Jakob og Vilhjálmur telja ómaklega að Svanhildi vegið Jakob Bjarnar skrifar 11. maí 2018 10:46 Vilhjálmur og Jakob telja báðir að ómaklega sé vegið að Svanhildi Konráðsdóttur en skrif þeirra falla í misgrýttan jarðveg. Ýmsir telja málið óútkljáð, það snúist ekki um laun Svanhildar heldur framkomu gagnvart þjónustufulltrúum Hörpu. Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður, en hann á jafnframt sæti í Listráði Hörpu, hefur ritað pistil á Facebook-síðu sína, þar sem hann rís upp til varnar Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu. „Hví skyldi Svanhildur Konráðsdóttir þurfa að lækka sig í launum við að hverfa frá eftirsóttri stjórnunarstöðu hjá Reykjavíkurborg í þann vanþakkláta, viðvarandi stresshnút sem rekstur Hörpu er að óbreyttu?“ spyr Jakob Frímann. En sem kunnugt er hefur gustað um forstjóra og stjórn tónlistarhússins eftir að lunginn af þjónustufulltrúum Hörpu sögðu upp störfum, tæplega 30 talsins. Það var á þeim forsendum að þeim var gert að taka á sig launaskerðingu en á sama tíma bárust fréttir af því að laun Svanhildar voru hækkuð í samræmi við samninga þar um. Svanhildur hafði þá hækkað um sem nemur 20 prósentum alls í samanburði við forvera sinn í starfi, Halldór Guðmundsson. Fjölmargir sem eru í borgarpólitíkinni nú hafa fordæmt gjörninginn en Svanhildur hefur, eftir að málið kom upp, farið fram á það við stjórn Hörpu að laun hennar verði lækkuð afturvirkt, því friður um húsið sé ofar öðru. Þá hafa ýmsir, svo sem Ellen Kristjánsdóttir tónlistarmaður og Illugi Jökulsson rithöfundur stigið fram og sagst ætla að sniðganga húsið og VR hefur boðað að það ætli að hætta viðskiptum við húsið.Hatursfull gagnrýniJakob heldur áfram: „Óvinsælar ákvarðanir, sífelldur niðurskurður, endalausar áhyggjur og neikvæð, hatursfull gagnrýni skapar hættulegt álag hverjum þeim sem gefur sig í slíkt starf.Jakob Frímann spyr hvers vegna Svanhildur eigi að lækka í launum, segir hana hafa farið úr eftirsóttri stjórnunarstöðu í vanþakklátt starf í Hörpu hvar hatursfull gagnrýni er nánast daglegt brauð.visir/anton brinkUmræða undanfarinna daga mun vonandi leiða til þess að Hörpu verði skorinn eðlilegur rekstrarstakkur,“ skrifar Jakob og snýr sér þá að því að ræða um það að vert sé að veita af rausn til rekstrar Hörpu. En, eins og fram hefur komið þá er bókfært tap að fjárhæð 243,3 milljónir varð á rekstri heildarsamstæðu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á síðasta ári. Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, eigendur hússins, lögðu jafnframt til rúmlega tvöfalt hærri upphæð til reksturs Hörpu en árið áður. Framlagið nam 450 milljónum í fyrra samanborið við 191 milljón árið áður.Finnst hart að Svanhildi vegið Þá ritar Vilhjálmur Egilsson rektor, sem á sæti í stjórn Hörpu, pistil á sína Facebooksíðu þar sem hann telur ómaklega að Svanhildi vegið.Sem stjórnarmaður í Hörpu er ég hugsi yfir þeirri miklu orrahríð sem dunið hefur á forstjóranum síðustu daga. „Mér finnst afar hart gengið fram og hennar málstaður hefur lítinn hljómgrunn fengið. Mér finnst ekki eðlilegt að sitja í skjóli og láta aðra um að taka á sig alla ágjöfina þegar ég ber sjálfur hluta af ábyrgðinni á því hvernig staðan er,“ skrifar Vilhjálmur.Vilhjálmur stoltur af ráðningu SvanhildarHann segist sjálfur hafa átt stóran hlut í að ráða Svanhildi til starfa, eftir viðtöl við valinn hóp umsækjenda um starfið var það eindregin skoðun hans að hún væri hæfust til starfans: „Í byrjun árs 2017 þegar ráðningarferlið gekk yfir lá fyrir að stjórn Hörpu yrði að semja við hana um laun vegna þess að búið var að breyta lögunum um aðkomu kjararáðs að ákvörðun launa forstjóra Hörpu.Þórður Sverrisson er stjórnarformaður Hörpu og hann segir það stórmannlegt af Svanhildi að hafa farið fram á það við stjórn að laun hennar verði lækkuð.visir/gvaEins og gengur var nokkur vinna að samræma sjónarmið varðandi launin en á endanum samdist um 1500 þús. kr. mánaðarlaun sem var í hóflegri kantinum miðað við það sem gerðist og gekk hjá æðstu stjórnendum í starfsemi af svipuðu umfangi og hjá Hörpu,“ skrifar Vilhjálmur meðal annars og spyr hversu mörgum stjórnendum sem tóku launalækkanir í kjölfar hrunsins 2008 til baka einu til tveimur árum seinna hafa nuddað viðkomandi starfsmönnum upp úr því að þeir hafi fengið „launahækkanir“? „Eftir að búið var að semja um launin við Svanhildi kom úrskurður frá kjararáði um lægri laun og hún féllst á að vera á þeim í tvo mánuði þangað til að ábyrgðin á málinu færðist alfarið til stjórnar Hörpu. Mér finnst það ekki vera eðlilegt að tala um „launahækkun“ þegar tímabundinni launalækkun lýkur,“ spyr Vilhjálmur: „Og hvað skyldu margir starfsmenn hafa upplifað það sem „launahækkun“ að fá fyrri umsamin laun á ný?“Snýst ekki um laun SvanhildarViðbrögð við skrifum þeirra Vilhjálms og Jakobs til varnar Svanhildi eru upp og ofan.Ólína Þorvarðardóttir er ein fjölmargra sem telur málið snúast um fruntalega framkomu við þjónustufulltrúa hússins.visir/ernirFjölmargir eru ánægðir með þá félaga en svo eru þeir einnig fjölmargir sem benda á að þetta snúist hreint ekki um laun Svanhildar, hvort þau megi heita hófleg eður ei, heldur framkoma forstjóra og stjórnar í garð þjónustufulltrúanna. Verið sé að drepa málum á dreif. Og að það mál sé enn óútkljáð. Sérstaklega eru heitar umræður á Facebooksíðu Vilhjálms, en þar segir til dæmis Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingar: „Ef stjórnendur ætla að leggja til launalækkun einhvers hóps innan stofnunar eða fyrirtækis eiga þeir sjálfir að taka á sig sömu lækkun og þeir leggja til fyrir aðra. Að öðrum kosti verður enginn trúverðugleiki og heldur engin samstaða um aðgerðina. Skiptir engu máli hver á í hlut. Mín skoðun.“ Kjaramál Tengdar fréttir Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00 Þjónustufulltrúar Hörpu ekkert heyrt frá Svanhildi Pattstaða í málefnum tónlistarhússins. 9. maí 2018 11:46 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Eyþór segir stjórnendur Hörpu skorta skilning á kjörum þeirra á gólfinu Eyþór Arnalds telur Hörpumálið til marks um víðtæka firringu í borginni. 9. maí 2018 14:57 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi Sjá meira
Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður, en hann á jafnframt sæti í Listráði Hörpu, hefur ritað pistil á Facebook-síðu sína, þar sem hann rís upp til varnar Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu. „Hví skyldi Svanhildur Konráðsdóttir þurfa að lækka sig í launum við að hverfa frá eftirsóttri stjórnunarstöðu hjá Reykjavíkurborg í þann vanþakkláta, viðvarandi stresshnút sem rekstur Hörpu er að óbreyttu?“ spyr Jakob Frímann. En sem kunnugt er hefur gustað um forstjóra og stjórn tónlistarhússins eftir að lunginn af þjónustufulltrúum Hörpu sögðu upp störfum, tæplega 30 talsins. Það var á þeim forsendum að þeim var gert að taka á sig launaskerðingu en á sama tíma bárust fréttir af því að laun Svanhildar voru hækkuð í samræmi við samninga þar um. Svanhildur hafði þá hækkað um sem nemur 20 prósentum alls í samanburði við forvera sinn í starfi, Halldór Guðmundsson. Fjölmargir sem eru í borgarpólitíkinni nú hafa fordæmt gjörninginn en Svanhildur hefur, eftir að málið kom upp, farið fram á það við stjórn Hörpu að laun hennar verði lækkuð afturvirkt, því friður um húsið sé ofar öðru. Þá hafa ýmsir, svo sem Ellen Kristjánsdóttir tónlistarmaður og Illugi Jökulsson rithöfundur stigið fram og sagst ætla að sniðganga húsið og VR hefur boðað að það ætli að hætta viðskiptum við húsið.Hatursfull gagnrýniJakob heldur áfram: „Óvinsælar ákvarðanir, sífelldur niðurskurður, endalausar áhyggjur og neikvæð, hatursfull gagnrýni skapar hættulegt álag hverjum þeim sem gefur sig í slíkt starf.Jakob Frímann spyr hvers vegna Svanhildur eigi að lækka í launum, segir hana hafa farið úr eftirsóttri stjórnunarstöðu í vanþakklátt starf í Hörpu hvar hatursfull gagnrýni er nánast daglegt brauð.visir/anton brinkUmræða undanfarinna daga mun vonandi leiða til þess að Hörpu verði skorinn eðlilegur rekstrarstakkur,“ skrifar Jakob og snýr sér þá að því að ræða um það að vert sé að veita af rausn til rekstrar Hörpu. En, eins og fram hefur komið þá er bókfært tap að fjárhæð 243,3 milljónir varð á rekstri heildarsamstæðu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á síðasta ári. Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, eigendur hússins, lögðu jafnframt til rúmlega tvöfalt hærri upphæð til reksturs Hörpu en árið áður. Framlagið nam 450 milljónum í fyrra samanborið við 191 milljón árið áður.Finnst hart að Svanhildi vegið Þá ritar Vilhjálmur Egilsson rektor, sem á sæti í stjórn Hörpu, pistil á sína Facebooksíðu þar sem hann telur ómaklega að Svanhildi vegið.Sem stjórnarmaður í Hörpu er ég hugsi yfir þeirri miklu orrahríð sem dunið hefur á forstjóranum síðustu daga. „Mér finnst afar hart gengið fram og hennar málstaður hefur lítinn hljómgrunn fengið. Mér finnst ekki eðlilegt að sitja í skjóli og láta aðra um að taka á sig alla ágjöfina þegar ég ber sjálfur hluta af ábyrgðinni á því hvernig staðan er,“ skrifar Vilhjálmur.Vilhjálmur stoltur af ráðningu SvanhildarHann segist sjálfur hafa átt stóran hlut í að ráða Svanhildi til starfa, eftir viðtöl við valinn hóp umsækjenda um starfið var það eindregin skoðun hans að hún væri hæfust til starfans: „Í byrjun árs 2017 þegar ráðningarferlið gekk yfir lá fyrir að stjórn Hörpu yrði að semja við hana um laun vegna þess að búið var að breyta lögunum um aðkomu kjararáðs að ákvörðun launa forstjóra Hörpu.Þórður Sverrisson er stjórnarformaður Hörpu og hann segir það stórmannlegt af Svanhildi að hafa farið fram á það við stjórn að laun hennar verði lækkuð.visir/gvaEins og gengur var nokkur vinna að samræma sjónarmið varðandi launin en á endanum samdist um 1500 þús. kr. mánaðarlaun sem var í hóflegri kantinum miðað við það sem gerðist og gekk hjá æðstu stjórnendum í starfsemi af svipuðu umfangi og hjá Hörpu,“ skrifar Vilhjálmur meðal annars og spyr hversu mörgum stjórnendum sem tóku launalækkanir í kjölfar hrunsins 2008 til baka einu til tveimur árum seinna hafa nuddað viðkomandi starfsmönnum upp úr því að þeir hafi fengið „launahækkanir“? „Eftir að búið var að semja um launin við Svanhildi kom úrskurður frá kjararáði um lægri laun og hún féllst á að vera á þeim í tvo mánuði þangað til að ábyrgðin á málinu færðist alfarið til stjórnar Hörpu. Mér finnst það ekki vera eðlilegt að tala um „launahækkun“ þegar tímabundinni launalækkun lýkur,“ spyr Vilhjálmur: „Og hvað skyldu margir starfsmenn hafa upplifað það sem „launahækkun“ að fá fyrri umsamin laun á ný?“Snýst ekki um laun SvanhildarViðbrögð við skrifum þeirra Vilhjálms og Jakobs til varnar Svanhildi eru upp og ofan.Ólína Þorvarðardóttir er ein fjölmargra sem telur málið snúast um fruntalega framkomu við þjónustufulltrúa hússins.visir/ernirFjölmargir eru ánægðir með þá félaga en svo eru þeir einnig fjölmargir sem benda á að þetta snúist hreint ekki um laun Svanhildar, hvort þau megi heita hófleg eður ei, heldur framkoma forstjóra og stjórnar í garð þjónustufulltrúanna. Verið sé að drepa málum á dreif. Og að það mál sé enn óútkljáð. Sérstaklega eru heitar umræður á Facebooksíðu Vilhjálms, en þar segir til dæmis Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingar: „Ef stjórnendur ætla að leggja til launalækkun einhvers hóps innan stofnunar eða fyrirtækis eiga þeir sjálfir að taka á sig sömu lækkun og þeir leggja til fyrir aðra. Að öðrum kosti verður enginn trúverðugleiki og heldur engin samstaða um aðgerðina. Skiptir engu máli hver á í hlut. Mín skoðun.“
Kjaramál Tengdar fréttir Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00 Þjónustufulltrúar Hörpu ekkert heyrt frá Svanhildi Pattstaða í málefnum tónlistarhússins. 9. maí 2018 11:46 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Eyþór segir stjórnendur Hörpu skorta skilning á kjörum þeirra á gólfinu Eyþór Arnalds telur Hörpumálið til marks um víðtæka firringu í borginni. 9. maí 2018 14:57 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi Sjá meira
Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00
Þjónustufulltrúar Hörpu ekkert heyrt frá Svanhildi Pattstaða í málefnum tónlistarhússins. 9. maí 2018 11:46
Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55
Eyþór segir stjórnendur Hörpu skorta skilning á kjörum þeirra á gólfinu Eyþór Arnalds telur Hörpumálið til marks um víðtæka firringu í borginni. 9. maí 2018 14:57