 6 mánaða pólitísku ferli (deiliskipulag og leyfisveitingar). Hönnun og bygging sjúkrahússins á þeim stað sem valinn var tekur sjö ár og verður það tekið í notkun 2023. Staðarvalsgreiningin sýndi fram á að það var tveimur árum skemmri tími og mun ódýrara en að byggja við gömlu spítalana í miðborg Stavanger. Kjósandi góður, hvers vegna tekur staðarvalsgreining sjúkrahúsa, deiliskipulag og leyfisveitingar tíu ár á Íslandi en aðeins eitt ár í Noregi?Höfundur er verkfræðingur og frambjóðandi Miðflokksins í Reykjavík
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun