Dapurlegt sameiningarafl Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 1. maí 2018 08:30 Einn af hverjum fimm einstaklingum á Íslandi á aldrinum 18 til 24 ára segist oft eða mjög oft finna fyrir einkennum sjúkdóms sem tengdur er við 26 prósent auknar líkur á ótímabæru dauðsfalli. Þessi sjúkdómur hefur verið tengdur við þunglyndi og skapgerðarbreytingar ásamt auknum líkum á heilablóðfalli og hjartasjúkdómum. Sjúkdóminn er að finna á öllum stigum og öllum sviðum samfélagsins. Hann er ekki bundinn við ákveðin einkenni tiltekins hóps. Þeir sem berjast við sjúkdóminn eru oft jaðarsettir og veigra sér við því að ræða um veikindi sín af ótta við frekari útskúfun. Orðið heimsfaraldur hefur verið notað þegar rætt er um útbreiðslu sjúkdómsins, þó slík lýsing hjálpi lítið í baráttunni við hann. Sjúkdómur þessi er auðvitað einmanaleiki, nánar tiltekið sú tilfinning sem hlýst af félagslegri einangrun. Erfiðlega hefur gengið að henda reiður á raunverulegri útbreiðslu einmanaleika í heiminum, því það er sannarlega munur á mikilvægri þörf okkar fyrir einsemd og næði og þeirri kennd sem sprettur af félagslegri einangrun og er til umræðu hér. Það sem flækir vandamál einmanaleika í nútímasamfélagi er sú ákvörðun sem við stöndum frammi fyrir og óttumst að taka þegar við raunverulega þörfnumst þess að spegla okkur í öðrum. Valið stendur á milli þess að taka vafasamt trúarstökk og greina frá einsemd okkar, eða að halda þessum tilfinningum leyndum, gegn því að eiga greiðari og þægilegri leið inn í þann félagslega strúktúr sem er okkur nauðsynlegur. Seinni valmöguleikinn er auðvitað ákjósanlegri. Þetta er viðhorfið sem þarf að breyta. Á undanförnum árum höfum við brotið á bak aftur marga bannhelgi sem kúgað hefur jaðarsetta samfélagshópa áratugum saman. Einmanaleikinn er hins vegar af öðrum toga en réttindabarátta þessara mismunandi hópa. Einmanaleikinn er dapurlegt sameiningarafl allra hópa samfélagsins, en sameiningarafl engu að síður. Þannig er vafasamt að ræða um einmanaleika sem heimsfaraldur. Slíkt færir athyglina frá þeim breytingum sem þörf er á í viðmóti okkar og viðhorfi gagnvart nágrönnum okkar og leggur þess í stað áherslur á læknisfræðilegar, eða sálfræðilegar, hliðar vandamálsins. Lausnin á þessu vandamáli fellst í miklu átaki gegn félagslegu óréttlæti. Hún tekur til baráttu gegn gegn ójöfnuði og bannhelgi einmanaleikans, til efldrar líkamlegrar og andlegrar heilsu almennings, og að öllum séu tryggð jöfn tækifæri í lífinu. Risavaxið vandamál eins og einmanaleikinn krefst þannig stórra lausna sem, þegar allt kemur til alls, færa okkur bætt, betra og blíðara samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjartan Hreinn Njálsson Tengdar fréttir Margir íhugað sjálfsvíg Fjórtán prósent svarenda í könnun Maskínu hafa haft áhyggjur af sjálfsskaða- eða sjálfsvígshugleiðingum. Vandinn er meiri hjá tekjulágum og einhleypum. 1. maí 2018 07:00 Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Einn af hverjum fimm einstaklingum á Íslandi á aldrinum 18 til 24 ára segist oft eða mjög oft finna fyrir einkennum sjúkdóms sem tengdur er við 26 prósent auknar líkur á ótímabæru dauðsfalli. Þessi sjúkdómur hefur verið tengdur við þunglyndi og skapgerðarbreytingar ásamt auknum líkum á heilablóðfalli og hjartasjúkdómum. Sjúkdóminn er að finna á öllum stigum og öllum sviðum samfélagsins. Hann er ekki bundinn við ákveðin einkenni tiltekins hóps. Þeir sem berjast við sjúkdóminn eru oft jaðarsettir og veigra sér við því að ræða um veikindi sín af ótta við frekari útskúfun. Orðið heimsfaraldur hefur verið notað þegar rætt er um útbreiðslu sjúkdómsins, þó slík lýsing hjálpi lítið í baráttunni við hann. Sjúkdómur þessi er auðvitað einmanaleiki, nánar tiltekið sú tilfinning sem hlýst af félagslegri einangrun. Erfiðlega hefur gengið að henda reiður á raunverulegri útbreiðslu einmanaleika í heiminum, því það er sannarlega munur á mikilvægri þörf okkar fyrir einsemd og næði og þeirri kennd sem sprettur af félagslegri einangrun og er til umræðu hér. Það sem flækir vandamál einmanaleika í nútímasamfélagi er sú ákvörðun sem við stöndum frammi fyrir og óttumst að taka þegar við raunverulega þörfnumst þess að spegla okkur í öðrum. Valið stendur á milli þess að taka vafasamt trúarstökk og greina frá einsemd okkar, eða að halda þessum tilfinningum leyndum, gegn því að eiga greiðari og þægilegri leið inn í þann félagslega strúktúr sem er okkur nauðsynlegur. Seinni valmöguleikinn er auðvitað ákjósanlegri. Þetta er viðhorfið sem þarf að breyta. Á undanförnum árum höfum við brotið á bak aftur marga bannhelgi sem kúgað hefur jaðarsetta samfélagshópa áratugum saman. Einmanaleikinn er hins vegar af öðrum toga en réttindabarátta þessara mismunandi hópa. Einmanaleikinn er dapurlegt sameiningarafl allra hópa samfélagsins, en sameiningarafl engu að síður. Þannig er vafasamt að ræða um einmanaleika sem heimsfaraldur. Slíkt færir athyglina frá þeim breytingum sem þörf er á í viðmóti okkar og viðhorfi gagnvart nágrönnum okkar og leggur þess í stað áherslur á læknisfræðilegar, eða sálfræðilegar, hliðar vandamálsins. Lausnin á þessu vandamáli fellst í miklu átaki gegn félagslegu óréttlæti. Hún tekur til baráttu gegn gegn ójöfnuði og bannhelgi einmanaleikans, til efldrar líkamlegrar og andlegrar heilsu almennings, og að öllum séu tryggð jöfn tækifæri í lífinu. Risavaxið vandamál eins og einmanaleikinn krefst þannig stórra lausna sem, þegar allt kemur til alls, færa okkur bætt, betra og blíðara samfélag.
Margir íhugað sjálfsvíg Fjórtán prósent svarenda í könnun Maskínu hafa haft áhyggjur af sjálfsskaða- eða sjálfsvígshugleiðingum. Vandinn er meiri hjá tekjulágum og einhleypum. 1. maí 2018 07:00
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun