Jordan Petersson er doktor í klínískri sálfræði og prófessor við Háskólann í Toronto. Hann hefur kennt við Harvard og sló nú síðast í gegn með bók sinni Tólf lífsreglur sem hefur selst í milljónum eintaka. Hörðustu aðdáendur hans eru í það minnsta 1,2 milljónir og eru áskrifendur að YouTube-rás hans. Peterson er einnig gríðarlega umdeildur og kenningar hans um eðlislægan mun á kynjunum fara þveröfugt ofan í marga, sem telja hann fyrst og fremst höfða til karla í kreppu sem eiga erfitt með að fóta sig í breyttum heimi jafnréttis. Peterson heldur tvo fyrirlestra í Hörpu, 4. og 5. júní, og eftirvæntingin er slík að það seldist á augabragði upp á fyrri fyrirlesturinn. Þá var öðrum bætt við og það er einnig uppselt á hann. Fréttablaðið hitti Peterson á Skype en samskiptaforritið notar hann einmitt til þess að taka fólk, ekki síst unga karla, í sálfræðitíma og reynir að kenna þeim að takast á við lífið með lífsreglurnar tólf að vopni. Fólk virðist almennt skipast nokkuð skýrt í tvo hópa þegar Jordan Peterson og kenningar hans eru annars vegar. Þeir sem hafa meðtekið fagnaðarerindið elska hann og hinir elska að hata hann. Áköfustu fylgjendurnir láta eins og hann hafi höndlað stóra sannleikann, leyst jafnvel lífsgátuna, með því að greina samfélagið og lífið allt út frá meðfæddum eðlismun kynjanna og síðan eru þeir sem bókstaflega þola manninn ekki, sjá skrattann í hverju kenningahorni hans. Telja hann í versta falli beinlínis stórhættulegan og í besta falli kjána.Allt er orðið umdeilt nú til dags Sjálfur furðar Peterson sig á þessari reiði sem hann telur að einhverju leyti byggða á misskilningi og jafnvel markvissum mislestri á því sem hann hefur fram að færa. Þá segir hann það síst til þess fallið að lægja öldurnar þegar orð hans eru slitin úr samhengi, afbökuð eða hreinlega haft rangt eftir honum. Nýjasta dæmið um það síðastnefnda er viðtal sem birtist við hann í The New York Times í síðustu viku. Þá ætlaði allt um koll að keyra þegar haft var eftir honum að hann teldi öruggustu leiðina til þess að sporna við fjöldamorðæði sem rennur sorglega oft á unga karlmenn að þeim verði séð fyrir maka. Útveguð kona, svo það sé sagt hreint út. Þessa hugmynd var hann sagður rökstyðja með því að einmana og kynsveltir karlar væru hættulegir umhverfi sínu og gerðust ofbeldishneigðir í gremju sinni. Ungur maður sem á konu er ólíklegri til þess að valta yfir vegfarendur á bíl eða skjóta skólafélaga sína í stórum hópum. „Hluti af þessu var slitinn skelfilega úr samhengi í The New York Times,“ segir Peterson og er bersýnilega nokkuð niðri fyrir. „Það sem ég var að benda á er að samfélög úti um allan heim hafa haft tilhneigingu til að gera einkvæni að reglu. Þetta er sammannlegt en þá á ég ekki við að þetta sé þvingað fram með valdi. Þetta er einfaldlega félagslegt norm og samfélög sem byggja á einkvæni eru friðsamlegri en önnur. Þetta er bara vel skrásett mannfræðileg staðreynd sem teygir sig langt aftur í aldir. Þetta er óumdeilt, fyrir utan þá staðreynd að í dag er einfaldlega allt orðið umdeilt.“Viðtal Jordan Peterson í New York Times vakti gríðarlega athygli.Jonathan CastellinoÓðir í athugasemdum„Og þetta er umdeilt eins og sést best á hörðum viðbrögðum við þessu viðtali í The New York Times. Reiðialdan sem skall á netinu er í raun býsna gott dæmi um hversu fólk skiptist skýrt í annars vegar aðdáendur þína og þá sem beinlínis þola þig ekki. Allt sem er haft eftir þér í fjölmiðlum hérna á Íslandi virðist í það minnsta gera allt brjálað. Á Facebook og í athugasemdakerfum vefmiðlanna.“ „Já, og ég er orðinn vanur þessu,“ segir Peterson. „En þetta er í raun stórundarlegt og ég veit ekki hvernig á að túlka þetta. Þessi reiði er að hluta tilkomin vegna þess að ég hef gagnrýnt róttækt vinstra fólk harkalega. Þessi gagnrýni gerir mig samt ekki sjálfkrafa að öfgahægrimanni. Það er bara kjánalegt að halda því fram en hentar róttæka vinstrinu vel til þess að geta sannfært sig um að ég sé á einhvern hátt ósanngjarn sem aftur auðveldar þeim að hafna því sem ég er að segja.“„En stangast þessi kenning þín um einkvæni sem einhvers konar ofbeldisdempara ekki á við það sem mér sýnist vera eitt lykilatriðið í bókinni þinni þar sem þú segir að hver og einn verði að axla ábyrgð á sjálfum sér og lífi sínu? Og hvað? Ef þessir gaurar geta ekki fengið að ríða, eða náð sér í maka eða bólfélaga, fara þeir þá þess vegna af stað og drepa fólk? Væri þeim ekki, samkvæmt hugmyndum þínum, nær að gyrða sig bara í brók? Taka sig á og sjálfa sig í gegn?“Aðeins ISIS-terroristi gæti haldið þessu fram „Auðvitað og augljóslega. Það er þess vegna sem þetta síðasta upphlaup út af The New York Times er svo fáránlegt! Ég hef í fyrirlestrum mínum margítrekað að ef þér er hafnað af hverri einustu konu sem þú hittir þá liggur vandinn sennilega ekki hjá þeim, heldur þér.“ Peterson segir þessa túlkun á hugmyndum hans um einkvænissamfélögin svo galna að hann skilji varla hvers vegna fólk var jafn ginnkeypt fyrir þessu og raun ber vitni. „Þetta er það sem er svo einkennilegt við þetta vegna þess að hluti þess hversu fyrirlestrar mínir eru vinsælir er að ég hef verið að leggja til að fólk, ungir karlmenn þar með taldir, ætti að taka sig á. Axla ábyrgð og koma reglu á líf sitt.Sjá einnig: Segir samfélagið þurfa að tryggja körlum eiginkonur Þetta er alger andstæða túlkunar fólks á greininni í The New York Times. Að ég haldi því fram að það eigi bara að skaffa hvaða ónytjungi sem er konu! Það er algerlega fáránlegt. Enginn með réttu ráði lætur sér detta þetta til hugar. Þú getur ekki einu sinni skáldað upp manneskju sem trúir þessu.“„Maður hefði haldið ekki en svona virðast mjög margir skilja þig.“ „Það er ótrúlegt! Þú gætir fundið stöku ISIS-terrorista sem finnst góð hugmynd að úthluta körlum konu með vopnavaldi. En ég er ekki að leggja neitt slíkt til. Þvert á móti.“ Litlir, hræddir karlar„Einhverra hluta vegna virðist boðskapur þinn helst höfða til, hvað skal segja? Lítilla, hræddra karlmanna og einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að menn sem líður sæmilega í sjálfum sér og eru í þokkalegri sátt við umhverfi sitt tengi lítið við þetta?“ „Ég held alls ekki að ég sé að höfða sérstaklega til hræddra karla. Sjáðu til. Í fyrsta lagi er þessi hugmynd um að ég beini boðskap mínum að einangruðum ungum körlum staðlaður mislestur. Meirihluti þeirra sem hafa verið að hlusta á fyrirlestra mína gera það á YouTube og 80 prósent þeirra sem skoða efni á YouTube eru karlmenn. Ég stend ekki á bak við það.“„Nei, og þú getur auðvitað ekki stjórnað umferðinni á YouTube en má ekki samt vera að það veiki málefnastöðu þína að þetta eru greinilega fyrst og fremst karlar sem hlusta á þig og meðtaka það sem þú hefur að segja?“ „Það liggur ekkert fyrir um það að meirihluti þeirra sem kaupa bókina mína séu karlar. Það má vel vera að það sem ég er að segja um að fólk eigi að taka ábyrgð á sjálfu sér höfði sérstaklega til ungra karlmanna akkúrat núna. En það er ekki vegna þess að ég sé aðeins að tala við unga karla, heldur frekar vegna þess að flestir á YouTube eru ungir karlar og þetta er ef til vill eitthvað sem þeir þurfa sérstaklega að heyra,“ segir Peterson og bendir á að konur eru um 30 prósent þeirra sem sækja fyrirlestra hans.Óhætt er að segja að Jordan Peterson hafi á skömmum tíma orðið einn umdeildasti maður internetsins.Jonathan CastellinoBeita fyrir andstæðingana og minnipokamenn?„Ég hef heyrt því fleygt að margt í boðskap þínum sé hið besta mál en að þú gerir þér það að leik að blanda einhverju saman við þetta markvisst til þess að trylla róttækt vinstri fólk og femínista.Að þú kryddir kenningar þínar bæði til þess að fá athyglina sem uppþotin á vinstri kantinum beina óhjákvæmilega að þér og síðan ekki síður til þess að höfða til minnipokamanna sem sjá einhverja vonarglætu í karllægri heimssýn þinni.“ „Ég er ekki að leika neinn leik. Ég er að reyna að nota þekkingu mína og langa reynslu til þess að hjálpa fólki. Hjálpa því að þroskast og valdefla það með hvatningu. Tæknilega er ég aðeins að hjálpa fólki að öðlast kjark með því að axla ábyrgð á eigin lífi og finna þannig döngun í sér til þess að mæta ógæfu og kúgun af hugrekki.“„Gott og vel. Tökum aðeins róttækan vinstrifemínistavinkilinn á þig. Femínistar halda því margir fram að þú sért beinlínis að ýta undir ofbeldi gegn konum með boðskap þínum.“ „Ég get nú ekki séð hvernig hvatning til karlmanna um að hysja upp um sig brækurnar og axla ábyrgð á sjálfum sér, fjölskyldum sínum og samfélagi geti verið hvatning til ofbeldis gegn konum.“ Fullur heimur af glötuðum körlum „Ég hef stúderað ofbeldi mjög lengi og það eru veikgeðja menn sem beita konur ofbeldi, ekki sterkir karlar. Og með því að styrkja þessa veiku karla dregurðu úr ofbeldishneigð þeirra. Það liggur til dæmis ljóst fyrir að nauðgarar eru undirmálsmenn, taparar, lélegir gaurar. Það mætti jafnvel segja þá aumkunarverða og það ætti nú varla að skaða nokkra manneskju að reyna að hvetja sem flesta til þess að reyna að vera ekki ömurlegur. Ekki nema að þú viljir hafa sem mest af glötuðum körlum í kringum þig og ég vil meina að það sé einmitt mikið um róttæka femínista sem vilji hafa sem mest af aumingjum í heiminum. Ég held að þetta sé hluti af ástæðunni fyrir því hversu óhressar þær eru með mig.“„Þú ert mjög upptekinn af valdeflingu ungra karla en þarf hún að vera á kostnað kvenna? Er eitthvað sem mælir á móti því að fylla heiminn af sterkum konum og körlum? Hafa einfaldlega jafnrétti?“ „Jú, það væri frábært og auðvitað er það mögulegt. Þær konur sem ég þekki, sem eru vel samansettar, eru ekki í samkeppni við karla. Þær eru að reyna að lifa góðu lífi sem einstaklingar en þær para sig við karlmenn og líta ekki á mannkynssöguna sem vígvöll drottnandi karla og kúgaðra kvenna. Það er heimskulegt að horfa svona á heiminn. Það hafa alltaf verið og verða alltaf til karlar sem ganga á rétt kvenna og öfugt. En að lesa alla mannkynssöguna sem óslitna sögu kúgunar karla á konum er einfaldlega aumkunarvert.“ Bölvun pillunnar og túrtappans „Karlar og konur hafa í gegnum söguna parað sig saman til þess að komast af við erfiðar aðstæður og margt sem talið er til marks um kúgun karla á konum verður að skoðast í sanngjörnu, sögulegu samhengi. Ég meina, konur fengu ekki öruggar getnaðarvarnir fyrr en upp úr 1960 og höfðu ekkert vald yfir tíðahringnum fyrr en í kringum 1970.“„Og voru það ekki framfarir? Er ekki bara frábært að þær hafi þessa stjórn á eigin líkama?“ „Jú, það er stórkostlegt. En ein ástæðan fyrir því að það var erfiðara fyrir konur að hasla sér völl í heiminum áður fyrr er að þessar tækniframfarir voru ekki komnar fram. Túrtappinn og pillan hafa gert miklu meira fyrir kvenfrelsi en femínisminn.“„Og hvað? Þegar túrtappinn og pillan komu til sögunnar hrundi þá karlmennskuheimurinn okkar? Er nútímakarlinn í rusli út af túrtappanum og pillunni?Þú vilt horfa til baka. Aftur til 1950 og jafnvel lengra en er ekki heimurinn betri í dag en þá? Jafnrétti kynjanna hlýtur að vera hið besta mál, ekki satt?“ „Sko, það er ekkert rangt við að allir fái jöfn tækifæri en það er eitthvað skelfilega rangt við það þegar reynt er að jafna útkomuna, jafnvel með lagasetningum og valdboði. Á Vesturlöndum hefur mjög lengi verið unnið að því að gefa öllum sömu tækifæri en að ætla að þvinga fram jafna útkomu allra er alger katastrófa.“Peterson segist mjög spenntur fyrir Íslandsheimsókninni en 1.700 manns ætla að hlýða á boðskap hans í Hörpu í júní.Jonathan Castellino„Kvennastéttir“ stækka í takt við meira jafnrétti Ein grunnstoðin í kenningaheimi Petersons er að líffræðilegir og meðfæddir eiginleikar ráði miklu um stöðu kynjanna í veröldinni. Þetta er vægast sagt umdeilt, svo ekki sé fastar að orði kveðið, enda skautar Peterson óneitanlega svolítið fram hjá umhverfisþáttum og öðru sem mótar hverja manneskju að einhverju leyti. „Það eru augljósir líffræðilegir áhrifaþættir í þessu og ef horft er á tölfræðina þá blasir við að eftir því sem jafnréttið verður meira fjölgar kvenkyns hjúkrunarfræðingum og karlkyns vélstjórum. Þannig að það virðast vera einhverjar líffræðilega forsendur sem móti hugarfar fólks og hverju það hefur áhuga á.“„Ég á ofboðslega erfitt með að kyngja þessu. Ég bjó einu sinni með konu sem gerði við bílinn okkar, málaði íbúðina, braut niður og boraði í veggi, sá um fjármál heimilisins og kenndi mér að nota tölvu. Og í æsku hafði ég aldrei áhuga á bílum eða byssum þannig að ég bara næ ekki þessari pælingu.“ Tækjadellukonur sjaldgæfar „Tja, ég myndi segja að þið væruð svolítil frávik. Að vísu eru nánast allir einhvers konar frávik frá reglu. Þessi kona virðist vera með tækjadellu sem er sjaldgæft meðal kvenna en ekki alveg óþekkt. Það eru til konur sem verða vélstjórar og það eru líka til konur sem vinna á þungavinnuvélum en þær eru ekki normið.“ Peterson hefur orðið tíðrætt um að karlar hafi verið í leiðtogahlutverki frá örófi alda og þeim farnist betur en konum í því hlutverki vegna þess að þeim sé það eðlislægt. En sagan sýnir nú ekki beinlínis fram á að karlar hafi stjórnað heiminum með miklum sóma? „Það er mjög lítill vitsmunalegur munur á körlum og konum en karlmannshugurinn virðist vera margbreytilegri. Þetta sést ef til vill best í einstökum tilfellum en að meðaltali er lítill sem enginn vitsmunalegur munur á kynjunum. Karlar virðast þó hafa sterkari hneigð til þess að taka sér stöðu í stigveldinu en konur og það er líklega þess vegna sem konur laðast að mönnum í háum stöðum.“ Feðraveldi humarsins„En þessi hírarkía er manna verk. Við fundum hana upp og þetta stigveldi hefur verið feðraveldi frá upphafi.“ „Ég myndi nú ekki segja að stigveldið sé okkar uppfinning vegna þess að það er stigveldi í náttúrunni, utan þess mennska.“ Og þar með erum við komnir að humrinum en Peterson notar þá dýrategund sem dæmi um náttúrulegt stigveldi í bók sinni. „Sjáðu til, punkturinn með humar-kaflanum er að sýna fram á að það er ekki hægt að skrifa stigveldið á vestræna menningu eða kapítalismann. Það hefur verið stigveldi í náttúrunni í milljónir ára. Þetta þýðir ekki að stigveldi hafi ekki neikvæðar hliðar. Misrétti er ein neikvæðasta afleiðing stigveldanna. Þessi galli gerir svo einmitt vinstri stefnuna ómissandi í stjórnmálakerfinu. Fólk hefur haldið því fram að ég sé andsnúinn vinstrinu en ég er það ekki! Ég er á móti öfgavinstrinu og það er ekki það sama. Vinstrið er nauðsynlegt vegna þess að í stigveldinu er óhjákvæmilegt að einhverjir verði undir og þeir verða að hafa rödd.“Jordan Peterson segist vera orðinn alvanur því að fá yfir sig reiðiöldur á netinu en kann ekki við að þær byggist á rangtúlkunum og útúrsnúningum.Jonathan CastellinoGrimmar konur komast til áhrifa„Höldum okkur aðeins við hugmyndina um að karlar séu á einhvern hátt erfðafræðilega betur til þess fallnir að vera leiðtogar og tökum Donald Trump og Hillary Clinton sem dæmi.Nú virðist hún ekkert minna stríðsglöð og grimm en fyrri forsetar og ef hún hefði náð kjöri hefði hún jafnvel verið líklegri til þess að fara í stríð en Trump.“ „Það virðist svo sannarlega vera og það er nú eitt af því sem mér líkar við Trump, hingað til, er að hann hefur ekki þvælt Bandaríkjunum út í heimskuleg stríð. Það er að mínu mati heilmikið mál og mér finnst hann ekki njóta sannmælis fyrir þetta. Forseti ætti að fá hrós fyrir að gera ekki eitthvað stórkostlega heimskulegt og að forðast stríðsátök. Það er ekkert sem bendir til þess að kvenkynsleiðtogar séu á einhvern hátt ólíklegri til þess að fara í stríð en karlarnir. Kannski eru þær það en mig grunar nú að flestar konur sem stjórna ríkjum séu ansi hreint bardagagjarnar.“„Gæti það verið vegna þess að þær hafa þurft að berjast fyrir öllu sínu í heimi sem karlar drottna yfir?“ „Hver veit? Ég meina, konur sem komast í valdastöður hljóta að vera árásargjarnar í eðli sínu og slíkar konur fyrirfinnast svo sannarlega.“ Sálfræðingurinn sem gerir við bilað fólk Annars vegar virðist Peterson vera orðinn nokkurs konar ígildi trúarleiðtoga sem messar yfir heittrúuðum og sannfærðum söfnuði en hins vegar er það hinn hópurinn sem fyrirlítur hann nánast af álíka trúarofsa. Kann hann einhverja skýringu á þessari ofsalegu pólaríseringu í kringum hann og er svona garg andstæðra fylkinga líklegt til að skila nokkrum árangri eða vitrænni niðurstöðu? „Í mínum huga er það sem ég er að gera rammpólitískt en byggt á sálfræðilegum grunni. Ég er að reyna að færa klíníska þekkingu 20. aldarinnar til breiðari hóps. Pólitískar afleiðingar þessa eru einfaldlega aukaverkun.“ Peterson hefur sinnt fjölda skjólstæðinga, meðal annars rafrænt á Skype, og þar segist hann beinlínis vera með fólk í sálfræðitíma, ekki pólitískri innrætingu. „Fjölmargir leita til mín og ég fæ bréf í tugþúsunda tali. En fólk sem skrifar mér um pólitísk álitamál er í miklum minnihluta. Þeir sem skrifa mér segja mér helst frá því að líf þeirra hafi verið í rugli. Þeir hafi drukkið eða dópað of mikið. Verið kvíðnir, þunglyndir, þjakaðir af níhilisma. Þeim hafi ekki samið við makann, foreldra sína eða fjölskylduna. Þegar þau hins vegar móta sér skýra framtíðarstefnu og taka ábyrgð á sjálfum sér og umhverfi sínu líður þeim miklu betur. Þetta er nú kjarni málsins.“„Það er frábært. Og þeim var ekkert úthlutuð eiginkona í millitíðinni?“ „Nei, nei. Alls ekki! Það eru líka pör sem leita til mín og konunum ber flestum saman um að mönnunum þeirra gangi miklu betur eftir að þeir fóru að hlusta á fyrirlestrana mína og að þegar karlinum líður betur skili það sér strax í hamingjuríkara hjónabandi.“„Formsins vegna og til þess að hafa þetta alveg á hreinu þá verð ég að spyrja þig aftur, hreint út. Ertu á móti jafnrétti kynjanna?“ „Ég er algerlega og fullkomlega hlynntur jöfnum tækifærum. Hvers vegna í ósköpunum ættum við ekki að vilja að allt hæfileikafólk geti lagt sitt fram? Það er ekki eins og það sé einhver skortur á vandamálum sem þarf að leysa.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir samfélagið þurfa að tryggja körlum eiginkonur Kanadískur fyrirlesari sem er væntanlegur til Íslands segir þvingað einkvæni lausn á ofbeldishneigð karlmanna sem fremja árásir eins og í Toronto í síðasta mánuði. 20. maí 2018 23:47 Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Mikil eftirvænting vegna komu umdeildasta manns veraldarvefsins Uppselt er á tvo fyrirlestra Jordan Peterson í Hörpu en tæplega tvö þúsund manns hafa tryggt sér miða. 25. maí 2018 15:07 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið
Jordan Petersson er doktor í klínískri sálfræði og prófessor við Háskólann í Toronto. Hann hefur kennt við Harvard og sló nú síðast í gegn með bók sinni Tólf lífsreglur sem hefur selst í milljónum eintaka. Hörðustu aðdáendur hans eru í það minnsta 1,2 milljónir og eru áskrifendur að YouTube-rás hans. Peterson er einnig gríðarlega umdeildur og kenningar hans um eðlislægan mun á kynjunum fara þveröfugt ofan í marga, sem telja hann fyrst og fremst höfða til karla í kreppu sem eiga erfitt með að fóta sig í breyttum heimi jafnréttis. Peterson heldur tvo fyrirlestra í Hörpu, 4. og 5. júní, og eftirvæntingin er slík að það seldist á augabragði upp á fyrri fyrirlesturinn. Þá var öðrum bætt við og það er einnig uppselt á hann. Fréttablaðið hitti Peterson á Skype en samskiptaforritið notar hann einmitt til þess að taka fólk, ekki síst unga karla, í sálfræðitíma og reynir að kenna þeim að takast á við lífið með lífsreglurnar tólf að vopni. Fólk virðist almennt skipast nokkuð skýrt í tvo hópa þegar Jordan Peterson og kenningar hans eru annars vegar. Þeir sem hafa meðtekið fagnaðarerindið elska hann og hinir elska að hata hann. Áköfustu fylgjendurnir láta eins og hann hafi höndlað stóra sannleikann, leyst jafnvel lífsgátuna, með því að greina samfélagið og lífið allt út frá meðfæddum eðlismun kynjanna og síðan eru þeir sem bókstaflega þola manninn ekki, sjá skrattann í hverju kenningahorni hans. Telja hann í versta falli beinlínis stórhættulegan og í besta falli kjána.Allt er orðið umdeilt nú til dags Sjálfur furðar Peterson sig á þessari reiði sem hann telur að einhverju leyti byggða á misskilningi og jafnvel markvissum mislestri á því sem hann hefur fram að færa. Þá segir hann það síst til þess fallið að lægja öldurnar þegar orð hans eru slitin úr samhengi, afbökuð eða hreinlega haft rangt eftir honum. Nýjasta dæmið um það síðastnefnda er viðtal sem birtist við hann í The New York Times í síðustu viku. Þá ætlaði allt um koll að keyra þegar haft var eftir honum að hann teldi öruggustu leiðina til þess að sporna við fjöldamorðæði sem rennur sorglega oft á unga karlmenn að þeim verði séð fyrir maka. Útveguð kona, svo það sé sagt hreint út. Þessa hugmynd var hann sagður rökstyðja með því að einmana og kynsveltir karlar væru hættulegir umhverfi sínu og gerðust ofbeldishneigðir í gremju sinni. Ungur maður sem á konu er ólíklegri til þess að valta yfir vegfarendur á bíl eða skjóta skólafélaga sína í stórum hópum. „Hluti af þessu var slitinn skelfilega úr samhengi í The New York Times,“ segir Peterson og er bersýnilega nokkuð niðri fyrir. „Það sem ég var að benda á er að samfélög úti um allan heim hafa haft tilhneigingu til að gera einkvæni að reglu. Þetta er sammannlegt en þá á ég ekki við að þetta sé þvingað fram með valdi. Þetta er einfaldlega félagslegt norm og samfélög sem byggja á einkvæni eru friðsamlegri en önnur. Þetta er bara vel skrásett mannfræðileg staðreynd sem teygir sig langt aftur í aldir. Þetta er óumdeilt, fyrir utan þá staðreynd að í dag er einfaldlega allt orðið umdeilt.“Viðtal Jordan Peterson í New York Times vakti gríðarlega athygli.Jonathan CastellinoÓðir í athugasemdum„Og þetta er umdeilt eins og sést best á hörðum viðbrögðum við þessu viðtali í The New York Times. Reiðialdan sem skall á netinu er í raun býsna gott dæmi um hversu fólk skiptist skýrt í annars vegar aðdáendur þína og þá sem beinlínis þola þig ekki. Allt sem er haft eftir þér í fjölmiðlum hérna á Íslandi virðist í það minnsta gera allt brjálað. Á Facebook og í athugasemdakerfum vefmiðlanna.“ „Já, og ég er orðinn vanur þessu,“ segir Peterson. „En þetta er í raun stórundarlegt og ég veit ekki hvernig á að túlka þetta. Þessi reiði er að hluta tilkomin vegna þess að ég hef gagnrýnt róttækt vinstra fólk harkalega. Þessi gagnrýni gerir mig samt ekki sjálfkrafa að öfgahægrimanni. Það er bara kjánalegt að halda því fram en hentar róttæka vinstrinu vel til þess að geta sannfært sig um að ég sé á einhvern hátt ósanngjarn sem aftur auðveldar þeim að hafna því sem ég er að segja.“„En stangast þessi kenning þín um einkvæni sem einhvers konar ofbeldisdempara ekki á við það sem mér sýnist vera eitt lykilatriðið í bókinni þinni þar sem þú segir að hver og einn verði að axla ábyrgð á sjálfum sér og lífi sínu? Og hvað? Ef þessir gaurar geta ekki fengið að ríða, eða náð sér í maka eða bólfélaga, fara þeir þá þess vegna af stað og drepa fólk? Væri þeim ekki, samkvæmt hugmyndum þínum, nær að gyrða sig bara í brók? Taka sig á og sjálfa sig í gegn?“Aðeins ISIS-terroristi gæti haldið þessu fram „Auðvitað og augljóslega. Það er þess vegna sem þetta síðasta upphlaup út af The New York Times er svo fáránlegt! Ég hef í fyrirlestrum mínum margítrekað að ef þér er hafnað af hverri einustu konu sem þú hittir þá liggur vandinn sennilega ekki hjá þeim, heldur þér.“ Peterson segir þessa túlkun á hugmyndum hans um einkvænissamfélögin svo galna að hann skilji varla hvers vegna fólk var jafn ginnkeypt fyrir þessu og raun ber vitni. „Þetta er það sem er svo einkennilegt við þetta vegna þess að hluti þess hversu fyrirlestrar mínir eru vinsælir er að ég hef verið að leggja til að fólk, ungir karlmenn þar með taldir, ætti að taka sig á. Axla ábyrgð og koma reglu á líf sitt.Sjá einnig: Segir samfélagið þurfa að tryggja körlum eiginkonur Þetta er alger andstæða túlkunar fólks á greininni í The New York Times. Að ég haldi því fram að það eigi bara að skaffa hvaða ónytjungi sem er konu! Það er algerlega fáránlegt. Enginn með réttu ráði lætur sér detta þetta til hugar. Þú getur ekki einu sinni skáldað upp manneskju sem trúir þessu.“„Maður hefði haldið ekki en svona virðast mjög margir skilja þig.“ „Það er ótrúlegt! Þú gætir fundið stöku ISIS-terrorista sem finnst góð hugmynd að úthluta körlum konu með vopnavaldi. En ég er ekki að leggja neitt slíkt til. Þvert á móti.“ Litlir, hræddir karlar„Einhverra hluta vegna virðist boðskapur þinn helst höfða til, hvað skal segja? Lítilla, hræddra karlmanna og einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að menn sem líður sæmilega í sjálfum sér og eru í þokkalegri sátt við umhverfi sitt tengi lítið við þetta?“ „Ég held alls ekki að ég sé að höfða sérstaklega til hræddra karla. Sjáðu til. Í fyrsta lagi er þessi hugmynd um að ég beini boðskap mínum að einangruðum ungum körlum staðlaður mislestur. Meirihluti þeirra sem hafa verið að hlusta á fyrirlestra mína gera það á YouTube og 80 prósent þeirra sem skoða efni á YouTube eru karlmenn. Ég stend ekki á bak við það.“„Nei, og þú getur auðvitað ekki stjórnað umferðinni á YouTube en má ekki samt vera að það veiki málefnastöðu þína að þetta eru greinilega fyrst og fremst karlar sem hlusta á þig og meðtaka það sem þú hefur að segja?“ „Það liggur ekkert fyrir um það að meirihluti þeirra sem kaupa bókina mína séu karlar. Það má vel vera að það sem ég er að segja um að fólk eigi að taka ábyrgð á sjálfu sér höfði sérstaklega til ungra karlmanna akkúrat núna. En það er ekki vegna þess að ég sé aðeins að tala við unga karla, heldur frekar vegna þess að flestir á YouTube eru ungir karlar og þetta er ef til vill eitthvað sem þeir þurfa sérstaklega að heyra,“ segir Peterson og bendir á að konur eru um 30 prósent þeirra sem sækja fyrirlestra hans.Óhætt er að segja að Jordan Peterson hafi á skömmum tíma orðið einn umdeildasti maður internetsins.Jonathan CastellinoBeita fyrir andstæðingana og minnipokamenn?„Ég hef heyrt því fleygt að margt í boðskap þínum sé hið besta mál en að þú gerir þér það að leik að blanda einhverju saman við þetta markvisst til þess að trylla róttækt vinstri fólk og femínista.Að þú kryddir kenningar þínar bæði til þess að fá athyglina sem uppþotin á vinstri kantinum beina óhjákvæmilega að þér og síðan ekki síður til þess að höfða til minnipokamanna sem sjá einhverja vonarglætu í karllægri heimssýn þinni.“ „Ég er ekki að leika neinn leik. Ég er að reyna að nota þekkingu mína og langa reynslu til þess að hjálpa fólki. Hjálpa því að þroskast og valdefla það með hvatningu. Tæknilega er ég aðeins að hjálpa fólki að öðlast kjark með því að axla ábyrgð á eigin lífi og finna þannig döngun í sér til þess að mæta ógæfu og kúgun af hugrekki.“„Gott og vel. Tökum aðeins róttækan vinstrifemínistavinkilinn á þig. Femínistar halda því margir fram að þú sért beinlínis að ýta undir ofbeldi gegn konum með boðskap þínum.“ „Ég get nú ekki séð hvernig hvatning til karlmanna um að hysja upp um sig brækurnar og axla ábyrgð á sjálfum sér, fjölskyldum sínum og samfélagi geti verið hvatning til ofbeldis gegn konum.“ Fullur heimur af glötuðum körlum „Ég hef stúderað ofbeldi mjög lengi og það eru veikgeðja menn sem beita konur ofbeldi, ekki sterkir karlar. Og með því að styrkja þessa veiku karla dregurðu úr ofbeldishneigð þeirra. Það liggur til dæmis ljóst fyrir að nauðgarar eru undirmálsmenn, taparar, lélegir gaurar. Það mætti jafnvel segja þá aumkunarverða og það ætti nú varla að skaða nokkra manneskju að reyna að hvetja sem flesta til þess að reyna að vera ekki ömurlegur. Ekki nema að þú viljir hafa sem mest af glötuðum körlum í kringum þig og ég vil meina að það sé einmitt mikið um róttæka femínista sem vilji hafa sem mest af aumingjum í heiminum. Ég held að þetta sé hluti af ástæðunni fyrir því hversu óhressar þær eru með mig.“„Þú ert mjög upptekinn af valdeflingu ungra karla en þarf hún að vera á kostnað kvenna? Er eitthvað sem mælir á móti því að fylla heiminn af sterkum konum og körlum? Hafa einfaldlega jafnrétti?“ „Jú, það væri frábært og auðvitað er það mögulegt. Þær konur sem ég þekki, sem eru vel samansettar, eru ekki í samkeppni við karla. Þær eru að reyna að lifa góðu lífi sem einstaklingar en þær para sig við karlmenn og líta ekki á mannkynssöguna sem vígvöll drottnandi karla og kúgaðra kvenna. Það er heimskulegt að horfa svona á heiminn. Það hafa alltaf verið og verða alltaf til karlar sem ganga á rétt kvenna og öfugt. En að lesa alla mannkynssöguna sem óslitna sögu kúgunar karla á konum er einfaldlega aumkunarvert.“ Bölvun pillunnar og túrtappans „Karlar og konur hafa í gegnum söguna parað sig saman til þess að komast af við erfiðar aðstæður og margt sem talið er til marks um kúgun karla á konum verður að skoðast í sanngjörnu, sögulegu samhengi. Ég meina, konur fengu ekki öruggar getnaðarvarnir fyrr en upp úr 1960 og höfðu ekkert vald yfir tíðahringnum fyrr en í kringum 1970.“„Og voru það ekki framfarir? Er ekki bara frábært að þær hafi þessa stjórn á eigin líkama?“ „Jú, það er stórkostlegt. En ein ástæðan fyrir því að það var erfiðara fyrir konur að hasla sér völl í heiminum áður fyrr er að þessar tækniframfarir voru ekki komnar fram. Túrtappinn og pillan hafa gert miklu meira fyrir kvenfrelsi en femínisminn.“„Og hvað? Þegar túrtappinn og pillan komu til sögunnar hrundi þá karlmennskuheimurinn okkar? Er nútímakarlinn í rusli út af túrtappanum og pillunni?Þú vilt horfa til baka. Aftur til 1950 og jafnvel lengra en er ekki heimurinn betri í dag en þá? Jafnrétti kynjanna hlýtur að vera hið besta mál, ekki satt?“ „Sko, það er ekkert rangt við að allir fái jöfn tækifæri en það er eitthvað skelfilega rangt við það þegar reynt er að jafna útkomuna, jafnvel með lagasetningum og valdboði. Á Vesturlöndum hefur mjög lengi verið unnið að því að gefa öllum sömu tækifæri en að ætla að þvinga fram jafna útkomu allra er alger katastrófa.“Peterson segist mjög spenntur fyrir Íslandsheimsókninni en 1.700 manns ætla að hlýða á boðskap hans í Hörpu í júní.Jonathan Castellino„Kvennastéttir“ stækka í takt við meira jafnrétti Ein grunnstoðin í kenningaheimi Petersons er að líffræðilegir og meðfæddir eiginleikar ráði miklu um stöðu kynjanna í veröldinni. Þetta er vægast sagt umdeilt, svo ekki sé fastar að orði kveðið, enda skautar Peterson óneitanlega svolítið fram hjá umhverfisþáttum og öðru sem mótar hverja manneskju að einhverju leyti. „Það eru augljósir líffræðilegir áhrifaþættir í þessu og ef horft er á tölfræðina þá blasir við að eftir því sem jafnréttið verður meira fjölgar kvenkyns hjúkrunarfræðingum og karlkyns vélstjórum. Þannig að það virðast vera einhverjar líffræðilega forsendur sem móti hugarfar fólks og hverju það hefur áhuga á.“„Ég á ofboðslega erfitt með að kyngja þessu. Ég bjó einu sinni með konu sem gerði við bílinn okkar, málaði íbúðina, braut niður og boraði í veggi, sá um fjármál heimilisins og kenndi mér að nota tölvu. Og í æsku hafði ég aldrei áhuga á bílum eða byssum þannig að ég bara næ ekki þessari pælingu.“ Tækjadellukonur sjaldgæfar „Tja, ég myndi segja að þið væruð svolítil frávik. Að vísu eru nánast allir einhvers konar frávik frá reglu. Þessi kona virðist vera með tækjadellu sem er sjaldgæft meðal kvenna en ekki alveg óþekkt. Það eru til konur sem verða vélstjórar og það eru líka til konur sem vinna á þungavinnuvélum en þær eru ekki normið.“ Peterson hefur orðið tíðrætt um að karlar hafi verið í leiðtogahlutverki frá örófi alda og þeim farnist betur en konum í því hlutverki vegna þess að þeim sé það eðlislægt. En sagan sýnir nú ekki beinlínis fram á að karlar hafi stjórnað heiminum með miklum sóma? „Það er mjög lítill vitsmunalegur munur á körlum og konum en karlmannshugurinn virðist vera margbreytilegri. Þetta sést ef til vill best í einstökum tilfellum en að meðaltali er lítill sem enginn vitsmunalegur munur á kynjunum. Karlar virðast þó hafa sterkari hneigð til þess að taka sér stöðu í stigveldinu en konur og það er líklega þess vegna sem konur laðast að mönnum í háum stöðum.“ Feðraveldi humarsins„En þessi hírarkía er manna verk. Við fundum hana upp og þetta stigveldi hefur verið feðraveldi frá upphafi.“ „Ég myndi nú ekki segja að stigveldið sé okkar uppfinning vegna þess að það er stigveldi í náttúrunni, utan þess mennska.“ Og þar með erum við komnir að humrinum en Peterson notar þá dýrategund sem dæmi um náttúrulegt stigveldi í bók sinni. „Sjáðu til, punkturinn með humar-kaflanum er að sýna fram á að það er ekki hægt að skrifa stigveldið á vestræna menningu eða kapítalismann. Það hefur verið stigveldi í náttúrunni í milljónir ára. Þetta þýðir ekki að stigveldi hafi ekki neikvæðar hliðar. Misrétti er ein neikvæðasta afleiðing stigveldanna. Þessi galli gerir svo einmitt vinstri stefnuna ómissandi í stjórnmálakerfinu. Fólk hefur haldið því fram að ég sé andsnúinn vinstrinu en ég er það ekki! Ég er á móti öfgavinstrinu og það er ekki það sama. Vinstrið er nauðsynlegt vegna þess að í stigveldinu er óhjákvæmilegt að einhverjir verði undir og þeir verða að hafa rödd.“Jordan Peterson segist vera orðinn alvanur því að fá yfir sig reiðiöldur á netinu en kann ekki við að þær byggist á rangtúlkunum og útúrsnúningum.Jonathan CastellinoGrimmar konur komast til áhrifa„Höldum okkur aðeins við hugmyndina um að karlar séu á einhvern hátt erfðafræðilega betur til þess fallnir að vera leiðtogar og tökum Donald Trump og Hillary Clinton sem dæmi.Nú virðist hún ekkert minna stríðsglöð og grimm en fyrri forsetar og ef hún hefði náð kjöri hefði hún jafnvel verið líklegri til þess að fara í stríð en Trump.“ „Það virðist svo sannarlega vera og það er nú eitt af því sem mér líkar við Trump, hingað til, er að hann hefur ekki þvælt Bandaríkjunum út í heimskuleg stríð. Það er að mínu mati heilmikið mál og mér finnst hann ekki njóta sannmælis fyrir þetta. Forseti ætti að fá hrós fyrir að gera ekki eitthvað stórkostlega heimskulegt og að forðast stríðsátök. Það er ekkert sem bendir til þess að kvenkynsleiðtogar séu á einhvern hátt ólíklegri til þess að fara í stríð en karlarnir. Kannski eru þær það en mig grunar nú að flestar konur sem stjórna ríkjum séu ansi hreint bardagagjarnar.“„Gæti það verið vegna þess að þær hafa þurft að berjast fyrir öllu sínu í heimi sem karlar drottna yfir?“ „Hver veit? Ég meina, konur sem komast í valdastöður hljóta að vera árásargjarnar í eðli sínu og slíkar konur fyrirfinnast svo sannarlega.“ Sálfræðingurinn sem gerir við bilað fólk Annars vegar virðist Peterson vera orðinn nokkurs konar ígildi trúarleiðtoga sem messar yfir heittrúuðum og sannfærðum söfnuði en hins vegar er það hinn hópurinn sem fyrirlítur hann nánast af álíka trúarofsa. Kann hann einhverja skýringu á þessari ofsalegu pólaríseringu í kringum hann og er svona garg andstæðra fylkinga líklegt til að skila nokkrum árangri eða vitrænni niðurstöðu? „Í mínum huga er það sem ég er að gera rammpólitískt en byggt á sálfræðilegum grunni. Ég er að reyna að færa klíníska þekkingu 20. aldarinnar til breiðari hóps. Pólitískar afleiðingar þessa eru einfaldlega aukaverkun.“ Peterson hefur sinnt fjölda skjólstæðinga, meðal annars rafrænt á Skype, og þar segist hann beinlínis vera með fólk í sálfræðitíma, ekki pólitískri innrætingu. „Fjölmargir leita til mín og ég fæ bréf í tugþúsunda tali. En fólk sem skrifar mér um pólitísk álitamál er í miklum minnihluta. Þeir sem skrifa mér segja mér helst frá því að líf þeirra hafi verið í rugli. Þeir hafi drukkið eða dópað of mikið. Verið kvíðnir, þunglyndir, þjakaðir af níhilisma. Þeim hafi ekki samið við makann, foreldra sína eða fjölskylduna. Þegar þau hins vegar móta sér skýra framtíðarstefnu og taka ábyrgð á sjálfum sér og umhverfi sínu líður þeim miklu betur. Þetta er nú kjarni málsins.“„Það er frábært. Og þeim var ekkert úthlutuð eiginkona í millitíðinni?“ „Nei, nei. Alls ekki! Það eru líka pör sem leita til mín og konunum ber flestum saman um að mönnunum þeirra gangi miklu betur eftir að þeir fóru að hlusta á fyrirlestrana mína og að þegar karlinum líður betur skili það sér strax í hamingjuríkara hjónabandi.“„Formsins vegna og til þess að hafa þetta alveg á hreinu þá verð ég að spyrja þig aftur, hreint út. Ertu á móti jafnrétti kynjanna?“ „Ég er algerlega og fullkomlega hlynntur jöfnum tækifærum. Hvers vegna í ósköpunum ættum við ekki að vilja að allt hæfileikafólk geti lagt sitt fram? Það er ekki eins og það sé einhver skortur á vandamálum sem þarf að leysa.“
Segir samfélagið þurfa að tryggja körlum eiginkonur Kanadískur fyrirlesari sem er væntanlegur til Íslands segir þvingað einkvæni lausn á ofbeldishneigð karlmanna sem fremja árásir eins og í Toronto í síðasta mánuði. 20. maí 2018 23:47
Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59
Mikil eftirvænting vegna komu umdeildasta manns veraldarvefsins Uppselt er á tvo fyrirlestra Jordan Peterson í Hörpu en tæplega tvö þúsund manns hafa tryggt sér miða. 25. maí 2018 15:07