Núll stig Guðmundur Steingrímsson skrifar 14. maí 2018 07:00 Það er alltaf gaman að taka góða „hvað fór úrskeiðis?“ umræðu eftir að eitthvað hefur rækilega mistekist. Framlag Íslands í Eurovision þetta árið gefur tilefni til að taka eina slíka. Það er óhætt að segja að lagið hafi ekki slegið í gegn. Í símakosningu þjóða Evrópu og nágrennis fékk lagið ekkert stig. Núll. Ekki einu sinni Íslendingarnir í Danmörku kusu lagið. Þetta minnir á afhroð Framsóknarflokksins í borginni einu sinni, þegar atkvæði greidd flokknum voru færri en fjöldi fólks á listanum. Það er auðvitað ekkert annað að gera en að hafa húmor fyrir þessu eins og Daníel Ágúst og Valgeir Guðjónsson um árið, þegar hið ógleymanlega lag Það sem enginn sér fékk núll stig. Þá var umsvifalaust stofnaður núll-hópurinn og mynd smellt af honum við komuna til landsins þar sem meðlimir gerðu núllmerki með puttunum og reyndu almennt að vera svoldið kátir. Þetta er auðvitað bara Eurovision.Eldur og ís En þetta er samt sárt. Ég meina: Núll stig. Það var enginn að fíla þetta. Nú verður maður auðvitað að halda því til haga að Ari okkar Ólafsson söng afskaplega vel og hann virðist verða prýðisdrengur og megi honum vegna sem allra best, en það breytir ekki því að hér er komin ástæða til að draga nokkra góða lærdóma fyrir land og þjóð. Jakki sem á að tákna eld og ís er greinilega ekki að gera neitt fyrir neinn. Aðrir voru beinlínis með eld og ís, á sviðinu. Spyrja má: Af hverju vorum við ekki með logandi píanó eins og sumir? Og snjó eins og Danir? Svo hefði Ari getað komið niður úr loftinu. Og bakraddirnar hefðu allar átt að vera eins og skeggjaði, hvíthærði maðurinn í serbneska atriðinu, sem var sambland af Gandalfi og prófessor Vandráði. Svo hefðum við átt að láta rafmagnið detta út eins og konan frá Slóveníu gerði. Þá hefði Ari getað sagt eitthvað smart. Og bingó. Atkvæði í hús. Og ein reyksprengja í lokin. Það er svoldið eins og teymið á RÚV hafi verið þunnt þegar íslenska atriðið var ákveðið. „Æ krakkar, setjum bara eitthvað fólk á sviðið í sparifötunum og allir fá hljóðnema. Svo ganga þau að Ara í lokin. Ok? Allir góðir?“ Góður blús Væntanlega voru allir að gera sitt besta, svo allrar sanngirni sé gætt. En mér finnst samt mikilvægt að nota þennan blús til að fara í naflaskoðun. Ekkert er hollara manni, hvað þá heilli þjóð, en að fara í naflaskoðun á góðum bömmer eftir hrakfarir. Dæsa pínulítið saman. Hvað gerir það að verkum að þessi músíkalska, skapandi þjóð sendir hvað eftir annað lag í Eurovision sem enginn fílar? Hvað er í gangi? Ég ætla að henda fram kenningu, af rælni. Mér finnst eins og það sé einhver ótti í þjóðarsálinni. Á vettvangi þar sem allt má – þú mátt vera í sundgalla og dansa eins og hæna eða koma upp úr gólfinu á nærbuxunum og syngja um afa þinn – er eins og framlög Íslands einkennist af vissri varfærni og fágun sem virkar eins og bremsa á sköpunargleði og líf. Það er eins og við þorum ekki. Við tökum bara örstutt skref. Kannski erum við hrædd um að ferðamennirnir fari ef við gerum ekki allt rétt. Enginn vill eyðileggja stemninguna. Ég held líka að í samfélaginu eftir hrun hafi hreiðrað um sig ákveðið óöryggi. Hér grasserar hræðsla við einhvers konar rétthugsun. Fólk er að vara sig, reyna að vera kurteist og styggja ekki reiða fólkið. Vera besta útgáfan af sjálfum sér. Verða ekki krossfest á Facebook. En það er líka svo gríðarlega mikilvægt að vera stundum fullkomlega sléttsama um hvað öðrum finnst. Bara gera, skapa, vera maður sjálfur og láta vaða. Eftir því sem fleirum er skítsama, því skemmtilegra og meira skapandi verður tilveran. Ísland er ekki alveg þar. Stemningin er of þrúgandi. Þess vegna fáum við núll stig í Eurovision. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er alltaf gaman að taka góða „hvað fór úrskeiðis?“ umræðu eftir að eitthvað hefur rækilega mistekist. Framlag Íslands í Eurovision þetta árið gefur tilefni til að taka eina slíka. Það er óhætt að segja að lagið hafi ekki slegið í gegn. Í símakosningu þjóða Evrópu og nágrennis fékk lagið ekkert stig. Núll. Ekki einu sinni Íslendingarnir í Danmörku kusu lagið. Þetta minnir á afhroð Framsóknarflokksins í borginni einu sinni, þegar atkvæði greidd flokknum voru færri en fjöldi fólks á listanum. Það er auðvitað ekkert annað að gera en að hafa húmor fyrir þessu eins og Daníel Ágúst og Valgeir Guðjónsson um árið, þegar hið ógleymanlega lag Það sem enginn sér fékk núll stig. Þá var umsvifalaust stofnaður núll-hópurinn og mynd smellt af honum við komuna til landsins þar sem meðlimir gerðu núllmerki með puttunum og reyndu almennt að vera svoldið kátir. Þetta er auðvitað bara Eurovision.Eldur og ís En þetta er samt sárt. Ég meina: Núll stig. Það var enginn að fíla þetta. Nú verður maður auðvitað að halda því til haga að Ari okkar Ólafsson söng afskaplega vel og hann virðist verða prýðisdrengur og megi honum vegna sem allra best, en það breytir ekki því að hér er komin ástæða til að draga nokkra góða lærdóma fyrir land og þjóð. Jakki sem á að tákna eld og ís er greinilega ekki að gera neitt fyrir neinn. Aðrir voru beinlínis með eld og ís, á sviðinu. Spyrja má: Af hverju vorum við ekki með logandi píanó eins og sumir? Og snjó eins og Danir? Svo hefði Ari getað komið niður úr loftinu. Og bakraddirnar hefðu allar átt að vera eins og skeggjaði, hvíthærði maðurinn í serbneska atriðinu, sem var sambland af Gandalfi og prófessor Vandráði. Svo hefðum við átt að láta rafmagnið detta út eins og konan frá Slóveníu gerði. Þá hefði Ari getað sagt eitthvað smart. Og bingó. Atkvæði í hús. Og ein reyksprengja í lokin. Það er svoldið eins og teymið á RÚV hafi verið þunnt þegar íslenska atriðið var ákveðið. „Æ krakkar, setjum bara eitthvað fólk á sviðið í sparifötunum og allir fá hljóðnema. Svo ganga þau að Ara í lokin. Ok? Allir góðir?“ Góður blús Væntanlega voru allir að gera sitt besta, svo allrar sanngirni sé gætt. En mér finnst samt mikilvægt að nota þennan blús til að fara í naflaskoðun. Ekkert er hollara manni, hvað þá heilli þjóð, en að fara í naflaskoðun á góðum bömmer eftir hrakfarir. Dæsa pínulítið saman. Hvað gerir það að verkum að þessi músíkalska, skapandi þjóð sendir hvað eftir annað lag í Eurovision sem enginn fílar? Hvað er í gangi? Ég ætla að henda fram kenningu, af rælni. Mér finnst eins og það sé einhver ótti í þjóðarsálinni. Á vettvangi þar sem allt má – þú mátt vera í sundgalla og dansa eins og hæna eða koma upp úr gólfinu á nærbuxunum og syngja um afa þinn – er eins og framlög Íslands einkennist af vissri varfærni og fágun sem virkar eins og bremsa á sköpunargleði og líf. Það er eins og við þorum ekki. Við tökum bara örstutt skref. Kannski erum við hrædd um að ferðamennirnir fari ef við gerum ekki allt rétt. Enginn vill eyðileggja stemninguna. Ég held líka að í samfélaginu eftir hrun hafi hreiðrað um sig ákveðið óöryggi. Hér grasserar hræðsla við einhvers konar rétthugsun. Fólk er að vara sig, reyna að vera kurteist og styggja ekki reiða fólkið. Vera besta útgáfan af sjálfum sér. Verða ekki krossfest á Facebook. En það er líka svo gríðarlega mikilvægt að vera stundum fullkomlega sléttsama um hvað öðrum finnst. Bara gera, skapa, vera maður sjálfur og láta vaða. Eftir því sem fleirum er skítsama, því skemmtilegra og meira skapandi verður tilveran. Ísland er ekki alveg þar. Stemningin er of þrúgandi. Þess vegna fáum við núll stig í Eurovision.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun