Dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir brot gegn ungum dreng Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2018 15:52 Málið var kveðið upp í Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði í dag. Vísir/GVA Þorsteinn Halldórsson, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum dreng, á aldrinum 15 til 18 ára. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. RÚV greindi fyrst frá. Ákæran gegn Þorsteini, sem var ekki viðstaddur dómsuppsöguna, var í tveimur liðum. Annars vegar fyrir tælingu, með því að hafa haft kynferðismök við drenginn eftir að hafa gefið honum lyf eða fé, og hins vegar fyrir nauðgun í sex skipti. Heilmikið myndefni var á meðal sönnunargagna í málinu en brotin ná yfir tæplega þriggja ára tímabil. Guðrún Björg Birgisdóttir, verjandi Þorsteins, segir í samtali við Vísi að Þorsteinn geri miklar athugasemdir við málsmeðferð og sakfellingu. Þegar hafi verið tekin ákvörðun um að áfrýja dómnum. Hann var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í dómssal í dag en hann hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 12. janúar.Gróf og langvarandi kynferðisbrot Þorsteinn hefur ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Þegar samskipti hans og brotaþolans hófust árið 2015 var hann 54 ára gamall en brotaþoli 15 ára og fjögurra mánaða. Á þeim var því 39 ára aldursmunur. Dómurinn bendir á að Þorsteinn hafi verið fundinn sekur um gróf og langvarandi kynferðisbrot gegn brotaþola, sem þá var barn á viðkvæmu þroska- og mótunarskeiði, auk brota á nálgunarbanni. Nýtti hann sér yfirburði sína vegna aldurs- og þroskamunar og tældi hann til kynferðismaka með peningum og öðrum gjöfum, auk fíkniefna og lyfja. Hann er einnig fundinn sekur um nauðgun, með því að hafa í allt að þrjú skipti haft endaþarmsmök við brotaþola þegar hann gat ekki spornað við þeim sökum áhrifa fíkniefna og lyfja. Á ákærði sér engar málsbætur. „Með vísan til alls framanritaðs, og að teknu tilliti til 1., 2., 6. og 7. töluliðar 1. mgr. 70. gr., 77. gr. og c-liðar 195. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, verður refsing hans ákveðin fangelsi í sjö ár.“3,5 milljónir króna í bætur Í dómnum segir að brotin hafi verið alvarleg og til þess fallin að valda brotaþola andlegri vanlíðan. Nýtti ákærði sér yfirburðastöðu sína gangvart brotaþola, bæði að því er aldur og þroska varðar, en brotaþoli var barn að aldri þegar fyrstu kynni hans og ákærða hófust. „Á þeim tíma ánetjaðist hann sterkum fíkniefnum sem ákærði lét honum í té fyrir kynmök. Segist brotaþoli í dag vera fíkill af þessum sökum og fær það stoð í framburði móður hans og stjúpföður. Á árinu 2017 var hann vistaður á Stuðlum vegna vanlíðunar og áhættuhegðunar. Samkvæmt vottorðum frá barnageðlækni og sálfræðingi er brotaþoli greindur með kvíðaeinkenni, þunglyndi og áráttu- og þráhyggjuröskun, auk ADHD. Þá er hann áhrifagjarn. Allt frá árinu 2016 hefur hann verið í samtalsmeðferð hjá þeim og er enn.“ Þótti Þorsteinn hafa unnið sér til bótaábyrgðar gagnvart drengnum. Var farið fram á níu milljónir króna samanlagt í miskabætur en dómurinn ákvað að 3,5 milljónir króna væru hæfilegar bætur.Dóminn má nálgast hér. Lögreglumál Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn fjarlægir nafn grunaðs kynferðisbrotamanns af heimasíðu sinni Karlmaður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um ítrekuð kynferðisbrot gegn drengjum undir lögaldri. 2. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum dreng, á aldrinum 15 til 18 ára. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. RÚV greindi fyrst frá. Ákæran gegn Þorsteini, sem var ekki viðstaddur dómsuppsöguna, var í tveimur liðum. Annars vegar fyrir tælingu, með því að hafa haft kynferðismök við drenginn eftir að hafa gefið honum lyf eða fé, og hins vegar fyrir nauðgun í sex skipti. Heilmikið myndefni var á meðal sönnunargagna í málinu en brotin ná yfir tæplega þriggja ára tímabil. Guðrún Björg Birgisdóttir, verjandi Þorsteins, segir í samtali við Vísi að Þorsteinn geri miklar athugasemdir við málsmeðferð og sakfellingu. Þegar hafi verið tekin ákvörðun um að áfrýja dómnum. Hann var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í dómssal í dag en hann hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 12. janúar.Gróf og langvarandi kynferðisbrot Þorsteinn hefur ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Þegar samskipti hans og brotaþolans hófust árið 2015 var hann 54 ára gamall en brotaþoli 15 ára og fjögurra mánaða. Á þeim var því 39 ára aldursmunur. Dómurinn bendir á að Þorsteinn hafi verið fundinn sekur um gróf og langvarandi kynferðisbrot gegn brotaþola, sem þá var barn á viðkvæmu þroska- og mótunarskeiði, auk brota á nálgunarbanni. Nýtti hann sér yfirburði sína vegna aldurs- og þroskamunar og tældi hann til kynferðismaka með peningum og öðrum gjöfum, auk fíkniefna og lyfja. Hann er einnig fundinn sekur um nauðgun, með því að hafa í allt að þrjú skipti haft endaþarmsmök við brotaþola þegar hann gat ekki spornað við þeim sökum áhrifa fíkniefna og lyfja. Á ákærði sér engar málsbætur. „Með vísan til alls framanritaðs, og að teknu tilliti til 1., 2., 6. og 7. töluliðar 1. mgr. 70. gr., 77. gr. og c-liðar 195. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, verður refsing hans ákveðin fangelsi í sjö ár.“3,5 milljónir króna í bætur Í dómnum segir að brotin hafi verið alvarleg og til þess fallin að valda brotaþola andlegri vanlíðan. Nýtti ákærði sér yfirburðastöðu sína gangvart brotaþola, bæði að því er aldur og þroska varðar, en brotaþoli var barn að aldri þegar fyrstu kynni hans og ákærða hófust. „Á þeim tíma ánetjaðist hann sterkum fíkniefnum sem ákærði lét honum í té fyrir kynmök. Segist brotaþoli í dag vera fíkill af þessum sökum og fær það stoð í framburði móður hans og stjúpföður. Á árinu 2017 var hann vistaður á Stuðlum vegna vanlíðunar og áhættuhegðunar. Samkvæmt vottorðum frá barnageðlækni og sálfræðingi er brotaþoli greindur með kvíðaeinkenni, þunglyndi og áráttu- og þráhyggjuröskun, auk ADHD. Þá er hann áhrifagjarn. Allt frá árinu 2016 hefur hann verið í samtalsmeðferð hjá þeim og er enn.“ Þótti Þorsteinn hafa unnið sér til bótaábyrgðar gagnvart drengnum. Var farið fram á níu milljónir króna samanlagt í miskabætur en dómurinn ákvað að 3,5 milljónir króna væru hæfilegar bætur.Dóminn má nálgast hér.
Lögreglumál Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn fjarlægir nafn grunaðs kynferðisbrotamanns af heimasíðu sinni Karlmaður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um ítrekuð kynferðisbrot gegn drengjum undir lögaldri. 2. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fjarlægir nafn grunaðs kynferðisbrotamanns af heimasíðu sinni Karlmaður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um ítrekuð kynferðisbrot gegn drengjum undir lögaldri. 2. febrúar 2018 14:00