Skrattinn í ferðaþjónustunni Bryndís Kristjánsdóttir skrifar 25. maí 2018 07:00 Óheillaþróun er að verða í auknum mæli í ferðaþjónustu á Íslandi sem mun án efa leiða til:minni gæðaminna öryggisatvinnuleysisminni skatttekna Það sem hér um ræðir er að enn frekar eykst að farið sé í hópferðir með erlenda ferðamenn um landið þar sem enginn innlendur leiðsögumaður er með í ferð heldur einungis erlendur hópstjóri. Hópstjórinn kemur þá gjarnan með hópnum til landsins eða frá skemmtiferðaskipinu sem liggur hér við bryggju. Kannski hefur hópstjórinn komið einu sinni áður til landsins, kannski aldrei og í besta falli nokkrum sinnum. Mýmörg dæmi eru um að þetta hafi viðgengist hér í nokkuð langan tíma en nú heyrist að þetta muni aukast verulega í sumar og halda áfram á komandi árum ef ekkert verður að gert. Nú þegar er það að gerast að erlendar ferðaskrifstofur eru að hætta að nota þjónustu innlendra ferðaskrifstofa við skipulagningu og umsjón ferða á Íslandi og ætla sjálfar að sjá um alla skipulagningu – þá eins og þeim hentar og væntanlega græða mest á. Og eitt af því sem þær virðast ætla sem sagt að gera er að flytja inn sína „leiðsögumenn“, þ.e. hópstjóra. Með þessu eru þeir að spara sér það rándýra vinnuafl á Íslandi sem nefnast leiðsögumenn. Launataxtar leiðsögumanna (frá 1.5.2018) sýna þau lágmarkslaun sem greiða skal fyrir starfið og hér er birtur dagvinnutaxti lægsta og hæsta launaflokks, án orlofs. 1. Flokkur: dagvinna 1.764 kr. á klst. (+ 220 kr. kostnaðarliður) 4. Flokkur: dagvinna 1.956 kr. á klst. (+ 260 kr. kostnaðarliður). Við hljótum þá að spyrja hvaða laun sé verið að greiða hópstjórunum? Kannski engin, þar sem þeir fengu fría ferð til Íslands í staðinn? Fái þeir einhver laun þá er alla vega ekki greiddur skattur af þeim á Íslandi, eins og gert er af launum innlendra leiðsögumanna, svo þjóðarbúið verður af þeim tekjum. Það versta er að nú heyrist líka að innlendar ferðaskrifstofur/ferðaskipuleggjendur séu farnir að stunda það sama, þ.e. eru með hópferðir á sínum vegum þar sem erlendur aðili (hópstjóri) stýrir ferð. Um leið er óskað eftir enskumælandi bílstjóra og því miður hafa sumir þeirra aðstoðað erlendu aðilana við að útrýma innlendum leiðsögumönnum úr starfi. Hér má svo spyrja hvort að ferðþjónustuaðilarnir séu að starfa undir merkjum VAKANS - gæðastýringakerfi ferðaþjónustunnar – og hvort nokkur sé að fylgjast með að þeir séu að vinna samkvæmt kerfinu? Fagmenntaðir leiðsögumenn hafa í áratugi barist fyrir viðurkenningu starfs síns en án árangurs; „hver sem er“ getur leiðsagt á Íslandi. Umræddir erlendir hópstjórar eru að taka störf frá þessum sérmenntaða starfskrafti en munu þó aldrei geta komið í þeirra stað. Leiðsögumenn bera þá von í brjósti að nýi ráðherra ferðamála sjái mikilvægi þess að tryggja að leiðsögn í hópferðum á Íslandi sé eingöngu í höndum innlendra leiðsögumanna og komið þannig í veg fyrir að ofangreind þróun haldi áfram óáreitt.Höfundur er leiðsögumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Óheillaþróun er að verða í auknum mæli í ferðaþjónustu á Íslandi sem mun án efa leiða til:minni gæðaminna öryggisatvinnuleysisminni skatttekna Það sem hér um ræðir er að enn frekar eykst að farið sé í hópferðir með erlenda ferðamenn um landið þar sem enginn innlendur leiðsögumaður er með í ferð heldur einungis erlendur hópstjóri. Hópstjórinn kemur þá gjarnan með hópnum til landsins eða frá skemmtiferðaskipinu sem liggur hér við bryggju. Kannski hefur hópstjórinn komið einu sinni áður til landsins, kannski aldrei og í besta falli nokkrum sinnum. Mýmörg dæmi eru um að þetta hafi viðgengist hér í nokkuð langan tíma en nú heyrist að þetta muni aukast verulega í sumar og halda áfram á komandi árum ef ekkert verður að gert. Nú þegar er það að gerast að erlendar ferðaskrifstofur eru að hætta að nota þjónustu innlendra ferðaskrifstofa við skipulagningu og umsjón ferða á Íslandi og ætla sjálfar að sjá um alla skipulagningu – þá eins og þeim hentar og væntanlega græða mest á. Og eitt af því sem þær virðast ætla sem sagt að gera er að flytja inn sína „leiðsögumenn“, þ.e. hópstjóra. Með þessu eru þeir að spara sér það rándýra vinnuafl á Íslandi sem nefnast leiðsögumenn. Launataxtar leiðsögumanna (frá 1.5.2018) sýna þau lágmarkslaun sem greiða skal fyrir starfið og hér er birtur dagvinnutaxti lægsta og hæsta launaflokks, án orlofs. 1. Flokkur: dagvinna 1.764 kr. á klst. (+ 220 kr. kostnaðarliður) 4. Flokkur: dagvinna 1.956 kr. á klst. (+ 260 kr. kostnaðarliður). Við hljótum þá að spyrja hvaða laun sé verið að greiða hópstjórunum? Kannski engin, þar sem þeir fengu fría ferð til Íslands í staðinn? Fái þeir einhver laun þá er alla vega ekki greiddur skattur af þeim á Íslandi, eins og gert er af launum innlendra leiðsögumanna, svo þjóðarbúið verður af þeim tekjum. Það versta er að nú heyrist líka að innlendar ferðaskrifstofur/ferðaskipuleggjendur séu farnir að stunda það sama, þ.e. eru með hópferðir á sínum vegum þar sem erlendur aðili (hópstjóri) stýrir ferð. Um leið er óskað eftir enskumælandi bílstjóra og því miður hafa sumir þeirra aðstoðað erlendu aðilana við að útrýma innlendum leiðsögumönnum úr starfi. Hér má svo spyrja hvort að ferðþjónustuaðilarnir séu að starfa undir merkjum VAKANS - gæðastýringakerfi ferðaþjónustunnar – og hvort nokkur sé að fylgjast með að þeir séu að vinna samkvæmt kerfinu? Fagmenntaðir leiðsögumenn hafa í áratugi barist fyrir viðurkenningu starfs síns en án árangurs; „hver sem er“ getur leiðsagt á Íslandi. Umræddir erlendir hópstjórar eru að taka störf frá þessum sérmenntaða starfskrafti en munu þó aldrei geta komið í þeirra stað. Leiðsögumenn bera þá von í brjósti að nýi ráðherra ferðamála sjái mikilvægi þess að tryggja að leiðsögn í hópferðum á Íslandi sé eingöngu í höndum innlendra leiðsögumanna og komið þannig í veg fyrir að ofangreind þróun haldi áfram óáreitt.Höfundur er leiðsögumaður
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun