Ákærður fyrir að bera út hatur í nafni konu sinnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. maí 2018 07:00 Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur, hefur oft orðið fyrir niðrandi ummælum á internetinu vegna baráttu hennar í innflytjendamálum. Vísir/eyþór Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í kommentakerfi DV í nafni eiginkonu hans. Aðalmeðferð fer fram í dag. Ummælin voru rituð í júlí 2016 við frétt sem bar yfirskriftina „Sema Erla sökuð um herferð gegn Útvarpi Sögu: Birtir hatursfull skilaboð“ og undir fréttinni var skrifað: „Vona að Sema Erla Serðir farist í næstu hryðjuverkaárás skítmenna af hennar tagi (múslimaskítmenna).“ Í ákæru eru þessi orð talin fela í sér sér ógnun, háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna trúarbragða þeirra. Ummælin birtust undir nafni og starfsheiti eiginkonu hins ákærða, en hún er leikskólakennari í Eyjum. Ummælin komu eiginkonunni sjálfri í opna skjöldu þegar hún varð þeirra vör, en skjáskot af þeim fóru eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla og furðuðu sig margir á því að leikskólakennari gæti viðhaft svo hatursfull ummæli opinberlega. Í samtali við DV eftir að ummælin féllu sagðist hún enga hugmynd hafa um hver gæti hafa skrifað athugasemdina, sem var rituð í gegnum Facebook-aðgang konunnar á kommentakerfi miðilsins. Þá lýsir konan því að henni sé þetta ekki eingöngu þungbært hennar vegna heldur einnig vegna þess hve margir hafi farið að rakka Eyjar niður með orðum um að þetta yrði þaggað niður því þannig væru Eyjar. Þvert á þá spádóma virðist lögreglan í Eyjum hafa tekið frumkvæði í málinu, því ummælin voru aldrei formlega kærð. „Það er verið að setja fólki mörk og ákveða hversu langt má ganga í garð annars fólks og tiltekinna hópa á internetinu og það skiptir máli að fá skýrar línur um það,“ segir Sema Erla Serdar aðspurð um væntingar sínar til niðurstöðu málsins. Hún ber vitni við aðalmeðferðina í dag, en nokkur samskipti munu hafa átt sér stað milli hennar og hjónanna eftir að ummælin komust í hámæli á samfélagsmiðlum. Aðspurð segist Sema ekki hafa gert upp við sig hvort hún muni sjálf leita réttar síns vegna ummælanna. „Sjáum fyrst hver niðurstaðan í þessu máli verður.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Sjá meira
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í kommentakerfi DV í nafni eiginkonu hans. Aðalmeðferð fer fram í dag. Ummælin voru rituð í júlí 2016 við frétt sem bar yfirskriftina „Sema Erla sökuð um herferð gegn Útvarpi Sögu: Birtir hatursfull skilaboð“ og undir fréttinni var skrifað: „Vona að Sema Erla Serðir farist í næstu hryðjuverkaárás skítmenna af hennar tagi (múslimaskítmenna).“ Í ákæru eru þessi orð talin fela í sér sér ógnun, háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna trúarbragða þeirra. Ummælin birtust undir nafni og starfsheiti eiginkonu hins ákærða, en hún er leikskólakennari í Eyjum. Ummælin komu eiginkonunni sjálfri í opna skjöldu þegar hún varð þeirra vör, en skjáskot af þeim fóru eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla og furðuðu sig margir á því að leikskólakennari gæti viðhaft svo hatursfull ummæli opinberlega. Í samtali við DV eftir að ummælin féllu sagðist hún enga hugmynd hafa um hver gæti hafa skrifað athugasemdina, sem var rituð í gegnum Facebook-aðgang konunnar á kommentakerfi miðilsins. Þá lýsir konan því að henni sé þetta ekki eingöngu þungbært hennar vegna heldur einnig vegna þess hve margir hafi farið að rakka Eyjar niður með orðum um að þetta yrði þaggað niður því þannig væru Eyjar. Þvert á þá spádóma virðist lögreglan í Eyjum hafa tekið frumkvæði í málinu, því ummælin voru aldrei formlega kærð. „Það er verið að setja fólki mörk og ákveða hversu langt má ganga í garð annars fólks og tiltekinna hópa á internetinu og það skiptir máli að fá skýrar línur um það,“ segir Sema Erla Serdar aðspurð um væntingar sínar til niðurstöðu málsins. Hún ber vitni við aðalmeðferðina í dag, en nokkur samskipti munu hafa átt sér stað milli hennar og hjónanna eftir að ummælin komust í hámæli á samfélagsmiðlum. Aðspurð segist Sema ekki hafa gert upp við sig hvort hún muni sjálf leita réttar síns vegna ummælanna. „Sjáum fyrst hver niðurstaðan í þessu máli verður.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Sjá meira