Sökudólgar og samfélög Þorvaldur Gylfason skrifar 10. maí 2018 10:30 Ég hafði ekki fyrr lokið máli mínu um heilbrigði og hagvöxt á fjölmennum fundi norrænna lækna og hjúkrunarfræðinga í Lillehammer í Noregi en einn fundargesturinn gaf sig á tal við mig, kynnti sig, þakkaði mér kurteislega fyrir framsöguna og sagði síðan: Ég held þú gætir e.t.v. blásið meira lífi í glærurnar þínar. Hann rétti mér disk. Þetta var 2004. Ég þekkti manninn ekki neitt. Þegar ég opnaði diskinn í flugvélinni á leiðinni heim sá ég að maðurinn var prófessor á Karólínsku stofnuninni í Stokkhólmi. Hann hét Hans Rosling. Árin næst á eftir fór framsetning hans á heilbrigðistölum og hagtölum eins og eldur í sinu um allan heim. Honum tókst það sem öðrum hafði ekki tekizt: Að búa til sannkallaðar flugeldasýningar úr þurrum staðtölum. Sumir kalla Rosling ástsælasta vísindamann samtímans. Hans Rosling féll frá í fyrra langt fyrir aldur fram, ekki sjötugur. Síðasta æviárið einsetti hann sér að skrifa tvær bækur ásamt öðrum, þ.m.t. syni hans og tengdadóttur. Það tókst. Fyrri bókin er sjálfsævisaga og heitir Hur jag lärde mig förstå världen (Hvernig ég lærði að skilja heiminn). Hann sagði sjálfur að fáar tölur væri að finna í bókinni heldur fjallaði hún um fólk sem hefði orðið á vegi hans og opnað augu hans. Síðari bókin heitir Factfulness og fjallar fjörlega og góðlátlega um útbreiddar ranghugmyndir um heiminn, hvernig á þeim stendur og hvernig hægt er að verjast þeim. Ég lýsti málflutningi Roslings stuttlega á þessum stað fyrir viku. Nú kemur meira. Að gefa ömmu sinni á kjaftinn Rosling segir í síðari bókinni frá því þegar hann sagði nemendum sínum á Karólínsku stofnuninni að lyfjafyrirtæki hneigðust til að hirða lítt um rannsóknir um lyf gegn malaríu og öðrum sjúkdómum sem herja helzt á fátækt fólk. Þá gall í einum læknanemanum aftast í salnum: Réttast væri að gefa þeim rækilega á kjaftinn! Rosling sagðist einmitt vera að fara á fund hjá lyfjarisanum Novartis í Sviss síðar sama haust og spurði: Hverjum þar finnst þér ég eigi að gefa á kjaftinn? Forstjóranum, svaraði læknaneminn. Já, ég þekki hann, sagði Rosling. Heldurðu að kjaftshögg myndi fá hann til að breyta rannsóknastefnu fyrirtækisins? Þá gall í öðrum stúdent framar í salnum: Nei, þú átt að gefa stjórninni á kjaftinn. Hún ræður ferðinni. Þú meinar, svaraði Rosling. Ég á einmitt að hitta stjórnina líka. Ég sleppi þá forstjóranum og geng heldur á röðina á stjórnarfundinum, en ég er óvanur slagsmálum svo ég á varla von á að komast yfir að kýla nema kannski þrjá eða fjóra stjórnarmenn áður en öryggisverðirnir koma á vettvang og yfirbuga mig. Þá sagði þriðji stúdentinn: Nei, Novartis er hlutafélag. Hluthafarnir marka stefnuna. Það eru þeir sem eiga að fá á kjaftinn. Jæja, sagði Rosling, en hverjir eru þeir? Auðmenn, sagði stúdentinn. Hann sat á fremsta bekk. Þá sagði Rosling: Stærstu eigendurnir í Novartis eru lífeyrissjóðir. Nú skuluð þið fara heim til ömmu og afa og gefa þeim á kjaftinn fyrir að hagnast á hækkun hlutabréfa í lyfjafyrirtækjum. Hafi þau látið ykkur fá peninga skuluð þið annaðhvort skila þeim fénu eða gefa sjálfum ykkur á kjaftinn. Þörfin fyrir að finna sökudólg Broddurinn í sögu Roslings að sögn hans sjálfs er að menn virðast hafa meðfædda þörf fyrir að leita skjótra skýringa með því að finna sökudólga þegar illa gengur frekar en að kafa dýpra. Skýringin á rannsóknastefnu lyfjafyrirtækisins í sögunni er að lífeyrissjóðir telja sér jafnan skylt að gæta hagsmuna sjóðsfélaga sem sækjast eftir jöfnum og góðum afrakstri af ævisparnaði sínum. Því sé ekki við fyrirtækin að sakast heldur verði að finna aðrar leiðir til að tryggja hagsmuni og heilbrigði fátækra þjóða. Rosling segir það ekki berum orðum, en sú ályktun blasir við að hér getur almannavaldið talizt hafa mikilvægt verk að vinna með því t.d. að auka framlög til rannsókna á lyfjum gegn hitabeltissjúkdómum. Við þurfum að leita rökréttra skýringa, segir Rosling, frekar en að úthrópa meinta – og iðulega blásaklausa! – sökudólga. Leit að sökudólgum getur leitt til rangrar niðurstöðu, segir Rosling, og bætir við að betur gefist jafnan að leita skynsamlegra skýringa í fólkinu sjálfu, samfélaginu og samfélagsgerðinni. Hann rekur önnur dæmi sem hníga í sömu átt. Ábyrgð á því sem aflaga fer getur legið víða. Hvar liggur ábyrgðin? Þessar vangaveltur Roslings rifja upp algeng viðbrögð bandarískra bíógesta og annarra við sænskum glæpamyndum þegar þær tóku að ryðja sér til rúms í útlöndum eftir 1970. Þá var stundum sagt í Ameríku: Alltaf skal sökin í þessum sænsku myndum vera skrifuð á samfélagið frekar en á einstaklinginn sem fremur glæpinn. Það er samt ekki boðskapur Roslings. Hann segir bara: Förum að öllu með gát. Reynum að draga réttar ályktanir. Oft bera einstaklingar ábyrgð á því sem aflaga fer, en stundum er ábyrgðin dreifð og stundum liggur hún á óvæntum stöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þorvaldur Gylfason Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ég hafði ekki fyrr lokið máli mínu um heilbrigði og hagvöxt á fjölmennum fundi norrænna lækna og hjúkrunarfræðinga í Lillehammer í Noregi en einn fundargesturinn gaf sig á tal við mig, kynnti sig, þakkaði mér kurteislega fyrir framsöguna og sagði síðan: Ég held þú gætir e.t.v. blásið meira lífi í glærurnar þínar. Hann rétti mér disk. Þetta var 2004. Ég þekkti manninn ekki neitt. Þegar ég opnaði diskinn í flugvélinni á leiðinni heim sá ég að maðurinn var prófessor á Karólínsku stofnuninni í Stokkhólmi. Hann hét Hans Rosling. Árin næst á eftir fór framsetning hans á heilbrigðistölum og hagtölum eins og eldur í sinu um allan heim. Honum tókst það sem öðrum hafði ekki tekizt: Að búa til sannkallaðar flugeldasýningar úr þurrum staðtölum. Sumir kalla Rosling ástsælasta vísindamann samtímans. Hans Rosling féll frá í fyrra langt fyrir aldur fram, ekki sjötugur. Síðasta æviárið einsetti hann sér að skrifa tvær bækur ásamt öðrum, þ.m.t. syni hans og tengdadóttur. Það tókst. Fyrri bókin er sjálfsævisaga og heitir Hur jag lärde mig förstå världen (Hvernig ég lærði að skilja heiminn). Hann sagði sjálfur að fáar tölur væri að finna í bókinni heldur fjallaði hún um fólk sem hefði orðið á vegi hans og opnað augu hans. Síðari bókin heitir Factfulness og fjallar fjörlega og góðlátlega um útbreiddar ranghugmyndir um heiminn, hvernig á þeim stendur og hvernig hægt er að verjast þeim. Ég lýsti málflutningi Roslings stuttlega á þessum stað fyrir viku. Nú kemur meira. Að gefa ömmu sinni á kjaftinn Rosling segir í síðari bókinni frá því þegar hann sagði nemendum sínum á Karólínsku stofnuninni að lyfjafyrirtæki hneigðust til að hirða lítt um rannsóknir um lyf gegn malaríu og öðrum sjúkdómum sem herja helzt á fátækt fólk. Þá gall í einum læknanemanum aftast í salnum: Réttast væri að gefa þeim rækilega á kjaftinn! Rosling sagðist einmitt vera að fara á fund hjá lyfjarisanum Novartis í Sviss síðar sama haust og spurði: Hverjum þar finnst þér ég eigi að gefa á kjaftinn? Forstjóranum, svaraði læknaneminn. Já, ég þekki hann, sagði Rosling. Heldurðu að kjaftshögg myndi fá hann til að breyta rannsóknastefnu fyrirtækisins? Þá gall í öðrum stúdent framar í salnum: Nei, þú átt að gefa stjórninni á kjaftinn. Hún ræður ferðinni. Þú meinar, svaraði Rosling. Ég á einmitt að hitta stjórnina líka. Ég sleppi þá forstjóranum og geng heldur á röðina á stjórnarfundinum, en ég er óvanur slagsmálum svo ég á varla von á að komast yfir að kýla nema kannski þrjá eða fjóra stjórnarmenn áður en öryggisverðirnir koma á vettvang og yfirbuga mig. Þá sagði þriðji stúdentinn: Nei, Novartis er hlutafélag. Hluthafarnir marka stefnuna. Það eru þeir sem eiga að fá á kjaftinn. Jæja, sagði Rosling, en hverjir eru þeir? Auðmenn, sagði stúdentinn. Hann sat á fremsta bekk. Þá sagði Rosling: Stærstu eigendurnir í Novartis eru lífeyrissjóðir. Nú skuluð þið fara heim til ömmu og afa og gefa þeim á kjaftinn fyrir að hagnast á hækkun hlutabréfa í lyfjafyrirtækjum. Hafi þau látið ykkur fá peninga skuluð þið annaðhvort skila þeim fénu eða gefa sjálfum ykkur á kjaftinn. Þörfin fyrir að finna sökudólg Broddurinn í sögu Roslings að sögn hans sjálfs er að menn virðast hafa meðfædda þörf fyrir að leita skjótra skýringa með því að finna sökudólga þegar illa gengur frekar en að kafa dýpra. Skýringin á rannsóknastefnu lyfjafyrirtækisins í sögunni er að lífeyrissjóðir telja sér jafnan skylt að gæta hagsmuna sjóðsfélaga sem sækjast eftir jöfnum og góðum afrakstri af ævisparnaði sínum. Því sé ekki við fyrirtækin að sakast heldur verði að finna aðrar leiðir til að tryggja hagsmuni og heilbrigði fátækra þjóða. Rosling segir það ekki berum orðum, en sú ályktun blasir við að hér getur almannavaldið talizt hafa mikilvægt verk að vinna með því t.d. að auka framlög til rannsókna á lyfjum gegn hitabeltissjúkdómum. Við þurfum að leita rökréttra skýringa, segir Rosling, frekar en að úthrópa meinta – og iðulega blásaklausa! – sökudólga. Leit að sökudólgum getur leitt til rangrar niðurstöðu, segir Rosling, og bætir við að betur gefist jafnan að leita skynsamlegra skýringa í fólkinu sjálfu, samfélaginu og samfélagsgerðinni. Hann rekur önnur dæmi sem hníga í sömu átt. Ábyrgð á því sem aflaga fer getur legið víða. Hvar liggur ábyrgðin? Þessar vangaveltur Roslings rifja upp algeng viðbrögð bandarískra bíógesta og annarra við sænskum glæpamyndum þegar þær tóku að ryðja sér til rúms í útlöndum eftir 1970. Þá var stundum sagt í Ameríku: Alltaf skal sökin í þessum sænsku myndum vera skrifuð á samfélagið frekar en á einstaklinginn sem fremur glæpinn. Það er samt ekki boðskapur Roslings. Hann segir bara: Förum að öllu með gát. Reynum að draga réttar ályktanir. Oft bera einstaklingar ábyrgð á því sem aflaga fer, en stundum er ábyrgðin dreifð og stundum liggur hún á óvæntum stöðum.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun