35 ár síðan geimflaug flaug yfir Reykjavík Benedikt Bóas skrifar 19. maí 2018 07:15 Geimskutlan á baki Boeing 747 þotu. Skutlan var sú fyrsta sem var smíðuð af NASA. NordicPhotos/getty Boeing 747 burðarþota með geimskutluna Enterprise á bakinu tók einn hring yfir Reykjavík áður en hún lenti í Keflavík á leið sinni á flugsýningu í Frakklandi. Í Keflavík var hlið tvö opnað og var opið fyrir almenning að kíkja á gripinn úr fjarlægð. Áætlað var að Enterprise myndi vera aðeins í 600 metra hæð þegar hún kom svífandi yfir borgina. Kom vélin um kvöld en margir muna enn eftir hávaðanum sem fylgdi Boeing-vélinni. Enterprise var fyrsta geimskutlan sem Geimferðastofnun Bandaríkjanna lét smíða. Hún var smíðuð hjá Rockwell-verksmiðjunum og hófst smíðin árið 1975. Tveimur árum síðar var hún tilbúin til tilraunaflugs. Enterprise var ætlað að vera tilraunageimskutla til undirbúnings fyrir flug geimskutlna sem síðar komu, svo sem Kolumbíu og Challenger. Í fyrstu var Enterprise eingöngu flogið á baki Boeing 747-þotu en þann 12. ágúst 1977 var henni sleppt og hún látin svífa til jarðar. Fréttamaðurinn góðkunni, Kristján Már Unnarsson, sem þá starfaði fyrir DV, skrifaði mikið um komuna og sagði fréttir af henni eins og honum einum er lagið. Sagði meðal annars að skutlan yrði aðalsýningargripur Bandaríkjanna á flugsýningu í París en einnig færi hún til Bonn, Kölnar og London. Um borð í burðarþotunni voru auk áhafnar fulltrúar NASA og tóku sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Marshall Bremnet, Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra og Helgi Ágústsson, fulltrúi utanríkisráðuneytisins, á móti ferðalöngunum. Var flug bannað vegna komu skutlunnar af öryggisástæðum milli 19 og 21. Aðeins var veitt undanþága vegna flugvéla með blindflugsheimild. „Einkaflugmenn verða því að sætta sig við að vera á jörðu niðri og fylgjast með skutlunni þaðan,“ sagði Kristján Már í einni fréttinni sinni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Boeing 747 burðarþota með geimskutluna Enterprise á bakinu tók einn hring yfir Reykjavík áður en hún lenti í Keflavík á leið sinni á flugsýningu í Frakklandi. Í Keflavík var hlið tvö opnað og var opið fyrir almenning að kíkja á gripinn úr fjarlægð. Áætlað var að Enterprise myndi vera aðeins í 600 metra hæð þegar hún kom svífandi yfir borgina. Kom vélin um kvöld en margir muna enn eftir hávaðanum sem fylgdi Boeing-vélinni. Enterprise var fyrsta geimskutlan sem Geimferðastofnun Bandaríkjanna lét smíða. Hún var smíðuð hjá Rockwell-verksmiðjunum og hófst smíðin árið 1975. Tveimur árum síðar var hún tilbúin til tilraunaflugs. Enterprise var ætlað að vera tilraunageimskutla til undirbúnings fyrir flug geimskutlna sem síðar komu, svo sem Kolumbíu og Challenger. Í fyrstu var Enterprise eingöngu flogið á baki Boeing 747-þotu en þann 12. ágúst 1977 var henni sleppt og hún látin svífa til jarðar. Fréttamaðurinn góðkunni, Kristján Már Unnarsson, sem þá starfaði fyrir DV, skrifaði mikið um komuna og sagði fréttir af henni eins og honum einum er lagið. Sagði meðal annars að skutlan yrði aðalsýningargripur Bandaríkjanna á flugsýningu í París en einnig færi hún til Bonn, Kölnar og London. Um borð í burðarþotunni voru auk áhafnar fulltrúar NASA og tóku sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Marshall Bremnet, Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra og Helgi Ágústsson, fulltrúi utanríkisráðuneytisins, á móti ferðalöngunum. Var flug bannað vegna komu skutlunnar af öryggisástæðum milli 19 og 21. Aðeins var veitt undanþága vegna flugvéla með blindflugsheimild. „Einkaflugmenn verða því að sætta sig við að vera á jörðu niðri og fylgjast með skutlunni þaðan,“ sagði Kristján Már í einni fréttinni sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira